Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 20

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 20
2 01 820 Köben bara. Það er gaman en það er líka gott að keyra aftur norður og heim.“ Fyrstu jólin Nú styttist í þriðju jólin hjá þeim Aldísi og Arnari á Norðurlandinu, eða næstum því. Þrátt fyrir að þau séu að mynda sér nýjar jólahefðir á nýjum stað munu þau ekki verða heima þessi jól. En Aldís segir jólin hafi verið yndisleg á nýju heimili og ekki síst fyrstu jólin þar sem mamma hennar, tvö systkini, makar þeirra og börn komu í heimsókn. „Við vorum þrettán saman yfir jólin. En það var líka erfitt fyrir tengdafjölskylduna að fá ekki strákana í heimsókn þar sem við höfum alltaf hist eitthvað um jól. Síðustu jól vorum við hér á Grundarstígnum, og mamma kom. Þannig að við höfum haft það gott,“ segir Aldís. Arnar kinkar kolli til samlætis og segir að hefðbundin jól hjá þeim séu nokkuð óhefðbundin. „Þetta hefur verið þannig að við höfum skipst á að vera með foreldrum mínum og bræðrum eða mömmu hennar og systkinum. Annað hvert ár í Keflavík og svo í Reykjavík. Það er gömul hefð í minni fjölskyldu að vera með rjúpur og þá eru þær eldaðar á gamla mátann, soðnar í potti í ég veit ekki hvað marga klukkutíma en eftir að ég fór að skjóta sjálfur fór ég að fikta við að elda á annan hátt, m.a. að léttsteikja bringurnar og hafa þær rauðar í miðjunni. Þá uppgötvar maður allt annað hráefni, einhvern veginn, en maður var vanur. Nú er ég búinn að skjóta töluvert af rjúpu,“ segir Arnar og eftirvæntingin leynir sér ekki að fá villibráðina á jóladiskinn. Aldís er hins vegar alin upp við hamborgarhrygg á jólaborðum eins og víðast tíðkast á Íslandi. „Aldrei verið rjúpa á mínu heimili. Mér finnst þær samt mjög góðar. Þannig að annað hvert ár vorum við með rjúpu og svo hamborgarhrygg. Það er fyrst núna sem við erum að reyna að búa til okkar eigin hefðir þar sem við erum bæði villibráðarfólk. Við erum ekki að ríghalda í hefðir sem við ólumst upp við. Við gerum þetta eins og okkur langar til,“ segir Aldís. Í huga þeirra Aldísar og Arnars eru jólin fjölskyldusamverustund meira en trúarlegs eðlis. Fjölskyldan kemur saman og borðar góðan mat en kirkjan eða trúin sem slík hefur ekki spilað þar sterkt inn í. „Ég held að við séum með dæmigerð jól, góður matur á aðfanga- dag og svo náttföt, bók og konfekt á jóladag. Nema kannski þessi jól af því að við ætlum að vera úti,“ segir hún og kippist snarlega við og hvíslar lágum rómi: „Við erum ekki búin að segja strákunum það.“ En þarna var ákveðið að þeir fengju að vita það áður en blaðið kemur út. „Við ákváðum að breyta til, fyrst að nú verður svo langt jólafrí, og fara með vinafólki í siglingu við Bahamaeyjar. Verðum á skipinu um jólin en komum til landsins fyrir áramót. Þannig að það verða öðruvísi jól í ár. Þetta er ódýrara en að fara til Tene,“ segir Aldís og það má með sanni segja að þau eigi eftir að upplifa jólin á annan hátt en flestir þetta árið. Bróðir Aldísar hefur, líkt og margir vinir og ættingjar fjölskyldunnar, notið þess að heimsækja Krókinn og ætlar hann að vera yfir jólahátíðina með sinni fjölskyldu á Grundarstígnum. Ekki er annað hægt en að ljúka skemmtilegu samtali á þeim nótum að óska þeim öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Stangveiðin hefur heillað Arnar svo um munar. protis.is @protisocial KOLLAGEN — Náttúrulega ljómandi — VELJUM ÍSLENSKT Kollagen er eitt helsta byggingarefni líkamans. Með reglulegri inntöku þess getur þú með lítilli fyrirhöfn fyrirbyggt ýmis einkenni streitu og jafnvel öldrunar. Kollagen frá Protis er unnið á náttúrulegan hátt úr íslensku þorskroði og inniheldur sérvalin vítamín og steinefni. Með því að bæta Kollageni frá Protis við daglega næringarinntöku byggir þú húð, hár og neglur upp á góðum grunni. Og heldur ljómandi út í lífið. Aldís er mikið fyrir útivist og líður vel í náttúrunni. Eyþór Árnason með bókina Skepnur eru vitlausar í þetta. MYND: JÓHANNA FJÓLA Skagfirðingurinn, leikarinn, sviðsstjórinn og ljóðskáldið frá Upp- sölum, Eyþór Árnason, sendi seint í sumar, á 64 ára afmælisdegi sínum, frá sér ljóðabókina Skepnur eru vitlausar í þetta. Eyþór segir bókina hafa orðið til að mestu leyti á síðustu tveimur árum en nokkur ljóð séu að vísu eldri og ekki tilbúin í slaginn fyrr en núna. „Ég skipti henni í fjóra kafla og leik mér með hugmyndina um tvöfalt plötualbúm, fjórar hliðar. Eins og venjulega í mínum bókum þvælist ég úr sveit í borg og aftur til baka, út í heim og geim og læt mig dreyma. Á fjórðu hliðinni tek ég nokkur plötuumslög sem mér eru kær og spinn í kringum þau.“ Hann segir ljóðin flest verða til á þann hátt að það leiti eitthvað á hann; minning, setning, mynd, atburður, ferðalag. „Nú, eða ég upplifi eitthvað sem snertir mig. Og það þarf ekki að vera merkilegt. Ég reyni að punkta hjá mér tilfinninguna og set hana í salt, en stundum kemur ljóðið til mín í heilu lagi, ef svo má segja, og það þarf litlu að breyta og þá er gaman. En sem sagt, ég reyni að koma þessum tilfinningum eða myndum í orð, reyni að búa til orðamúsík sem ég er sáttur við. Og ég finn fljótt hvort þarna er einhver fiskur sem vert er að berjast við og reyna að draga á land. En stundum koma tittir á land og þá kastar maður bara aftur. Og það er kannski partur af því að gagnrýna sjálfan sig að reyna að sjá fallegu fiskana í aflanum og auðvitað hættir manni til að finnast allur aflinn fagur. En ég er með gott fólk við hliðina á mér sem lætur í sér heyra ef ég fer út af sporinu. Svo kemur bara í ljós hvað lesendum finnst. Maður stjórnar því ekki sem betur fer.“ /PF Skepnur eru vitlausar í þetta BÓKAÚTGÁFA :: Eyþór Árnason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.