Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 19

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 19
192 01 8 Aldís segir að fólk hafi samt verið mjög hissa þegar þau sögðust ætla að flytja á Sauðárkrók en sama fólkið segist svo núna alveg vera til í að prófa þetta líka. „En það vantar kannski bara tæki- færin til að gera þetta, geta fengið vinnu við hæfi því það langar marga að gera þetta,“ segir hún. Aðspurð um af hverju þau ákváðu að flytja út á land segir Aldís það hafi verið Arnar sem sótti um starf í Byggðastofnun. „Okkur hafði lengi langað að prufa að flytja, annað hvort til útlanda eða út á land, sérstaklega Arnar. Eina manneskjan sem ég þekkti hér var Stefán Vagn og ég hringdi í hann og spurði hvort það væri í lagi með þennan bæ. Hann var ekki lengi að sannfæra mig um það að þetta væri besti staður í heimi,“ segir Aldís og hlær. Hún var ekki komin með vinnu þegar þau komu á Krókinn en hugsaði með sér að eitthvað hlyti að finnast. Ef ekki þá ætlaði hún að fara í framhaldsnám. En svo vel vildi til að mánuði eftir að þau fluttu opnaði Vinnumálastofnun starfstöð með húsnæðisbætur og fékk hún vinnu þar. Nú hefur Íbúðalánasjóður tekið yfir þau verkefni. Þau segja að allt hafi smollið saman og í raun ótrúleg tilviljun að verið var að opna stóran vinnustað á Króknum á þessum tíma, þar sem m.a. var óskað eftir fólki með viðskiptafræðimenntun. Það hefur ósjaldan verið rætt hversu erfitt reynist að fá húsnæði og segir Arnar þau hafa til að byrja með leitað að leiguhúsnæði en ekkert verið í boði nema eitt hús sem þau tóku. „Það hentaði okkur mjög vel og vorum við þar í eitt ár. Eftir það ár sáum við að það væri mjög gott að búa hérna og okkur leið vel í vinnunni og drengjunum farið að líða vel í skólanum og komnir í íþróttirnar þannig að við vildum bara fara að festa okkur. Þá fórum við að leita að húsnæði en það var ekki um auðugan garð að gresja. Líklega þrjú til fjögur hús til sölu þegar við fórum af stað. Við vorum mjög heppin að hitta á þetta hús,“ segir Arnar en á Grundarstígnum hafa þau búið í eitt ár og þá tvö ár samtals á Sauðárkróki en þau fluttu í október 2016. Allir komnir í sínar tómstundir En það er ekki eins og þau séu bara tvö að flytja því tveir drengir þurftu að segja skilið við sína vini og skóla- félaga í Garðabænum. Aldís segir að auðveldara hafi verið að sannfæra þann yngri en við þann eldri þurfti örlítið að taka samræðuna. En að lokum varð það körfuboltinn sem réði úrslitum. „Hann var mikið í körfunni hjá Stjörnunni en þar er mikil körfuboltamenning. En svo að koma hingað er bara körfu- boltamekka. Það snýst allt um körfu- boltann einhvern veginn og heppilegt að detta inn í það,“ segir Arnar en Stjörnu-þjálfarinn, Árni Ragnarsson, er vinur Chris Caird sem var þá með barnastarfið hjá Tindastól. „Þannig að hann náði að heyra í Chris á undan og hjálpaði Axel að taka þessa ákvörðun. Hann datt alveg strax inn í körfuna,“ segir Aldís. „Svo er nándin hérna svo miklu meiri,“ bendir Arnar á. „Það sem er svo frábært fyrir börnin og unglingana er meistara- flokkurinn, hetjurnar, þeir eru svo alþýðlegir og flottir. Þeir eru ekkert of stórir eða góðir með sig til þess að sinna börnunum og það er alveg geggjað. Drengjunum finnst það ótrúlega magnað. Ég fór upp í íþróttahús og Axel sonur okkar var að spila einn á einn á Pétur Rúnar,“ segir Arnar og aðdáunin gagnvart einum besta leik- manni Íslands og félögum hans í Tindastólsliðinu leynir sér ekki. Auðvelt var fyrir drengina að detta í körfuboltann en einhverjar tómstundir þurftu hjónin að finna sér einnig. Aldís segir að það hafi ekki verið erfitt. „Við byrjuðum á skíðum eftir að við fluttum hingað. Höfðum aldrei verið á skíðum áður en ákváðum þetta þar sem við erum með fjallið í 15 mínútna fjarlægð. Við fórum upp á skíðasvæði og fengum okkur einkatíma hjá kennurum og þá var ekki aftur snúið. Við keyptum okkur skíði og höfum átt árskort síðan. Okkur finnst það æðislegt að fá svona fjölskyldusport og stutt að fara í það. Svo höfum við verið í golfinu og gengum í klúbbinn hér.