Feykir


Feykir - 14.11.2018, Qupperneq 1

Feykir - 14.11.2018, Qupperneq 1
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Skagfirðingar hafa óneitanlega orðið varir við aukna flugumferð á Alex- andersflugvelli á Sauðárkróki undan- farna daga þar sem litlar flugvélar taka á loft og lenda í sífellu. Þarna er um kennsluvélar að ræða frá Flugskól- anum Keili en verið er að kanna aðstæður með hugsanlega útstöð skólans í Skagafirði í framtíðinni. Arnbjörn Ólason, markaðsstjóri Keilis, segir að 14 kennsluvélar séu í notkun hjá skólanum og gríðarlegur áhugi á atvinnuflugmannsnámi bæði meðal Íslendinga og erlendra nemenda en á sama tíma eru þrengingar á Keflavíkurflugvelli vegna aukins millilandaflugs. „Þannig að við erum að skoða ýmsa möguleika í framhaldinu fyrir okkur til þess að geta flogið ennþá meira og erum því að skoða það að setja útstöð á Sauðárkróki. Til að byrja með er þetta tilraunaverkefni en sjáum fyrir okkur að næsta vor og sumar gætum við farið að fljúga dag og nótt og þá verið með nokkrar vélar meðan viðrar vel til flugs.“ Arnbjörn segir að töluverður flug- áhugi sé fyrir norðan og þá sérstaklega á Akureyri þar sem boðið er upp á einkaflugmannsnám. „Þar sem þetta er atvinnuflug þá getum við boðið fólki að taka tímana sína til atvinnuflugs nær heimahögum. Þetta er mótel sem við erum að skoða og prófa. Við byrjuðum á Selfossi í sumar, reyndist mjög vel að vera með útstöð þar, en Sauðárkrókur er sem sagt næsti staður sem við prófum og vonandi til frambúðar,“ segir Arnbjörn en nú verður prófað í tvær vikur og málin skoðuð í kjölfarið. „Þetta lítur vel út og nemendur ánægðir og alltaf gaman að fljúga yfir firðinum fagra,“ segir brottflutti Króksarinn, Arnbjörn Ólason. Samvinna við FNV Hugmyndin er að Keilir og Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra vinni að þessu verkefni í samvinnu og segir Þorkell V. Þorsteinsson, skólameistari FNV, að skólinn muni m.a. koma að því að hýsa nemendur og kennara ef þetta verður ofan á. „Það er samt ekki búið að semja um neitt slíkt ennþá en alveg möguleiki á frekara samstarfi,“ segir Þorkell, og ef þetta festir rætur gæti fólk hugsanlega komið og tekið flugtímana í FNV. „Það veit enginn hvernig niðurstaðan verður á endanum en það eru tækifæri sem menn koma auga á með frekara samstarf og hver veit nema hluti af annarri kennslu varðandi flugnámið verði hérna líka. Þetta er opin bók eins og er en það er bara verið að stíga fyrstu skrefin og prófa sig áfram. Þetta er virkilega spennandi tækifæri til þess að hleypa lífi í flugvöllinn alla vega og ég tala ekki um ef þetta auðveldar einhverjum á Norðurlandinu að að stunda flugnám,“ segir Þorkell. /PF Diamond DA40 kennsluflugvél Keilis hefur sig á loft sl. sunnudag. Hún er búin fullkomnum blindflugsbúnaði, þ.á.m. stórum tölvuskjám og nútíma flugmælitækjum. MYND: PF ÁTAKSVERKEFNI KRABBAMEINFÉLAGSINS Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! 43 TBL 14. nóvember 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–8 BLS. 8 Rætt við Helgu Harðardóttur kennsluráðgjafa og verkefnastjóra Markmiðið að auka gæði skólastarfs BLS. 5 Síðari hluti ferðasögu Sigtryggs Jóns Björnssonar frá Framnesi Færeyjaferð Félags eldri borgara í Skagafirði Sigurður Guðjón Jónsson segir frá liðinu sínu sem er Liverpool „Munaði minnstu að ég yrði atvinnumaður í knattspyrnu“ Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Flugakademía Keilis flýgur um fjörðinn fagra Skoða Alexandersflugvöll sem mögulega útstöð flugkennslu

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.