Feykir


Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 6
Föstudagur 31. ágúst 2018 Við vöknuðum um klukkan átta og litum til veðurs, sem var sæmilegt. Framan við húsið voru kindur á beit. Greinilegt að hver blettur er nýttur til beitar í Færeyjum. Eftir ágætan og fjölbreyttan morgunverð á Gras veitingastofu hótelsins var lagt af stað um klukkan tíu og ekið að SMS–vöruhúsi í Þórshöfn. Fólk gekk um hús þetta en verslaði lítið enda verðlag frekar hátt. Gengið var svo um götur og litið inn í búðir og veitingahús. Ráðhúsið í Þórshöfn. Við höfnina komum við að fiskmarkaði, þar sem þorskur, ýsa, fugl, siginn fiskur o.fl. var selt. Sveinn beið eftir okkur á bryggjunni, þar sem Norræna leggur að og þaðan fórum við um klukkan 13:00. Á leið frá Þórshöfn var ekið fram hjá 19 vindmyllum og húsi, þar sem verið er að gera tilraunir með geymslu á rafmagni frá Vindmyllunum. Um 30% af rafmagni í Færeyjum er framleitt með vindmyllum. Við ókum Eggjarveg norður Straumey frá Þórshöfn og sáum niður í Kaldbaksfjörð. Þar er gömul herstöð frá NATÓ. Lítið er um möl í Færeyjum svo mest af henni er unnið úr klöppum í Grjótavirki, sem er náma í Kollafirði. Lítið vatn var í lækjunum enda sól og blíða. Stansað var í veitingastað í Kollafirði til að fá sér hressingu. Úr Kollafirði ókum við í gegnum stutt jarðgöng og síðan um fjögurra kílómetra löng göng undir sjó til Vogeyjar. Þar komum við fyrst að Sandavogi, sem er vinabær Fjarðabyggðar. Ókum þar í gegn að Miðvogi og síðan fram hjá flugvellinum að Sörvogi, sem er útgerðarbær og er þar stunduð fiskvinnsla. Tindhólmur. Tindhólmur kemur í ljós, er út fyrir Sörvog kemur. Næst komum við í Gásadal eftir að hafa ekið um stutt jarðgöng. Gásadalur. Í Gásadal komum við í verslun, þar sem höndlað er með vörur úr skinnum og minjagripi. Þar ræddi ég við Gísla Jónsson Hraunfjörð (f. 1963). Hann er áhugamaður um kenningar Nýalssinna og ég sagði honum af samskiptum okkar Halldórs Kristjánsson- ar á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit. Kaffihús er rekið á sumrin í Gásadal en þegar haustar er allt tilheyrandi veitingarekstri fjarlægt og húsnæðið notað sem sláturhús. Í Gásadal heyrist í RÚV frá Eiðum. Flugvöllurinn er á Vogey, gamall herflugvöllur, sem hefur verið byggður upp og lengdur í báða enda. Að þessu loknu var ekið til Straumeyjar og norður til Vestmanna, sem er útgerðarbær. Þar eru tvær vatnsaflsvirkjanir. Við bryggju lá danskt varðskip. Höfnin í Vestmanna. Varðskip við bryggju og ef vel er að gáð sjást vatnsrörin, sem flytja virkjununum vatnið. Við vorum um klukkan fimm í Vestmanna og þá fór að rigna en þurrt hafði verið yfir daginn en sólarlaust. Áður en farið var frá Vestmanna var komið við í sjoppu til aftöppunar eins og Sveinn bílstjóri orðaði það. Íbúar í Vestmanna eru 1232. Í bakaleiðinni var ekið í gegnum jarðgöng á milli Kollafjarðar og Kaldbaksfjarðar og síðan með ströndinni til Þórshafnar. Að hótelinu komum við um klukkan 18:00 í mikilli rigningu svo varla var fært á milli húsa. Laugardagur 1. september Morgunverður var fram borinn frá klukkan sjö til tíu og síðan lagt í hann eftir að Sveinn hafði gert grein fyrir ferðaáætlun dagsins. Ekinn var Eggjavegur, fram hjá vindmyllunum 19, NATÓ stöðinni til Kollafjarðar en þar við veginn er Grjótavirkið. Um Ferðasaga rituð af Sigtryggi Jóni Björnssyni frá Framnesi :: SÍÐARI HLUTI Færeyjaferð Félags eldri borgara í Skagafirði Miðvikudagurinn 29. ágúst til og með þriðjudeginum 4. september 2018 5% af möl, sem notuð er í Færeyjum er dælt úr sjó annað er malað í Grjótavirkinu. Nú ókum við framhjá Effo búðinni, beygðum þar til hægri og fórum næst fram hjá tilraunastöð landbúnaðarins í Færeyjum og áfram austur með Kollafirðinum að norðan. Að mati Færeyinga eru Kollfirðingar líkir Þingeyingum. Í Kollafirði eru hús reisuleg, standa í röðum með ströndinni. Ekið var áfram meðfram Sundini til Húsavíkur. Þar reyndi Eiríkur Óafur Þorvaldsson að koma á fót sláturhúsi en bændur vildu ekki lóga hjá honum og héldu áfram heimaslátrun. Ekið var um Hvalvík og yfir brúna á Streymi til Eyrarbakka og komið við í Magn vegasjoppu. Brúin yfir Streymi var byggð 1973. Frá Eyrarbakka var ekið norður að Eiði. Þar búa tæplega 700 manns. Sveinn lagði bílnum framan við kirkjuna, sem byggð var 1881. Kirkjan á Eiði. Margir fóru í búð, sem heitir Samkaup. Norðan við Eiði er Eiðskollur og við hann standa klettadrang- arnir, Risinn og Kerlingin. Sagan segir að þau hafi ætlað að draga Færeyjar til Íslands en togið slitnað og sólin komið upp svo þau urðu að steini. Á leiðinni frá Eiði til Gjögv var margt af sauðfé og þar er miðlunarlón fyrir virkjun. Vegurinn liggur með- fram Slættartindi, sem er 882 m hár og er hann hæsta fjall í Færeyjum. Gata liggur upp á fjallið og var fólk að ganga upp, þegar við ókum hjá. Á leiðinni til Gjögv sáum við niður á þorpið Finnung við Finnungsfjörð. Hótel Gjávargarður. Páll Sigurð Cristansen á heilsubótargöngu. Í Gjögv borðuðum við súpu á Hótel Gjáfargarði í boði Tanna Trawel og skoðuðum Gjána, sem er gömul bátalending, sem stigi liggur niður í með 69 tröppum einnig er járnbraut niður í Gjána fyrir lítinn sporvagnn. 6 43/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.