Feykir


Feykir - 21.11.2018, Page 7

Feykir - 21.11.2018, Page 7
Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Vikasa Life Café, þar sem ég borðaði í hádeginu og kvöldin, er á hæðinni fyrir ofan herbergið mitt. Og á lúxusdögum labbaði ég yfir götuna og keypti mér Magnum með hvítu súkku- laði. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Pad thai! Allan daginn. Ég veit ekki hvort ég á að segja ykkur frá því, en fyrstu þrjár máltíðirnar mínar í Tælandi voru Pad thai, sem er einfaldlega það besta sem ég veit! Hvað kostar mjólkurlítr- inn? Það veit enginn, enda drekkum við bara ferskar kókoshnetur og mangó lassi (mangó sjeik blandaður við jógúrt), sem kostar eitthvað svipað og mjólkin heima. Hver er skrítnasti mat- urinn? Þar sem ég er hætt að borða kjöt er ég blessunarlega laus við að borða allra skrítnasta matinn en ávextirnir eru náttúrulega skrítnir hérna. Ég borðaði helling af papaya og drekaávöxtum og svo verð ég að segja að uppáhaldið mitt, Mangó Sticky Rice, er í raun stórfurðuleg blanda af mangó, klístruðum hrís- grjónum og heitri kókos- mjólk. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Ég þurfti ekki að fara neitt því í Vikasa fást heimsins bestu hrákökur. Ef þú heldur að hrákökur séu ekki góðar, þá hefur þú aldrei smakkað þessar! 5 á 115 sekúndum Indlandi en jóga er aldagamalt æfingakerfi sem er ætlað til að þjálfa og sameina líkama og huga. Hægt er að stunda margar og ólíkar tegundir af jóga. Höfuðborg Taílands er Bangkok sem heitir víst að fullu því hógværa nafni Krungt- hepmahanakhon Amonratt- anakosin Mahintharayutthaya Mahadilokphop Noppharatrat- chathaniburirom Udomratch- aniwetmahasathan Amonphi- manawatansathit Sakkathatti yawitsanukamprasit. Þar sem setjari Feykis þurfti að línuskipta einhverjum orðanna er beðist velvirðingar á því að ólíklegt er að skiptingin sé á réttum stað samkvæmt taílenskum staf- setningarreglum. En snúum okkur nú að Pálu Margréti... Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til Taílands? -Núna var ég að fara til Vikasa á Koh Samui, í annað skiptið, til þess að stunda jógakennaranám. Ég hef því samanlagt verið þar í tæpa þrjá mánuði, og ætla aftur á næsta ári. Hvernig myndir þú lýsa venju- legum degi hjá þér í náminu? -Venjulegur dagur í jógakenn- aranáminu fólst í því að vakna við eða fyrir sólarupprás, kl. 5:00 eða 6:00. Klukkan 7:00 hófst námið, með klukkutíma af því sem kallast Dans Shiva, sem fór fram á ströndinni. Frá kl. 8:00 hófst jógað, sem stóð yfirleitt til kl. 11:30 eða 12:00. Þá fengum við tveggja klukku- tíma pásu, sem fór í hádegis- mat, sturtu og örlítinn blund. Frá kl. 13:00 eða 14:00 var fyrirlestur um allt sem tengdist jóga. Að fyrirlestri loknum, kl. 18:30, var kvöldmatur og um kvöldið voru stundum bíó- kvöld þar sem við horfðum á myndbönd tengd náminu. Í síðasta þriðjungi námsins var lítið um fyrirlestra, þá var jóga bæði fyrir og eftir hádegi með margra klukkutíma setu í hugleiðslu á hverjum degi. Svona gekk þetta í 37 daga, með einum frídegi. Hver var hápunktur dagsins? -Ég verð að segja að hápunktur dagsins hafi verið kvöldmatur- inn því sá tími dags var uppfullur af stolti og ánægju með að hafa klárað enn einn daginn í þessu námi með stæl. Það var líka gott að komast aðeins í frelsið, spjalla og fíflast, og borða dásamlega góðan mat. Hvers vegna jóga? -Ég á jóga líf mitt að þakka. Eftir langa leið getur lært um jóga? -Það allra fegursta og besta við jóga er að ferðalaginu lýkur aldrei. Sama hvað ég held að ég viti um jóga, því meira sem ég læri, því meira skil ég að ég veit í raun ekki neitt. Núna hef ég lokið rúmlega 500 klst í jógakenn- aranámi – og ég er rétt að byrja. Þetta ferðalag tekur allt ævi- skeiðið, og rúmlega það. Hefur þú farið víða til að afla þér þekkingar og viðurkenn- ingar sem jógakennari? -Námið sem ég var að klára núna er að mínu mati það allra besta. Það er ekkert annað jógakennara- nám sem hægt er að bera saman við þetta og