“ Arnar segist ekki hafa verið duglegur í golfinu eftir að hann flutti norður þar sem hann fann sig betur í öðru. „Ég umturnaðist eftir að ég flutti hingað. Ég fór í stangveiðina, var aðeins byrjaður að fikta við hana fyrir sunnan, ekki mikið samt, en er alveg óður hérna núna. Og svo byrjaði ég í skotveiðinni líka. Ég hef ekki farið í golf í rúmt ár. Ég hef verið í golfi síðan ég var barn en hérna fann ég nýtt sport og mér fannst það bara svo frábært að ég vildi frekar eyða frítímanum í það,“ segir Arnar en hann hefur margoft farið einn upp á Skagaheiði að veiða á stöng og finnst honum það alveg geggjað, eins og hann segir sjálfur. Svo segjast þau vera ánægð með hvað stutt sé í allt. „Það eru forréttindin við að búa hér. Það er hægt að skjótast í allt. Klukkutími á skíði eða veiða. Þetta tæki þig allan daginn í Reykjavík,“ segir Aldís og Arnar tekur undir það. „Einmitt núna á sunnudaginn fór ég upp á heiði ásamt félaga mínum og skutum okkur jólaskammtinn af rjúpum. Þetta væri tveggja vikna plan fyrir sunnan en við fórum bara í hádeginu og komnir heim klukkan fimm, og komnir með jólamatinn. Þau segjast líka vera mikið útivistafólk og ganga mikið um eða hlaupa í nágrenninu og er Litliskógur, Skógarhlíðin og sundlaugin mikið brúkuð. Langt til Sauðárkróks Það hefur stundum verið sagt að Skagfirðingar eða Króksarar væru lokaðir og jafnvel erfitt að kynnast þeim. En þau Arnar og Aldís segjast ekki hafa fundið fyrir því. Þvert á móti! „Ég hef heyrt þetta að erfitt sé að komast inn í samfélög út á landi. En það var alls ekki hér. Það var mjög vel tekið á móti okkur og ekki síður drengjunum í skólanum. Við höfum komist inn í allt sem við viljum og kynnst mörgum,“ segir Aldís sem fljótlega var boðið í Kiwanisklúbbinn Freyju. „Þessi skóli er líka alveg frábær,“ segir Arnar ánægður með Árskóla. „Frábærir kennarar og mjög flott utanumhald. Ég held að þessi skóli sé með þeim betri á landinu. Og svo er verið að reyna að fá mann í alls konar stjórnir hjá deildunum í Tindastóli “ segir Arnar. Maður verður því miður að velja og hafna í þeim efnum því allt eru þetta þörf og spennandi verkefni. Það geta allir ímyndað sér að breytingarnar sem fjölskyldan upp- lifði við flutningana hafi verið miklar og ýmislegt sem komið hafi aðkomu- fólkinu spánskt fyrir sjónir. En hvað ætli hafi komið mest á óvart? „Það kom mér mest á óvart, og endurspeglaði mína fordóma, hvað þetta er miklu stærra bæjarfélag en ég hélt og meira í boði en ég bjóst við. Ég hélt að þetta væri allt minna einhvern veginn. Þegar maður heyrir íbúatöluna heldur maður að það sé ekki neitt á svæðinu en við höfum allt sem við þurfum og annað er stutt frá. Það kom mér líka á óvart hvað er stutt til Reykjavíkur því mér fannst rosalega langt til Sauðárkróks þegar ég kom hingað fyrst. Rosalega langt! Það sem kom mér kannski mest á óvart var veðursældin. Rignir lítið og milt og gott veður. Það var búið að segja mér að það væri vindur hér á sumrin en ég er ekki sammála því. Reyndar er betra að vera hér niður í bæ en uppfrá,“ segir Aldís og ekki laust við að blaðamaður hvái að heyra svo vel talað um veðrið á Króknum. Arnar segir hins vegar að það sem hafi komið honum á óvart sé hvað hann saknar þess ekki að vera fyrir sunnan. „Það er gaman að fara suður sem túristi, fara helgarferð suður, fara niður á Laugaveg og stoppa á kaffihúsi og það er næstum eins og að fara til Axel Orkumótsmeistari í Eyjum með gömlu félögunum sínum. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Kjartan í Stólastemningu í körfunni. MYND: HJALTI ÁRNA Þessir jólasveinar eru ekki alltaf skemmtilegir. „ „Ég hef heyrt þetta að erfitt sé að komast inn í samfélög út á landi. En það var alls ekki hér. Það var mjög vel tekið á móti okkur og ekki síður drengjunum í skólanum. Við höfum komist inn í allt sem við viljum og kynnst mörgum...“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.