Feykir


Feykir - 21.11.2018, Side 8

Feykir - 21.11.2018, Side 8
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, skoraði á mig og auðvitað hlýði ég því kalli. Ég hóf nám við Endurmenntun Háskóla Íslands núna í haust og er að taka þar fjölskyldumeðferð. Í því námi erum við að skoða okkur svolítið sjálf og eru nemendur að læra hver af öðrum með því að deila sögum og reynslu. Eitt verkefni sem við vorum að gera núna í nóvember er fjölskyldutré. Þar rakti ég fjölskyldu mína frá ömmum og öfum, foreldrum, systkinum foreldra og mín eigin systkini. Ég ræddi við ættingja mína og forvitnaðist um ástir og örlög og gleði og sorg hjá fjölskyldunni. Þegar kynningin var búin gátu samnemendur mínir spurt aðeins út í þetta og voru þau að pæla í hver hefur verið mín fyrirmynd í lífinu, hvernig fjölskyldan tæki á áföllum og hvernig er notið gleðistunda. Kennarinn ræddi svo um viðhorf mín til lífsins. Hvernig uppeldi mitt og lífsreynsla hafa mótað lífsviðhorfin. Þetta þykir mér skemmtileg pæling og hef ég verið að hugsa þetta svolítið síðan. Inn í þetta bætist svo upplifun hvers og eins á lífinu og hvernig lífsviðhorfin koma inn í það. Hvernig þetta vinnur allt saman, uppeldið, lífsreynslan og lífsviðhorfið sem hjálpar okkur með alla upplifun sem við verðum fyrir. Upplifunin getur auðvitað birst okkur á svo marga vegu. Það sem einum þykir mjög fyndið, brosir annar ekki. Það sem einn upplifir eitthvað svakalega gott er annar sem bara skilur það ekki. Gætu jákvæð lífsviðhorf gert upplifun okkar sterkari á jákvæðan hátt og neikvætt lífsviðhorf gert upplifun okkar sterkari á neikvæðan hátt. Ætli það sé hægt að rekja alla þessa þætti langt aftur? Ég hef ekki svör við því en það hljómaði þannig þegar ég var í þessari vinnu að það væri hægt að rekja þetta hjá mér eitthvað aftur. Ef systkini mín hefðu gert þetta fjölskyldutré og svarað út frá sínum upplifunum hefði þá myndin sem ég sé af fjölskyldunni orðið eitthvað öðruvísi? Kannski er þeirra upplifun ekki sú saman og mín. Við þurfum bara að muna að virða upplifanir samferðafólks okkar, því það eru mismundandi lífsviðhorf hjá okkur öllum og við getum ekki gefið okkur hvað býr að baki þeim. - - - - - Ég skora á Ingibjörgu Jónsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Húnaþingi vestra. ÁSKORENDAPENNINN Jenný Þórkatla Magnúsdóttir Hvammstanga Geta viðhorf haft áhrif á upplifanir okkar UMSJÓN Páll Friðriksson Jenný Þórkatla. MYND AÐSEND Leikflokkur Húnaþings vestra Nýtt áhugamannaleikfélag í Húnaþingi vestra Leiklist hefur löngum skipað stóran sess í menningarlífi Húnaþings vestra. Nýlega voru tveir leikflokkar sem starfræktir hafa verið á svæðinu í tugi ára, sameinaðir í nýtt áhugamannaleikfélag sem fékk nafnið Leikflokkur Húnaþings vestra. Leikfélögin sem voru og hétu báru nöfnin Leikflokkur Hvammstanga og Leikdeild Umf. Grettis. Leikflokkur Hvammstanga hafði aðstöðu í Félagsheimili Hvammstanga og Umf. Grettir í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka. „Leiklistarstarf og tónlistarlíf hefur alltaf verið virkilega blóm- legt hér í Húnaþingi vestra. Leiklistarstarfið hafði hins vegar legið örlítið niðri, eða þar til bæði drífandi áhugafólk og fagfólk flutti í sveitarfélagið, þá fór boltinn að