Feykir


Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 4
TORSKILIN BÆJARNÖFN palli@feykir.is Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi Bústaðir hafa að líkindum heitið Bútsstaðir, því að þannig er nafnið ritað í Sigurðarregistri árið 1525 (Dipl, Isl. lX,, bls. 302). Merkilegt er, að þá eru ýmsar jarðir í eyði, sem nú eru taldar með kostajörðum, t.d. Húsey, Bútsstaðír, Skatastaðir o.fl. Nú er bærinn ætíð nefndur Bústaðir og jarðabækurnar hafa það eins (Johnsens Jarðatal, bls. 261. Sjá Safn lV. b., bls. 439). Ekki hefi jeg getað fundið eldri heimildir fyrir nafninu og má þó telja víst, að nafnið sje gamalt. Dr. Finnur Jónsson hefir bent á, að Bústaðir í Gullbringusýslu hafi upphaflega heitið Bútsstaðir, samkvæmt rithætti í Biskupa- sögum I. b. Líklegast er því, að báðir bæirnir sjeu kendir við mannsnafnið Bútur, því að langflest bæjaheiti, er enda á -staðir, eru af mannsnafni dregin, eða auknefni þeirra. Sturlunga getur um Bút Þórðarson, heimamann Órækju, svo að nafnið hefir þekst á Sturlungaöld (Sturlunga II. b., bls. 219 og víðar). Það er auðskilið, að þegar nafnið Bútur gleymdist, breyttist heitið í Bústaði, því að t hlaut að falla burt í framburði. Rjetta nafnið mun því vera Bútsstaðir og ætti að rita það þannig. Bútsstaðir eða Bústaðir. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR 100 ára afmæli fullveldisins Vel heppnuð afmælishátíð í Varmahlíðarskóla Nemendur Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna buðu til hátíðar í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag þar sem tilefnið var að fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Bar hátíðin yfirskriftina Fullveldi – frelsi – lýðræði – hvað er nú það? Dagskráin samanstóð af málþingi og stuttum, frum- sömdum leikþáttum þar sem fyrrgreindum hugtökum voru gerð skil í fortíð, nútíð og framtíð. Á veggjum skólans var einnig að finna ýmislegt sem tengdist viðfangsefninu, s.s. tímalínu og ýmis vegg- spjöld. Í einni skólastofunni gat að líta á sjónvarpsskjá viðtöl við nokkra eldri borgara í Skagafirði og í annarri mátti sjá brot af sýndarveru- leikasýningu Árna Gunnars- sonar, Tímagöng, þar sem horfið er aftur í tímann, m.a. í baðstofuna í Glaumbæ. Á málþinginu fluttu sjö nemendur úr 9. og 10. bekk stórskemmtileg erindi sem varða lýðræði og fullveldi og veltu einnig fyrir sér hvað framtíðin komi til með að bera í skauti sér. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður, var gestur á málþinginu og ræddi hann um dagleg störf þing- manna. Annar gestur, Árni Bjarnason á Uppsölum, titl- aður bjartsýnismaður, velti því fyrir sér á gamansaman hátt hvað hann myndi gera ef hann væri 15 ára í dag. Hátíðin var ágætlega sótt og óhætt að segja að afmælisveislan hafi tekist ljómandi vel. /FE www.skagafjordur.is N Ý PR EN T eh f. / 1 12 01 8 Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Skagafirði Víðimelur Suðurtún 1 – Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóðina Víðimelur Suðurtún 1 í Sveitarfélaginu Skagafirði samkvæmt 3. mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er lóðin Víðimelur Suðurtún 1 sem liggur sunnan gatnamóta þjóðvegar 1 og Skagafjarðarvegar 752. Stærð lóðarinnar 7.380 ferm. Skipulagssvæðið er í dag ræktað tún, fyrirhugað er að á lóðinni verð starfrækt sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti. Helgustaðir í Unadal – Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt lýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir landið Helgustaði í Unadal í Sveitarfélaginu Skagafirði samkvæmt 3.mgr 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er landið Helgustaðir í Unadal um 4,9 ha að stærð. Á landinu er frístundarhús og er markmið deiliskipulagsins að skilgreina nýja byggingarreiti fyrir fleiri hús. Ofangreindar skipulagslýsingar liggja frammi til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og í afgreiðslu Ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki. Að auki er hægt að nálgast skipulagslýsingarnar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur. is/is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagsmal/byggingafulltrui/auglysingar-um-skipulagsmal frá 16. nóvember til 16. desember 2018. Ábendingar við efni skipulagslýsingarinnar skulu berast skriflega til skipulags- og byggingarfull- trúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir mánudaginn 17. desember 2018. Sauðárkróki 15. nóvember 2018 Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi Leikþáttur Varmahlíðarskóla, 17. júní hátíðarstund á Austurvelli. MYNDIR: FE Árni Bjarnason, bjartsýnismaður, talaði á málþingi. Skyggnst aftur í tímann með sýndarveruleikagleraugum. Fiskveiðilögsagan og kóngsi, leikþáttur frá Grunnskólanum austan Vatna. 4 44/2018 Feykir.isMeira sport á...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.