Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 25

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 25
252 01 8 Hil- mar Örn Ég hef því tekið á það ráð að koma með nokkrar góðar jólagjafahugmyndir fyrir ykkur, kæru lesendur, sem von- andi nýtast ykkur vel þegar kemur að því að velja fyrir unglinginn í fjölskyldunni og kosta ekki annan handlegginn eins og flest allt sem endar á jólagjafalistanum frá þeim. Allt undir 6.000 krónum UMFJÖLLUN Sigríður Garðarsdóttir Sniðugar jólagjafahugmyndir fyrir unglinginn Í gegnum árin hefur mér fundist erfiðast að finna góðar hugmyndir að sniðugum jólagjöfum fyrir unglinga á viðráðanlegu verði. Þá hef ég oftar en ekki endað á því að kaupa gjafabréf í fataverslunum, sem er ekki skemmtilegasta gjöfin að gefa, en krakkarnir yfirleitt sáttir því þeir geta þá valið sér eitthvað sjálfir. 66°North húfa Ég held að þetta sé eitt af því sem allir vilja eiga í dag þegar kuldinn sækir að okkur - góð og flott húfa fyrir bæði stráka og stelpur, nokkrir litir í boði. Kostar 6.000 á www.66north.is Stafabollar Skemmtileg gjöf sem er hægt að nýta á marga vegu, t.d undir blóm, penna og svo auðvitað sem drykkjarmál. Henta fyrir bæði stráka og stelpur. Kosta frá 1.990 og upp í 2.490. Fást í Blóma- og gjafabúðinni og Casa. Glacial flöskurnar Glacial – vinsælu sænsku flöskurnar sem halda köldu í allt að 24 klst. og heitu í 12 klst. eru fullkomnar í ræktina, skólann, vinnuna og alla útivist. Til í 260 og 400 ml. stærðum. Flöskurnar kosta 3.990 til 5.490 kr. og fást í Blóma- og gjafabúðinni. Stafahálsmen/armbönd – henta fyrir stelpur Inn á netversluninni www. myletra.is er verið að selja ótrúlega skemmtilegar og persónulegar gjafir. Þar getur maður valið um hálsmen eða armband með staf þess sem á að fá gjöfina. Hægt er að fá bæði hálsmenið og armbandið í gylltu og silfri. Hálsmenið kostar 5.990 kr. og armbandið kostar 4.990 kr. Gjafaöskjur fyrir strákana Hvaða strákur vill ekki lykta eins og Ronaldo! Hægt að fá nokkrar gerðir af skemmtilegum gjafaöskjum fyrir unga stráka hjá Wanitu. Þær kosta allar undir 6.000 kr. Lukkutröll Þessi tíska virðist vera að kollvarpa öllu enda er þetta mjög skemmtileg gjöf fyrir bæði stráka og stelpur því nú er hægt að fá þau í alls konar útfærslum eins og t.d. fótboltatröllið, tölvuleikjatröllið og hjúkrunartröllið. Nýjasta gerðin er í einni stærð og kostar 5.990 kr. Hægt að versla tröllin í Blóma- og gjafabúðinni þar sem hægt er að fá fleiri tegundir. Adidas inniskór Þeir sem eiga ekki eitt svona par ættu hiklaust að fá svona í gjöf. Mjög nytsamlegir og endingargóðir inniskór sem henta fyrir bæði stráka og stelpur. Kosta bara 4.990 kr. í Skagfirðingabúð og helstu íþróttaverslunum. Stjörnumerkja- plattar Hér er komin önnur skemmtileg og persónuleg gjöf sem er flott inn í unglingaherbergið og hentar fyrir bæði stelpur og stráka. Hægt er að fá nokkra liti í hverju og einu stjörnumerki. Kosta 5.990 kr. í bleiku og bláu litunum. Fást í Blóma- og gjafabúðinni. Íþróttatöskur Held að þetta sé eitt af því sem myndi hitta í mark hjá öllum unglingum sem stunda íþróttir af einhverju tagi – henta fyrir bæði stráka og stelpur og kosta undir 6.000 kr. Hjá www.jakosport.is er hægt að fá bæði fleiri gerðir og fleiri liti. Skagfirðingabúð selur þær í Tindastólslitunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.