Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 6
2 01 86 Vinsæl gjöf sem hentar öllum Heimakonfekt Skaptadætur production 1 Á Sauðárkróki er starfrækt lítið sprotafyrirtæki sem margir þekkja kannski undir nafninu Konfektsystur en heitir réttilega Heimakonfekt – Skaptadætur production. Eins og nafnið gefur vísbendingu um er það rekið af þremur systrum, þeim Ragnheiði, Hrafnhildi og Berglindi Skaptadætrum og móður þeirra, Sigurlaugu Viðarsdóttur. Feykir tók hús á þeim mæðgum einn laugardag í lok nóvember og fékk að fylgjast með hvernig eðal konfekt verður til. Framleiðsla þeirra mæðgna hófst með lítilsháttar konfekt- gerð til eigin nota fyrir jólin 2013 en næsta vor, þegar yngsta systirin, Berglind, var fermd, fjárfestu þær í mótum og gerðu talsvert magn af konfekti fyrir veisluna og vakti það mikla lukku. Upp úr því fóru þær að prófa sig áfram og margar góðar hugmyndir að fyllingum og samsetningum kviknuðu en segja má að eftir að þær lentu í öðru sæti í konfektsamkeppni Gestgjafans fyrir jólin 2016 hafi boltinn farið að rúlla. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra styrkti svo fyrirtækið árið 2017 sem gaf þeim tækifæri á að fara út í frekari tilraunastarfsemi, afla sér leyfis fyrir framleiðsluna og hefja markaðssetningu. Einnig hafa þær farið, tvö síðastliðin sumur, á námskeið í konfektgerð í Skotlandi í skóla er nefnist Cocoa Black og er staðsettur í Peebles í nágrenni Edinborgar. Segja þær að námið þar hafi hjálpað þeim mikið, ekki síst við að koma auga á þau mistök sem þær hafi áður verið að gera en einnig hafa þær lært mikið um meðferð hráefnisins, temprun, fyllingar, litablöndun og ótal margt fleira. Þau eru bæði alúð og ófá handtök sem liggja á bak við hvern konfektmola hjá þeim mæðgum og segja þær ávinninginn fyrst og fremst felast í ánægjunni af að vera saman enda samrýmdar og vinna vel saman. Nú hafa þær aðstöðu fyrir framleiðsluna í eldhúsi heimavistar FNV en draumurinn er að eignast eigið þak yfir höfuðið og segja þær að eitt þokkalegt herbergi gæti dugað. Orðspor afurðanna hefur spurst vel út enda er konfektið bæði fallegt og bragðgott og eru þær á kafi í verkefnum, til að mynda er mikið um að fyrirtæki panti hjá þeim konfekt til gjafa. Verið er að þreifa sig áfram í markaðssetningu á höfuð- borgarsvæðinu með hjálp góðra aðila en nú er konfektið selt í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki og í Svörtum svönum á Akureyri. Einnig verður það til sölu á jólamarkaði hjá Lagði á Hólabaki í Húnavatnshreppi um næstu helgi. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Í hugum margra Íslendinga er fátt jólalegra en að kúra sig undir teppi með bók í hönd og gott konfekt innan seilingar. Ekki spillir fyrir að vita að konfektið sé heimagert og ást og alúð lögð í hvern mola.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.