Feykir


Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 44 TBL 21. nóvember 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Dagskrá helguð skáldkonunni Huldu Dagur íslenskrar tungu Skagfirski kammerkórinn og nemendur 7. bekkjar Varmahlíðarskóla buðu upp á dagskrá sem helguð var skáldkonunni Huldu, eða Unni Benediktsdóttur Bjarklind, að Löngumýri á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember sl. Þar voru verkum og ævi skáldkonunnar gerð skil í tali og tónum, nemendur 7. bekkjar lásu úr verkum Huldu og kórinn flutti lög við ljóð hennar undir stjórn Helgu Rósar Indriðadóttur og var dagskráin einkar vel heppnuð. /FE Stelur vatni frá veitunni Ný borhola á Reykjum Byrjað var á framkvæmd á borun vinnsluholu RS-15 á Reykjum í Hrútafirði sl. fimmtudag en jarðborinn Trölli hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða borar holuna. Á fundi veituráðs sl. mánudag kom fram að borun hafi gengið vel og fljótlega verið komið niður á mjög heitt vatn. Farið var í að undirbúa það að rýma út fyrir fóðr- ingu en þá kom í ljós að tenging var við holu RS-14 og fór nýja holan að stela vatni frá veitunni sem olli raski á afhendingu til notenda. Til að lágmarka áhættu hefur verið ákveðið að fara í hjólakrónuborun með vatni þegar búið verður að fóðra holuna. Fylgst verður vel með vinnsluholu RS-14 þegar byrjað verður að bora og ef borunin hefur áhrif á hana verður hætt strax og staðan metin upp á nýtt. /PF Myndin tengist fréttinni ekki beint. MYND: RAEKTO.IS Hugnast ekki Húnavallaleið Vegamál í Húnavatnshreppi Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tók fyrir á fundi sínum þann 14. nóvember sl. bréf frá Samgöngufélaginu, dagsett 23. október 2018, er varðaði ábendingar í samgöngumálum. Bréfið var lagt fram til kynningar og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi: „Sveitarstjórn leggst alfarið gegn þeim áformum sem koma fram í bréfi Samgöngufélagsins og leggur áherslu á að inn í samgönguáætlun rati þau verkefni við stofn- og tengivegi sem heimamenn hafa bent á að nauðsynleg séu innan Húnavatnshrepps. Öll þessi verkefni eru nauðsynleg og brýn.“ Eins og fram hefur komið hefur Samgöngufélagið sent Alþingi athugasemdir við tillögu að samgöngu- áætlun fyrir árin 2019 til 2033 þar sem óskað eftir því að í áætluninni verði gert ráð fyrir Húnavallaleið í Austur- Húnavatnssýslu og Vindheimaleið í Skagafirði. /FE Hugmynd Samgöngufélagsins að Húnavallaleið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.