lífsviðhorf mín hafa gjörbreyst eftir þetta nám. Því meira sem ég stunda jóga, því næmari verð ég og því dýpra kemst ég í hugleiðsluna. Áherslur í lífinu breytast, og allt í einu finnst mér full- komlega eðlilegt að gera jóga allan daginn, alla daga. Jógað sem mér býðst heima á Íslandi er bara upphitun í samanburði við þetta. Eitt það áhugaverðasta sem ég upplifði í þessu námi, var eftir um tvær vikur, þegar ég færði mig um stað inni í jógasalnum, til að vera nær kennaranum. Í fyrirlestri hafði hann talað um svæðið sem hann nær að hafa áhrif á með sínu eigin orkuflæði og fyrir þennan dag hafði ég verið utan þess. Eftir að hafa verið föst á sama stað í jógastöðunum lengi, lengi, komst ég á þessum degi dýpra í ALLAR stöður, og náði fætinum aftur fyrir höfuð, svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem fylgjast með þér á samfélagsmiðlum hafa eflaust tekið eftir miklum fjölda mynda af þér standandi á höndum. Hvers vegna ertu alltaf á hvolfi? -Ég kenni fólki að standa á haus í jógatímunum mínum, því það að ná að halda jafnvægi, á hvolfi, er stórkost- leg tilfinning. Að standa á höndum er einfaldlega skrefið fyrir ofan, þegar það er ekki lengur áskorun að standa á haus. Ótrúlegt en satt snýst þetta í raun ekkert um að standa á höndum heldur um allt það sem maður þarf að fara í gegnum til að komast þangað; styrkja líkamann, æfa sig endalaust, detta oft og mörgum sinnum og takast á við hræðsl- una. Þetta snýst um það hvaða manneskja þú verður þegar þú hefur tekist á við þetta allt. Hvað var best við að dvelja í Taílandi? -Dásamleg fersk mangó og Pad Thai – án efa! Og út- sýnið, sólarupprásir og sólsetur! Hvað gerðir þú helst í frí- stundum? -Ég svaf! Og borð- aði. Frístundir voru mjög tak- markaðar, og fólust eingöngu í því að næra sig og fara snemma að sofa – til að geta gert þetta allt aftur daginn eftir. Hvers saknar þú mest að heiman? -Mest af öllu sakna ég fjölskyldunnar og vinanna. Ég er mjög heimakær svo ég gæti skrifað langan lista yfir allt hitt. Bakarísmatur á sunnudags- morgnum, bíókvöld með fjöl- skyldunni og pizzuveislur komast hátt upp á þann lista. Að sjálfsögðu sakna ég fjarð- arins og eyjanna, það toppar ekkert það útsýni... og já, svo sakna ég kranavatnsins og þess að fá að sturta niður klósett- pappír! Gætir þú deilt einhverri snið- ugri eða eftirminnilegri uppá- komu frá dvöl þinni erlendis? -Þessi spurning finnst mér erfiðust, því þó ég eigi margar dásamlegar minningar með dásamlegu fólki hérna, þá reynist erfitt að koma þeim í orð. Við getum sagt að einkahúmorinn nái nýjum hæðum í jógakennaranámi og ég ætla því aðeins að beygja þessa spurningu og deila með ykkur gullkorni frá Andrey Lappa, kennaranum mínum. Hann segir að fólk eigi að gera jóga að lágmarki tvisvar í viku, til þess að ná árangri og koma líkamanum í heilbrigðara form. Hann hvetur því fólk sem getur einungis gert jóga einu sinni í viku, að sleppa því bara og horfa á sjónvarpið í staðinn ;) Pála kennir Universal og Vinyasa jóga og krakkajóga, og er með Facebook síðu, Hamingjujóga með Pálu, þar sem er hægt að sjá upplýsingar um tíma og/eða hafa samband. frá óútskýranlegum verkjum, fyrir tæpum 10 árum síðan, get ég sagt að í dag sé ég komin á stað sem einkennist af ham- ingju og vellíðan. Jóga kom mér hingað og ég lít því á það sem skyldu mína og forréttindi að fá að deila því með öðrum. Jóga fyrir mér hófst sem líkamlegar æfingar, sem er sá hluti af jóga sem er sýnilegur og flestir kannast við (ég meina, er jóga ekki bara að teygja?). Því meira sem ég geri jóga, því dýpra kemst ég, og er núna farin að nálgast jóga sem fyrir mörgum er bæði óútskýranlegt og óskiljanlegt. Jóga þýðir í raun sameining við hið æðra afl innra með okkur sjálfum. Ég finn að það er þangað sem ég vil komast. Ertu búin að læra allt sem þú Girnileg hrákaka – í miklu uppáhaldi hjá Pálu. Pála Margrét stendur á höndum á Koh Samui.. 44/2018 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.