Feykir


Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 11
fetaostur salatblanda (hnetur) Skorið að vild og blandað saman. Á MEÐAN BEÐIÐ ER Snúrubrauð fyrir börnin Það er alltaf gaman fyrir börn að grilla brauð yfir opnum eldi eða heitum kolum. Ef þau eru ekki mikið fyrir lambakjöt má leyfa þeim að setja pylsur inn í brauðið og grilla. Þá þarf að passa að setja ekki of mikið brauð utan um pylsurnar vegna þess að brauðið brennur þá áður en pylsurnar ná að hitna. 2 dl volgt vatn 5 dl hveiti 2 tsk þurrger 2 msk matarolía 1 msk salt 1 msk pizzakrydd 1 tsk hvítlaukssalt Aðferð: Öllu blandað saman, hnoðað og látið hefa sig í u.þ.b. 60 mínútur. Vafið á grillpinna og grillað. EFTIRRÉTTUR Eftirréttur óbyggðanna kex - ýmsar tegundir rjómi súkkulaði rúsínur og fleira gómsætt sem hægt er að tína til. Aðferð: Kex mulið í botninn á formi. Rjómi þeyttur í gosflösku (tveggja lítra flösku ef um hálfan líter er að ræða - athugið að það á eftir að koma ykkur á óvart þegar þið komist að því hversu fljótleg þessi aðferð er) og settur ofan á kexið. Súkkulaðið brætt og hellt yfir rjómann. Ávöxtum eða öðru góðgæti bætt við efst á kökuna eða blandað saman við rjómann. Verði ykkur að góðu! Þau Hafdís og Stefán skora á Gest Sigurjónsson og Ernu Nielsen að taka að sér hlutverk matgæðinga. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Tak. Feykir spyr... Hvenær má fara að spila jólalögin? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „1. des. ekki degi fyrr.“ Ingi Björn Árnason „Ég myndi segja sem mikið jólabarn. Það mætti byrja upp úr miðjum nóvember. Það léttir líka lundina í skammdeginu. “ Brynjar Rafn Birgisson „Ekki fyrr en fyrsta dag aðventu og þá má sko óma og hljóma.“ Anna Rósa Skarphéðinsdóttir „Þegar hjartað kallar á það má spila jólalögin. Hvenær sem er, en ekki samt of mikið, svo spenna og tilhlökkun vegna jólanna fari ekki of snemma.“ Alexandra Chernyshova KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Sköpun er alltaf mun meira örvandi en eyðilegging. – Jose Saramago Su do ku „Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ segja þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki. AÐALRÉTTUR Skaflasteik lambalæri Heiðmerkurblanda (eða krydd að eigin vali) olía Aðferð: Úrbeinið læri þremur dögum fyrr, leggið í kryddlög. Okkar uppáhalds krydd er Heiðmerkur- blanda. Þá blöndum við hana með olíu og dreifum yfir kjötið. Geymið kjötið í kæli. Þegar á að fara að grilla lærið er það vafið í fjórfalt lag af álpappír. Kjötið er svo lagt ofan á heit kol (vel grá) og gott er að láta steina eða steinflögur undir kolin til að hitinn nýtist betur. Kjötið haft á kolunum í um það bil 30 mínútur og svo snúið við, látið liggja í aðrar 30 mínútur og þá snúið og haft um það bil 15 mínútur á hvorri hlið. Sveppasósa: ½ lítri rjómi slatti af sveppum olía sveppateningur sósuþykkni Aðferð: Sveppirnir steiktir létt í olíu á pönnu eða í potti, rjóminn settur út í og látið malla í dágóðan tíma. Sveppateningur settur saman við og sósan þykkt eftir smekk. Sósan smökkuð til eftir að sósuþykkni hefur verið bætt í. Saltað að auki eða hálfum sveppateningi bætt í. Salat: iceberg spínat vínber gúrka tómatar jarðaber paprika Skaflasteik og eftir- réttur óbyggðanna ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Hafdís og Stefán á Sauðárkróki elda Hafdís, Gísli og Stefán. MYND ÚR EINKASAFNI 44/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Sellerí er mjög basískt grænmeti sem vinnur gegn blóðsýringu og hreinsar blóðrásina. Það aðstoðar meltinguna, kemur í veg fyrir mígreni, slakar á taugum, lækkar blóðþrýsting og gerir húðina fallegri. Ótrúlegt, en kannski satt, þá hefur sellerí neikvæðar hitaeiningar þ.e. þú brennir fleiri hitaeiningum við að melta það en það gefur. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Vott um Grettis verk ég ber. Velhaldandi náði mér. Heilmargt í mér hafa má. Hörð er kvölin mig að fá. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.