Feykir


Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 3
Söngleikurinn Grease í Bifröst NFNV frumsýnir næsta föstudag Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir nk. föstu- dag hinn sívinsæla söngleik Grease í leikstjórn Péturs Guðjónssonar. Með aðalhlut- verk fara þau Róbert Smári Gunnarsson, sem leikur Danny Zuko og Valdís Valbjörnsdóttir sem leikur Sandy. Leikritið fjallar um ást- fangna unglinga árið 1959. Va n d r æ ð a u n g l i n g u r i n n Danny Zuko og góða stelpan Sandy Dumbrowski urðu ástfangin í sumarfríinu en héldu að þau myndu ekki hittast aftur. Það sem þau vita ekki, er að þau eru bæði í Rydell-skóla og þegar þau hittast aftur að sumarfríi loknu er allt breytt og raun- veruleikinn tekinn við. Dagmar Ólína Gunnlaugs- dóttir, skemmtanastjóri NFNV, segir að 44 einstaklingar komi að uppsetningunni og eru þá allir taldir með, leikarar, dans- arar, tæknimenn, sminkur, sviðsmenn, leikstjóri, ljósa- hönnuður, smiðir og fólk í miðasölu. Hvernig hefur æfingatíma- bilið gengið? -Það hefur gengið virkilega vel, Þetta hefur verið mikil keyrsla og vinna en samt einnig virkilega skemmtilegt! Öllum kom vel saman og aldrei nein leiðindi. Mikið hlegið. Það var alveg greinilegt að allir ætluðu að gefa allt í þetta strax í byrjun enda er þetta þvílíkt hæfileikaríkur hópur. En þótt mikil alvara hafi verið í þessu öllu þá hefur alltaf verið stutt í grínið, gamanið og fíflagang-inn, enda er það aðalmálið að hafa gaman. Hvað geturðu sagt mér um leikstjórann? -Leikstjórinn í ár er Pétur Guðjónsson, lærður leikstjóri frá Akureyri. Hann vinnur hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur einnig verið leikstjóri í leikritum VMA síðustu ár. Virkilega skemmtilegur karl sem öllum líkar vel við. Alltaf stutt í grínið hjá honum. Hvar og hvernig getur fólk náð í miða? - Miðapantanir fara fram í síma 455-8070 frá og með miðvikudeginum 14. nóvem- ber. Á virkum dögum er hægt að panta miða frá 15:00 - 17:00 og um helgar frá 11:00 - 14:00. Einungis er hægt að panta miða á þessum tímum. Miða- verð er 2500 kr. á mann og eru allar sýningarnar í félags- heimilinu Bifröst. Sýningatímar eru: Föstudagur 16. nóvember: Frumsýning kl. 20:00. Laugardagur 17. nóvember: Fyrri sýning kl. 20:00, seinni sýning kl. 00:00. Sunnudagur 18. nóvember: Fyrri sýning kl. 16:00, seinni sýning kl. 20:00. Þriðjudagur 20. nóvember: Sýning fyrir 10. bekkinga kl. 19:00 - uppseld. Miðvikudagur 21. nóvember: Sýning kl. 20:00. -Ég hvet alla til að mæta, unga sem aldraða. Þetta er virkilega skemmtileg og drepfyndin sýning, segir Dagmar Ólína. /PF Róbert Smári Gunnarsson og Valdís Valbjörnsdóttir í hlutverkum Danny og Sandy. MYND: NFNV Verum snjöll verZlum heima Þannig sýnum við ábyrgð og höfum áhrif til hins betra N ÝPR EN T UTís á Sauðárkróki Rætt um skólaþróun og upplýsingatækni Þriðja UTís, ráðstefna um upplýsingatækni í skólastarfi, var haldið á Sauðárkróki um síðustu helgi en viðburðurinn er ætlaður kennurum og skólafólki af öllu landinu. Alls tóku 126 aðilar þátt og að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar, skipuleggjanda viðburðarins, voru að auki 170 á biðlista. Ráðstefnan hófst með Tækni PubQuiz á fimmtu- dagskvöldið fyrir þá sem mættu snemma til leiks en aðaldagskrá hófst í Frí- múrarasalnum á föstudags- morgun og stóð fram á kvöld. Sex erlendir fyrirlesarar héldu erindi sem kveiktu neista og juku við þekkingu þeirra sem á hlýddu, eins og Álfhildur Leifsdóttir, einn þátttakenda, komst að orði á Fésbókarfærslu sinni. Dagskráin var margbreyti- leg og hélt hún áfram á laugardeginum þar sem endað var með vinnustofum verðlaunum og samantekt. Á heimasíðu UTís segir að viðburðurinn sé haldinn af fólki á gólfinu fyrir fólkið á gólfinu. „UTís er fyrir okkar fremsta skólafólk til þess að ræða saman í næði um skólaþróun og upplýsinga- tækni og deila því sem það telur, af eigin reynslu, vera best fyrir nám og kennslu.“ /PF Fjöldi þátttakenda UTís í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki. MYND AF MYNDAALBÚMI UTÍS 43/2018 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.