Feykir


Feykir - 21.11.2018, Side 3

Feykir - 21.11.2018, Side 3
Verum snjöll verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Við getum öll haft áhrif til betri jóla. Margir frumkvöðlar og sjálfstætt starfandi bjóða handverk sitt til jólagjafa og leggja sig fram eins og kostur er. Fyrirtækin eru til staðar fyrir okkur öll, bæði um hátíðir og aðra daga. Gjafir, matur og drykkur er allt fáanlegt heima hjá okkur. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla. N ÝPR EN T EH F / M YN D : Ú R EIN KASAFN I Fasteignasala Sauðárkróks • Sæmundargötu 1, Sauðárkróki • Sími 453 5900 & 864 5889 Ágúst Guðmundsson löggiltur fasteignasali • Anna J. Hjartardóttir sölumaður Til sölu er rekstur og húsnæði Efnalaugar Sauðárkróks að Borgarflöt 1, Sauðárkróki. Húsið var byggt úr stálgrind 1979, alls 296,8 m² að stærð. Nánari upplýsingar um vélakost og fl. hjá fasteignasölunni. Sjá þessa eign og aðrar á krokurinn.is Fyrirtæki til sölu. Vegamál á Vatnsnesi Fundað með Sigurði Inga Rúmlega 80 manns sóttu íbúafund um vegamál á Vatns- nesi sem haldinn var á Hótel Hvítserk á miðvikudag í síð- ustu viku. Til fundarins mætti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og fór yfir hugsanlega möguleika í stöð- unni ásamt heimamönnum. Framsöguerindi á fundinum fluttu þau Ingveldur Ása Kon- ráðsdóttir, formaður byggðar- ráðs Húnaþings vestra, Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, fulltrúi íbúa, og Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgönguráðherra. Fund- arstjóri var Júlíus Guðni Antonsson. Fram kemur á heimasíðu Húnaþings vestra að eftir að hafa hlýtt á framsögu fulltrúa sveitarstjórnar og heimamanna hafi ráðherra farið yfir sam- gönguáætlun og bent á að þar sé að finna liði sem ekki eru sundurliðaðir og hugsanlega væri hægt að nota til fram- kvæmda á Vatnsnesvegi, svo- kallaðan tengivegapott. Þótt skilningur og jákvæð viðbrögð samgönguráðherra hafi vissulega vakið nokkrar vonir hjá heimamönnum um einhverjar úrbætur sló fulltrúi Vegagerðarinnar, sem tók til máls í fundarlok, á þær vonir. Hann „sagði að ekkert yrði af því sem ráðherra talaði um, vegagerðin væri búin að úthluta tengivegapotti fyrir Norðurland næstu þrjú árin og að kannski væri hægt að nota einhverja aura hjá okkur eftir það! Einnig sagði hann að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir nema ýtr- ustu öryggisstöðlum sé fullnægt með fullri 7 metra vegbreidd og það sé of kostnaðarsamt. Er þá algjört öryggisleysi í 20 – 30 ár betra en að lagfæra veg- inn í samræmi við það sem þekkist í dreifbýli erlendis þ.e. 1½ vegbreidd og minni veg- flái?“ segir á heimasíðu Húna- þings vestra og jafnframt ályktað að valkostirnir í stöðunni séu annað hvort reiðgata eða hrað- braut! /FE Til fundarins mættu rúmlega 80 manns. MYND: HUNATHING.IS Samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra hefur undir- ritað samninga við sex landshlutasamtök sveitar- félaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggða- áætlunar fyrir árin 2018- 2024. M.a. fara 20 milljónir í innviðauppbyggingu vegna gagnavers á Blönduósi árið 2018 og 25 milljónir á ári næstu þrjú ár á eftir. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fá styrkinn til að byggja upp innviði vegna fyrirhugaðs gagnavers BDC við Blönduós. Gera þarf götur og lýsingu, leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir o.fl. Með verkefninu skapast 20-30 störf í fyrsta áfanga. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að 120 milljónum króna hafi verið úthlutað að þessu sinni fyrir árið 2018 til sértækra verkefna á sóknaráætlunar- svæðum. Alls bárust 26 um- sóknir um styrki að fjárhæð tæpar 441 m.kr. „Það er okkur mikil ánægja að unnt sé að styrkja mörg áhugaverð og fjölbreytt verkefni um land allt á grundvelli nýrrar byggðaáætlunar. Ákveðið var að veita styrki að fengnum um- sóknum en þetta er í fyrsta sinn sem framlög úr byggðaáætlun eru sett í samkeppnispott með þessum hætti. Fleiri samkeppnis- pottar af þessu tagi verða auglýstir jafnt og þétt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra við undirritun samning- anna. /PF Byggðir landsins efldar 120 milljónir í verkefnastyrki Ráðherra úthlutar 120 milljónum krónum í verkefnastyrki til að efla byggðir landsins. MYND: HUNATHING.IS 44/2018 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.