Feykir


Feykir - 21.11.2018, Page 9

Feykir - 21.11.2018, Page 9
Út er komin bókin Hvítabirnir á Íslandi eftir Rósu Rut Þórisdóttur mannfræðing. Þessi mikla og fróðlega bók tekur fyrir landgöngur hvítabjarna frá landnámi til okkar tíma. Bókin byggir á áratuga heimilda- söfnun föður hennar, Þóris Haraldssonar líffræðikennara við Menntaskólann á Akureyri, sem lést í byrjun árs 2014. Auk sagna af eiginlegum landgöng- um er að finna í bókinni, þjóðsögur, munnmælasögur, kvæði og annan fróðleik sem tengjast hvítabjörnum á Íslandi í gegnum tíðina. Bókin varpar ljósi á hversu tíðar hvítabjarnarkomur hafa í raun verið í gegnum tíð- ina og frásagnirnar hversu skæðar skepnur um er að ræða. Til að mynda er sagt að bærinn að Dröngum í Árneshreppi hafi tvisvar farið í eyði vegna bjarndýra og bærinn Þeistareykir, norður af Mývatnssveit, þrisvar sinn- um. Bæirnir Möðrudalur og Kjólsstaðir á Efra-Fjalli eru einnig sagðir hafa farið í eyði af sömu ástæðum. Hvítabirnir hafa þá sérstöðu á Íslandi að vera einu mannskæðu rándýrin sem hingað geta komist af sjálfsdáðum. Vegna þessa hafa þeir valdið mönnum hugarangri og andvökunóttum öld eftir öld. Blessunarlega fer fáum sögum af því að dýrin hafi skaðað fólk hér á landi þó að stundum hafi litlu mátt muna. Slíkar sögur eru þó sannarlega til og hafa varðveist frá kynslóð til kynslóðar. Vitað er um a.m.k. 30 Íslendinga sem birnir hafa orðið að aldurtila, beint eða óbeint. Sá seinasti var Hjálmar bóndi í Höfn í Hornvík sem barðist við hvítabjörn með hákarlalensu að vopni í kringum 1850. Í bardaganum tókst bjarndýrinu að bíta illa í handlegginn á Hjálmari. Sárið var svo mikið að hann lést af því nokkru síðar. En þá til Skagafjarðar Bjarndýrasögum af svæðinu er ekki ábótavant í bókinni og sérstaklega hefur Rögnvaldur Steinsson á Hrauni á Skaga verið ötull við að taka þær saman og skráð hjá sér talsvert af seinni tíma frásögnum af landgöngu bjarndýra á Skaga. Fyrri tíma sögur er meðal annars að finna í Skarðsárannál Björns Jónssonar frá Skarðsá (1574-1655). Þar segir meðal annars frá mannskæðu og grimmu bjarndýri, rauð- kinnung, sem kom á land við Ásbúðartanga á Skaga árið 1518. Dýrið var soltið og deyddi átta manneskjur, fátækar konur með börn sem fóru þar um og vissu ekki að dýrið hafði komið sér fyrir í Bjargaskarði á Ketubjörgum. Áður en þetta gerðist hafði dýrið brotið niður alla hjalla á Skaga utan við Ketu til að leita sér að æti. Nánari lýsingar af þessari viðureign er að finna í bókinni. Vatnsfjarðarannáll yngri, Seiluannáll og Vallholtsannáll minnast allir á bjarndýrið sem gekk á land árið 1657. Veturinn hafði verið góður og þó svo vorið hafi verið heldur kalt er hvergi minnst á hafís í annálum. Þetta ár gerðist hins vegar sá sjaldgæfi atburður að bjarndýr var fellt í Svartárdal, sem er langt frá sjó. Dýrið var komið inn í fjárhús á Eiríksstöðum, sem eru miðja vegu milli Bólstaðarhlíðar og Bergsstaða, þegar það var fellt þar af heimamönnum. Þetta bjarndýr var talið gamalt, það var hvítt að lit og var á stærð við naut. Sum ár hafa verið metár hvað landgöngur varðar. Til að mynda hafði, undir lok árs 1878, frést af því að 14 bjarndýr hefðu sést á ísnum fram af Skaga og sum þeirra komið á land á Skaga, einnig fréttist af tveimur eða þremur bjarndýrum á Reykjaströnd. Jónas Hálfdánarson segir frá því í viðtali að dýrin hefðu gengið á land norðarlega á Skaganum, milli Hrauns og Ketu. Einhver dýranna gerðu minni háttar skaða í hákarls- og fiskihjöllum og á einum bæ var hurð mölvuð frá húsi eða kofa þar sem selur