Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 24

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 24
2 01 824 5. DES. Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir 13. OG 14. DES. Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 17. OG 18. DES. Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir 20. OG 21. DES. Bjarki Karlsson bæklunarlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Ingibjörg Sigurðardóttir Engiferkökur ömmu 500 g hveiti 500 g púðursykur 250 g smjör 2 egg 1 tsk lyftiduft 1 tsk natron 2 tsk engifer 1 tsk negull 1 tsk kanill Aðferð: Öllu hnoðað saman. Gerðar litlar kúlur og flatt út með glasi. Bakað í 8-10 mín. við 200°C. 2 01 8 Allar Á bækurnar átta fást í tilbo›spakka á kr. 78.000. Ofangreint ver› er félagsmanna- ver› Sögufélags Skagfir›inga og b‡›st einnig þeim sem panta beint frá útgáfunni. Þeir sem grei›a fyrirfram fá bækurnar sendar bur›argjaldsfrítt. Annars leggst vi› bur›argjald. Þeir sem kaupa nýju bókina geta fengið 3. til 7. bindi með 20% afslætti Kennitala Sögufélagsins er: 640269-4649 Bankareikningur: 0310 - 26 - 11011 Safnahúsinu 550 Sau›árkróki Sími 453 6261 Netfang: saga@skagafjordur.is http://sogufelag.skagafjordur.is TILBOÐ kr.78.000 FYRIR ALLAR ÁT TA BÆKURNAR Bygg›asaga Skagafjar›ar er gefin út af Sögufélagi Skagfir›inga Þú getur pantað Byggðasögu Skagafjarðar með því að hringja í síma 453 6261. Einnig má senda tölvupóst á netfangið saga@skagafjordur.is Tilboðsverð á Byggðasögu Skagafjarðar • Fyrsta bindið um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kostar kr. 9.000 • Annað bindið um Staðarhrepp og Seyluhrepp kostar kr. 11.000 • Þriðja bindið um Lýtingsstaðahrepp kostar kr. 12.000 • Fjórða bindið um Akrahrepp kostar kr. 13.000 • Fimmta bindið um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kostar kr. 14.000 • Sjötta bindið um Hólahrepp kostar kr. 14.000 • Sjöunda bindið um Hofshrepp kr. 15.000 • Áttunda bindið um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 16.000 Útgáfa bókarinnar var styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. Sérfræðikomur í desember 2018 www.hsn.is Sigríður Þorleifsdóttir Laufabrauð 7 dl heit mjólk 50 g smjörlíki 2-3 msk sykur 1 kg hveiti ½ tsk hjartarsalt 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt Aðferð: Hveiti, sykur, hjartarsalt, lyftiduft og salt sett í hrærivélarskál. Mjólkin og smjörlíkið hitað að suðu og því blandað saman við hveitið smám saman og hrært á meðan (notið hnoðarann). Hnoðið eins og vélin ræður við og restin er hnoðuð á borði þar til deigið er sprungulaust. Breiðið kökurnar út eins þunnt og hægt er eða eftir smekk og notið disk til að móta þær (u.þ.b. 22 cm eða eftir því hvaða stærð hentar), u.þ.b. 40 kökur. Þá er bara eftir að skera eitthvað fallegt í kökurnar, muna svo eftir að pikka þær og þá er að steikja upp úr þeirri feiti sem hver vill. Gerið bara eina uppskrift í einu, það margborgar sig. Í sumar var haldinn svokallaður bændamarkaður á Hofsósi þar sem bændum var gefinn kostur á að kynna og selja sínar framleiðsluvörur. Tókst það vel til að leikurinn var endurtekinn þrisvar. Nú er ætlunin að opna enn á ný þann 8. desember milli kl. 13 og 16 í Pakkhúsinu á Hofsósi. Feykir hafði samband við Sigrúnu Indriðadóttur sem heldur úti Rúnalist á Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi hinum forna og forvitn- aðist aðeins um markaðinn. „Í rauninni stöndum við framleiðendur fyrir Jóla- Bændamarkaðnum, sem vorum í honum í sumar, en við Hildur Magnúsdóttir, framleiðandi Pura Natura, tókum að okkur að halda utan um þetta núna.“ Sigrún segir að fyrsti markaðurinn, sem haldinn var 30. júní á bæjarhátíðinni á Hofsósi, hafi tekist mjög vel, margir gestir, sem allir voru mjög áhugasamir, og salan góð. Síðan voru haldnir tveir markaðir til viðbótar á Hofsósi, vel sóttir og góð verslun. En svo var markaðurinn fluttur til og settur upp á Sveitasælu sem haldin var í Reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók. „Við framleiðendur viljum endilega halda Bænda- markaðinum áfram. Þjóðminjasafnið hefur gefið vilyrði fyrir húsinu áfram, við erum í rauninni að halda menn- ingarverðmætum á lofti en upprunalega var pakkhúsið geymsla fyrir matvæli meðal annars. Það að fá að gæða þetta tæplega 250 ára gamla hús lífi á ný er bara dásamlegt og sérstaklega viðeigandi. Matís, sem fór af stað með verkefnið, er einnig mjög ánægt með árangurinn, Þjóðminjasafnið fyrir lífið í húsinu og framleiðendurnir fyrir tækifærið. Bændamarkaðurinn á Hofsósi er klárlega kominn til að vera og mun bara dafna, verða stærri og flottari,“ segir Sigrún. /PF Sigrún Indriðadóttir stendur vaktina á bændamarkaði í sumar. MYND: FE Markaðurinn á Hofsósi kominn til að vera Bændur selja afurðir sínar á jólamarkaði á Hofsósi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.