Feykir


Feykir - 21.11.2018, Qupperneq 10

Feykir - 21.11.2018, Qupperneq 10
Blakfélagið Krækjur er félagsskapur af hressum konum á öllum aldri sem hafa gaman af því að spila blak. Þær leggja mikið á sig á æfingum og fara landshorna á milli í keppnisferðir og hafa uppskorið vel undanfarin ár. Veturinn 2016-2017 spiluðu þær í 5. deild en í vor unnu þær sig upp í 2. deild. „Upphafið að þessu blakbrölti byrjaði í sal gamla barna- skólans upp úr 1980 þegar gamlar skólasystur hittust til að leika sér og hafa gaman. Það sem þar fór fram átti þó lítið skylt við blak, við kunnum engar reglur en yfir netið skyldi boltinn fara. Með gleðina í fyrirrúmi héldum við ótrauðar áfram og fórum á fyrsta mótið árið 1988 á Dalvík. Við vorum eina byrjendaliðið en þarna voru komin lið af öllu Norðurlandi,“ segir Sigurlaug Valgarðsdóttir. „Við skulum segja að við lærðum helling á þessu móti og nafnið á félagsskapinn varð til. En leikmenn kræktust og flæktust mikið í netinu, sem má alls ekki, svo Krækjur skyldi nafnið verða.“ Krækjur hafa haft fasta æfingatíma öll árin en þó ekki þjálfara nema tíma og tíma. Una Sigurðardóttir hefur þó verið spilandi þjálfari lengst af. Nýliðun hefur verið töluverð undanfarin ár og æfa Krækjurnar nú 2-3 í viku af miklum krafti undir stjórn Cristinu Ferreira sem Sigurlaug segir að Krækjur séu svo heppnar að hafa. Framundan í vetur eru fjögur trimmmót á Norðurlandi þar sem hvert lið spilar fimm til sex leiki á helgi ásamt Öldunga- mótinu sem verður haldið í Reykjanesbæ og Íslandsmót BLÍ. Öldungamót BLÍ er Íslandsmót öldunga 30+ og uppskeru- hátíð blakara af öllu landinu og er því stærsta mót vetrarins. Mótið er haldið á hverju ári um mánaðamót apríl-maí og þar mæta lið af öllu landinu, um 1700 keppendur, spila blak og skemmta sér og öðrum í þrjá daga. Krækjur fóru á sitt fyrsta öldungamót árið 1988 á Húsavík og höfðu handmálað merki félagsins og númer á keppnis- treyjurnar. Aðalmarkmið mótsins var að enda ekki með 0 stig eftir hverja hrinu – og það tókst. Krækjur hafa mætt óslitið síðan og yfirleitt alltaf með tvö lið. Nú eru Krækjur að spila við betri lið landsins og standa sig mjög vel. Krækjur skráðu sig öðru sinni í Íslandsmót BLÍ veturinn 2016-2017 og spiluðu þá í 5. deild. Liðið hefur unnið sig hratt upp en í stað þess að spila í 4. deild síðasta vetur var því boðið í 3. deildina. Unnum stelpurnar sig svo upp í vor og spila nú í 2. deild. Mótið er spilað á þremur helgum en fyrstu sex leikir Íslandsmótsins fóru fram 13. og 14. október sl. á Neskaupstað og unnu Krækjur alla sína leiki. Í janúar verða síðustu fimm leikirnir spilaðir og svo verða úrslitin um miðjan mars á Reykjavíkursvæðinu. „Félagsskapurinn snýst ekki bara um blakæfingar og keppnisferðir – en árshátíð og jólaföndur eru fastir liðir og hefur komið fyrir að Krækjur skelli sér út fyrir landsteinana í skemmtiferðir eða finni sér annan vettvang til að skemmta sér saman. Allar erum við nú ólíkar og á mismunandi aldri en Krækjur hafa verið þekktar fyrir gleði og húmor, innan sem utan vallar. Það eru forréttindi að tilheyra hóp sem þessum þar sem allir eru með það að markmiði að hafa gaman, stunda hreyfingu í jákvæðu andrúmslofti og jafnvel ná smá framförum. Við viljum nota tækifærið og þakka helstu stuðnings- og styrktaraðilum okkar fyrir aðstoðina undanfarin ár sem er ómetanlegt því ferðakostnaður og keppnisgjöld eru ansi mikil,“ segir Sigurlaug sem einnig laumar einum söngtexta með en hann var saminn eftir afhroð í fyrstu keppnisferð Krækja á Dalvík. Nú er oft á Króknum kátt, Krækjur leikum saman. Æfum vel og öskrum hátt, af blaki höfum gaman. Oft á mótum leikum grátt, lið frá öðrum bæjum, medalíum hömpum hátt og bikarana fægjum. /PF ( LEIKMANNAKYNNING ) Blakfélagið Krækjur á Sauðárkróki DAGNÝ HULD GUNNARSDÓTTIR KANTUR ÞURÍÐUR ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR KANTUR / DÍÓ VALDÍS ÝR ÓLAFSDÓTTIR MIÐJA HRAFNHILDUR GUÐNADÓTTIR MIÐJA HELGA FANNEY SALMANNSDÓTTIR DÍÓ ÁSTA MARGRÉT BENEDIKTSDÓTTIR KANTUR ÞÓRDÍS SIF ÞÓRISDÓTTIR KANTUR / DÍÓ SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR KANTUR ÍRIS SVEINBJÖRNSDÓTTIR KANTUR STEINUNN DANÍELA LÁRUSDÓTTIR MIÐJA SANDRA HILMARSDÓTTIR KANTUR / MIÐJA VALA HRÖNN MARGEIRSDÓTTIR KANTUR / MIÐJA / UPPSPILARI UNA ALDÍS SIGURÐARDÓTTIR KANTUR / UPPSPILARI CRISTINA FERREIRA KANTUR / MIÐJA ÞJÁLFARI THELMA LIND JÓNSDÓTTIR MIÐJA SIGURLAUG HRÖNN VALGARÐSDÓTTIR UPPSPILARI ÓSK BJARNADÓTTIR KANTUR / DÍÓ ELSCHE ODA APPEL KANTUR KATHARINA SOMMERMEIER UPPSPILARI BLA KFÉLAGIÐ KRÆKJUR 10 44/2018

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.