Feykir


Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 14.11.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Álit. Feykir spyr... Hvaða tíska fortíðarinnar má alls ekki komast í tísku aftur? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „Saggy pants (með buxurnar á rasskinnunum eða fyrir neðan þær). Karlmenn mega hafa nærbuxurnar sínar útaf fyrir sig.“ Dóra Heiða Halldórsdóttir „Sítt að aftan og herðapúðar, mér gengi svo assgoti illa að safna hári, yrði trúlega að fara í hárígræðslu sem færi mér engan veginn.“ Ásgeir Eiríksson „Herðapúðar, það væri hræðilegt.“ Alda Snæbjört Kristinsdóttir „Svona frá mínum bæjardyrum séð þá er gamla mussu og hippatískan ein sú ljótasta sem ég hef séð og má aldrei komast aftur í tísku.!“ Halli Gísla KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Góðgerðarstarf ætti að vera aflagt og skipt út fyrir réttlæti. – Norman Bethune Su do ku „Linda Björk Ævarsdóttir og Kristján Steinar Kristjánsson heitum við og búum á Steinnýjarstöðum í Skagabyggð. Við eigum fjögur börn á aldrinum 16-27 ára. Erum með hefðbundinn búskap, aðal- lega mjólkurkýr, en eigum líka nokkrar kindur og hesta. Einnig er ég lærður ZUMBA danskennari,“ segir Linda Björk en þau hjón gefa okkur þrjár spennandi uppskriftir. „Kjúklingarétturinn er frá móður minni, Rögnu, og mikið vinsæll á okkar heimili, á eftir lambalærinu.“ AÐALRÉTTUR Rjómalagaður kjúklingaréttur 4 kjúklingabringur (skornar í bita) 3 dl tómatsósa 2 hvítlauksrif ( pressuð í mauk) 1½ tsk karrý 1 tsk salt 1 peli rjómi Aðferð: Tómatsósu, karrý, hvítlauk og salti blandað saman í skál. Þar á eftir er kjúklingurinn brytjaður og settur út í. Sett í eldfast mót og eldað í 30 mínútur við 180°C. Þá er rjómanum bætt við og látið malla í 30 mínútur í viðbót. Borið fram með kúskús og hvítlauksbrauði. EFTIRRÉTTUR Heitt eplapæ með rjóma 6 epli 4 dl hveiti 2 dl púðursykur 150 g smjörlíki (lint) 1 tsk kanill 150 g súkkulaðirúsínur Aðferð: Epli skorin í bita og raðað í eldfast mót. Súkkulaðirúsínunum blandað við eplin. Öllum hinum hráefnunum blandað saman í skál og hnoðað saman, mulið yfir eplin og bakað við 180°C í u.þ.b. 20-25 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma. AUKABITI Hollt nammi (sem gott er að eiga í frystikistunni) 1 bolli hnetusmjör ⅔ bolli hunang ½ bolli kókosolía 2 bollar haframjöl 1¼ bolli 70% súkkulaði ¾ bolli þurrkuð trönuber Aðferð: Bræðið saman hnetusmjör, hunang og kókosolíu við vægan hita. Takið pottinn af hellunni og bætið við haframjöli, súkkulaði og trönuberjum. Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið. Blandan sett í stórt eldfast mót með bökunarpappír undir, höfð hæfilega þykk. Sett í ískáp og kælt þar til blandan hefur stífnað, í um klukkustund. Skerið í hæfilega munnbita, raðið í box og gott að eiga í frysti og næla sér í einn og einn bita þegar að maður vill tríta sig aðeins. Verði ykkur að góðu! Þau Linda Björk og Kristján Steinar skora á Hrefnu Dögg Þorsteinsdóttur og Guðmund Henry Stefánsson á Skagaströnd að taka saman matar- þátt fyrir lesendur Feykis. Rjómalagaður kjúkl- ingaréttur, eplapæ og hollt nammi ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Linda Björk og Kristján Steinar á Steinnýjarstöðum Linda Björk og Kristján Steinar. MYND ÚR EINKASAFNI 43/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Vatnsmelóna er ávöxtur af graskeraætt líkt og agúrkur, eggaldin og grasker. Margir eru hrifnir af vatnsmelónum enda ávöxturinn ferskur, safaríkur og svalandi. Fræ vatnsmelónunnar, eða steinarnir, eru svört að lit og venjulega nokkur hundruð í hverri melónu. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er heimsmetið í að spýta vatnsmelónufræjum 65 fet og 4 tommur, sem gerir um 19,6 metra. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Umsögn gerð af útvöldum. Eftirsótt af framagjörnum. Allt á reiki um okkar mál. Útlit hýrt hjá góðri sál. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.