Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 23

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 23
232 01 8 Sigþrúður Friðriksdóttir Franskar vöfflur 250 g smjörlíki 250 g hveiti 1-2 dl vatn Aðferð: Hnoðað saman og geymt í kæli yfir nótt. Deigið flatt út með dass af hveiti. Gott er að nota staup til að búa til kökurnar, síðan eru þær flattar út á sykri á aðra hliðina og aðeins munstrað í kökurnar, t.d. með kjöthamri. Bakað við 180- 200°C, ljósbrúnar eða eftir smekk. Settar saman með smjörkremi. Guðmunda Guðmundsdóttir Hálfmánar 500 g hveiti 250 g sykur 200 g smjörlíki ½ tsk hjartarsalt 1 tsk lyftiduft 1 egg 1 dl mjólk kardimommudropar sulta Aðferð: Hnoðað, flatt út og mótað með hringmóti. Sulta sett í miðjuna á kökunni og síðan brotið til helminga og brúnunum þrýst saman með gafli. Bakað við 180-200°C. Guðrún Erla Hrafnsdóttir Sörur 260 g möndlur 230 g flórsykur 4 eggjahvítur Aðferð: Hakkið möndlur eða notið möndlumjöl, þeytið eggjahvítur mjög vel. Blandið möndlumjölinu og flórsykri vel saman og loks stífþeyttu eggjahvítunum. Sett með teskeið á plötu með bökunar- pappír. Bakið við 180°C í u.þ.b. 11-13 mínútur. Krem: 120 g sykur 1 dl vatn 4 eggjarauður 1½ msk kakó 260 g mjúkt smjör Aðferð: Vatn og sykur sett í pott og soðið þar til fer að þykkna. Kælið sykurlöginn aðeins. Stífþeytið eggjarauður. Hellið sykurleginum varlega út í eggjarauðurnar og þeytið vel. Blandið smjöri og kakói saman við og hrærið vel þar til kremið hættir að vera aðskilið. Kreminu er smurt á kalda botnana. Hjúpað með suðusúkkulaði. Gott er að frysta kökurnar aðeins með kreminu áður en þær eru hjúpaðar með suðusúkkulaði. Ingibjörg Sigurðardóttir Blúndukökur 100 g smjörlíki 1 tsk lyftiduft 1 msk hveiti 1 egg 1½ dl sykur 3 dl haframjöl 1 tsk vanilla Aðferð: Bræðið smjör og hellið yfir hafragrjón og hrærið. Þeytið saman eggi og sykri, bætið hveitinu saman við það og að lokum smjörinu. Settar með teskeið á plötu með góðu millibili. Bakið í 8-10 mín. við 200°C. Bakaðar fyrir jól og geymdar í dunk, þá er ekkert eftir nema skella rjóma á milli þegar von er á gestum. Þorbjörg Bjarnadóttir Beikonrúlla 1 stk. rúllutertubrauð 1 stk. beikon smurostur 2 msk rjómi 4 msk majónes 250 g skinka 12-14 beikonsneiðar ½ dós gular baunir 2 eggjahvítur 1 msk majónes Aðferð: Steikið beikonið og þerrið. Setjið pott á elda- vélarhellu sem er stillt á lágan hita. Setjið smurostinn með smá safa af baununum í pottinn og hrærið í þar til osturinn er orðinn mjúkur. Bætið rjómanum og majó- nesi út í og blandið vel saman. Skerið beikonið og skinkuna í bita og blandið saman við. Hellið blöndunni yfir rúllutertubrauðið og rúllið upp. Stífþeytið eggja- hvíturnar, blandið 1 msk af majónesi mjög varlega saman við og smyrjið utan á brauðtertuna. Bakið við 200°C í um 20 mín. eða þar til eggjahvítuhjúpurinn hefur fengið góðan lit. Bakkelsi úr Bólstaðarhlíðarhreppi Feykir heimsælir Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps Auður Ingimundardóttir Litlar jólapavlovur 6 eggjahvítur 300 g sykur 1½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar salt á hnífsoddi Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur. Skiptið deiginu niður í litlar kökur á pappírs- klædda ofnplötu. Bakið marengsinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hann og látið marengsinn kólna. Best að gera kökurnar kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina. Rjómakrem með Daim: 200 ml rjómi 2-3 msk flórsykur eitt stórt Daim-súkkulaðistykki eða Daimkurl Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið Daimið ansi smátt og blandið því varlega saman við rjómann með sleif. Setjið væna skeið af rjómakreminu á marengskökurnar. Skreytið kökurnar með alls konar berjum og hægt er að sigta smávegis af flórsykri yfir. Þorbjörg Bjarnadóttir Ribena chilisósa 2 msk Ribenaþykkni 2 msk sæt chilisósa 1 msk olía 1 tsk ferskt engifer, rifið safi og börkur af einni límónu Aðferð: Setjið allt í skál og þeytið saman. Berið fram t.d. sem ídýfu með rækjum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.