Feykir


Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 6
Pála Margrét Gunnarsdóttir er 24 ára dama, fædd og uppalin á Sauðárkróki þó hún segi reyndar hjartað eiga heima á mun fleiri stöðum. Hún er dóttir Gunnars Þórs Gestssonar og Guðnýjar Guðmundsdóttur og elst þriggja systra. Það er sennilega hægt að fullyrða að Pála Margrét lifir ekki alveg þessu týpíska lífi sem flestir lesendur Feykis þekkja. En nú verðum við að átta okkur á því að það sem var óhugsandi fyrir örfáum árum þykir sjálfsagt í dag og unga fólkið lærir nú það sem það langar til, þar sem það langar til. Já og heimurinn kemst mest allur fyrir í litlu snjalltæki sem við erum flest með í vasanum. Pála Margrét fyrir utan staðinn sem hún dvaldi á á eyjunni Koh Samui í Taílandi en eyjan þykir mörgum með fegurri stöðum jarðar. MYNDIR ÚR EINKASAFNI ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Pála Margrét Gunnarsdóttir / Króksari á faraldsfæti og -höndum á Koh Samui leiðslu sem er sérstök tegund hugleiðslu sem nú er hægt að stunda í hugleiðslusetrum víðs vegar um heiminn. – Þetta líf, þetta líf, eins og einhver sagði. Þó Pála væri á förum frá Taílandi til Malasíu þegar Feykir náði í skottið á henni var hún meira en til í að greina frá dvöl sinni á eyjunni Koh Samui, sem er eyja í suður Taíandi. „Satt best að segja þá gæti þetta verið minnst taí- lenski staðurinn til að vera á,“ segir Pála. „Það er mjög mikill túrismi hér og í raun snýst allt líf á eyjunni í kringum túrisma. Þar af leiðandi er mjög mikið um jóga hér líka og jógakenn- aranám. Þetta er paradísar- eyja, en vegna þess þá er hún líka mjög vinsæll ferðamanna- staður.“ Konungsríkið Taíland er ríflega 510 þúsund ferkíló- metrar að stærð og á landamæri að Laos í norðri, Kambódíu í suðaustri, Malasíu í suðri og Mianmar í vestri. Risinn Kína lúrir lengra í norðri. Taíland er eina ríki Suðaustur Asíu sem hefur aldrei verið undir stjórn Evrópuríkja. Rétt tæplega 95% íbúa eru búddatrúar. Lítið er vitað um uppruna jóga en þó er talið að það eigi uppruna sinn í Pála Margrét er jógakennari og meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Síðustu misserin hefur hún verið á þeytingi um heiminn endi- langan við jóganám. Pála segir að þegar jóga færðist frá austri til vesturs [frá Himalaya til Vesturlanda] voru það aðallega líkamlegu æfing- arnar sem fólk nýtti sér, sem er ástæðan fyrir því að fólk í dag þekkir jóga að mestu sem teygjur fyrir líkamann, sem er í raun langt frá upphaflegu markmiði jóga. „Markmiðið með jóga er að öðlast enlighten- ment sem erfitt er að þýða yfir á íslensku, felst í sameiningu við æðri mátt heimsins, sem sumir kalla guð og aðrir kalla öðrum nöfnum. Allar æfingar í jóga voru þróaðar til þess að hreinsa og stilla hugann og vekja upp orku innra með okkur sem getur sameinað okkur þessari æðri orku,“ segir Pála. Það er þessi andlega hlið jóga sem hún hefur verið að kafa í síðustu misserin. Feykir frétti af Pálu í Tæ- landi nú í október og þó svo að Pála hafi ekki fasta búsetu þar þá þótti athugandi að vita hvort hún væri til í að deila með okkur degi í lífi brottflutts. Heppnin var með því hún var með aðgang að tölvu þegar Feykir bankaði upp á í net- heimum, en þá voru aðeins nokkrir dagar í að hún hæfi 10 sólarhringa Vipassana hug- Hamingjan er val. Ferðalaginu lýkur aldrei Með skírteinið og meistaranum Andrey Lappa, sem kenndi námskeiðið á Koh Samui. 6 44/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.