rúlla. Árið 2015 var sett upp leikritið Öfugu megin upp í eftir Derek Benfield af leikdeild Umf. Grettis í Ásbyrgi. Árið 2016 sameinuðu leikfélögin krafta sína, tjölduðu öllu til og settu upp söngleikinn Súperstar sem uppskar mjög góðar viðtökur,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, stjórnarmað- ur leikflokksins. Gestir sýning- anna voru um 900 sem má teljast mikið afrek í 1200 manna samfélagi. Árið 2017 setti Leikflokkur Hvammstanga upp leikritið Hérumbil, Húnaþingi, sem á frummálinu heitir Almost, Maine. „Það er í fyrsta skipti sem það leikrit er sett upp á Íslandi, en það hefur verið sett upp af 70 atvinnuleikfélögum og yfir 2500 áhugamanna- leikfélögum, mest vestanhafs,“ segir Kristín. Í september síðastliðnum var ákveðið að sameina félögin í eitt; Leikflokk Húnaþings vestra sem hefur bækistöð í Félags- heimilinu Hvammstanga. Stjórnina skipa Ingibjörg Jóns- dóttir, Hörður Gylfason, Svava Lilja Magnúsdóttir, Þorleifur Karl Eggertsson og Kristín Guðmundsdóttir. Fyrsta verk sameinaðs leikflokks er að setja upp ævintýri H. C. Andersen, Snædrottninguna í leikstjórn Gretu Clough. „Greta er leikkona, leikstjóri og listrænn stjórnandi Hand- bendi brúðuleikhúss. Hún hefur verið tilnefnd og unnið til margra alþjóðlegra verðlauna og er virkilegur fengur fyrir okkur í UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Húnaþingi vestra.“ Kristín segir að Snædrottningin fjalli um Gerðu og Kára, sem eru bestu vinir. „Kári er munaðarlaus en býr hjá Gerðu og ömmu hennar. Hann hefur alltaf saknað móður sinnar en þegar hann hittir Snædrottninguna einn daginn fær hann á tilfinninguna að þar sé móðir hans kannski komin og fer með henni, þrátt fyrir að vita betur. Snædrottningin kastar á hann álögum og fer með hann í íshöll sína. Gerða, sem er hugrökk, góð og umfram allt snjöll er staðráðin í að finna Kára og fer í ótrúlegt ferðalag á láði og legi einmitt til þess.“ Æfingar fyrir Snædrottning- una eru hafnar af fullum krafti og verður frumsýning þann 7. desember kl 19:00 í Félags- heimilinu Hvammstanga. Einnig eru sýningar þann 8. og 9. desember. Nánari upplýsingar eru á nýjum vef Leikflokksins, www.leikflokkurinn.is. Þar er einnig hægt að kaupa miða. „Um páskana 2019 verður síðan söngleikurinn Hárið settur upp í Félagsheimilinu á Hvammstanga í leikstjórn Sigurðar Líndal Þórissonar. Áhugi á leikstarfi er mikill hjá okkur núna. Í grunnskólanum er kenndur leiklistaráfangi og hefur dágóður hópur ungmenna gengið til liðs við okkur. Í litlu samfélagi eins og okkar er ómetanlegt að geta boðið upp á skapandi greinar og aðstöðu til tjáningar og sköpunar, þegar áhugi ungmenna er til staðar. Að lokum hvetjum við auðvitað alla til þess að koma á sýninguna og upplifa töfrum hlaðið ævintýri á aðventunni. Það er hægt að fylgjast með framvindu æfinga og hvernig þetta allt kemur heim og saman á Facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/ events/755680601444423/ .“ Konurnar í stjórn Leikflokks Húnaþings vestra. Frá vinstri: Svava Lilja Magnúsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Hörð Gylfason og Þorleif Karl Eggertsson. MYNDIR AÐSENDAR Frá fyrsta upplestri á Snædrottningunni. 8 44/2018

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.