hafði nýverið verið gerður til. Strax og fréttir bárust af landgöngu bjarndýranna á Skaga sendi Sigurður Víglundsson eftir kúluriffli að Ási í Hegranesi. Hann var talinn einn af betri skotmönnum Skagans á þessum tíma en það voru ekki til nein vopn til að taka með réttum hætti á móti þessum dýrum. Einhver dýranna voru unnin, hin hurfu aftur til hafs. Um þetta og margt fleira má lesa í þessari einstöku bók, Hvítabirnir á Íslandi. Bókaútgáfan Hólar Hvítabirnir í Skagafirði! UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Uppskeruhátíð Skagfirðings Sina Scholz er knapi ársins hjá Skagfirðingi Árshátíð og uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings var haldin laugardaginn 3. nóvember í Melsgili í fyrrum Staðar- hreppi. Margir voru sæmdir verðlaunum fyrir góðan árangur á keppnisvellinum og félagi ársins var valinn í fyrsta sinn. Veislu- stjóri kvöldsins var Ingimar Ingimarsson á Ytra- Skörðugili. Á heimasíðu Skagfirðings kemur fram að veitt hafi verið verðlaun fyrir afreksknapa ársins, Stefán Logi Haraldsson stjórnarmaður LH og Skagfirðingur flutti ávarp og gefnir voru folatollar undir fjóra gæðinga, Kná frá Ytra – Vallholti, Nóa frá Saurbæ, Glúm frá Dallandi og Skutul frá Hafsteinsstöðum. Helga Sig. framreiddi þriggja rétta máltíð og hljómsveitin Staksteinar léku fyrir söng og dansi fram á nótt. Knapi ársins er Sina Scholz en hún náði frábærum árangri með hestinn sinn, Nóa frá Saurbæ, en þau voru meðal annars í A-úrslitum í A-flokkI á Landsmóti, sigruðu Í B-úrslitum og lentu í 6. sæti í fimmgangi á Íslandsmóti ásamt því að sigra í A-flokki á Félagsmóti Skagfirðings og fimmgangi á íþróttamóti UMSS. Félagsmaður ársins var kosinn í fyrsta skipti þar sem allir félagsmenn Skagfirðings gátu kosið þann sem vann ötullega fyrir félagið á árinu. Í ár var félagi ársins Unnur Rún Sigurpálsdóttir. Íþróttaknapi ársins þetta árið er Mette Mannseth en hún náði frábærum árangri á íþróttamóti UMSS í vor. Tilnefnd til íþróttaknapa voru, auk Mette, Sina Scholz og Rósanna Valdimarsdóttir. Gæðingaknapi ársins er Skapti Steinbjörnsson, annað árið í röð. Hann sigraði í B-flokki og lenti í 2. sæti í A-flokki á Fákaflugi og félagsmóti Skagfirðings. Auk Skapta voru þau Sina Scholz og Egill Þórir Bjarnason tilnefnd. Skeiðknapi ársins er Elvar Einarsson en hann var meðal annars í 7. sæti á Landsmóti og sigraði í 250 og 150 metra skeiði á íþróttamóti UMSS. Aðrir sem tilnefnd voru: Finnbogi Bjarnason og Þórarinn Ey- mundsson. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt. Í áhugamannaflokki voru tilnefnd Sveinn Brynjar Friðriksson, Sveinn Einarsson og Birna Sigurbjörnsdóttir sem varð hlutskörpust. Birna sigraði í tölti og varð í öðru sæti í sínum flokki á íþróttamóti UMSS ásamt góðum árangri í Skagfirsku mótaröðinni í vetur. Í ungmennaflokki voru Guðmar Freyr Magnússon, Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Viktoría Eik Elvarsdóttir tilnefnd. Í þessum flokki var mjótt á munum en Viktoría Eik var valin knapi ársins en hún var í úrslitum á Landsmóti og Íslandsmóti og náði góðum árangri á íþróttamóti UMSS. Fleiri myndir frá kvöldinu má nálgast á skagfirdingur.is. /PF Sina Scholz tekur á móti viðurkenningu sem knapi ársins á uppskeruhátíð Skagfirðings. MYND: SKAGFIRÐINGUR.IS Ungmennin Viktoría Eik, Unnur Rún og Guðmar Freyr taka við verðlaunum sínum. Viggó Jónsson og Jón Sigurjónsson hlaupa undan Þverárfjallsbirninum svokallaða sem felldur var 3. júní 2008. MYND: PF 44/2018 9

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.