Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 29

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 29
292 01 8 Öku- og bifhjólakennsla - Aukin ökuréttindi - Vörubifreið - Hópbifreið - Leigubifreið - Eftirvagn Akstursmat til endurnýjunar ökuskírteinis Öll vinnuvélaréttindi & 892 1790 Birgir og 892 1390 Svavar Þvottahúsið Perlan Hvammstanga Þvotta- og ræstingarþjónusta. Tökum að okkur heildarlausnir með þrif, þvott og línleigu fyrir gistingu. Þökkum viðskiptin á árinu og gleðileg jól. Óskum öllum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Selma & Tómas HÓTEL TINDASTÓLL - MIKLIGARÐUR info@arctichotels.is / www.arctichotels.is Sími 453 5002 / 453 6880 Hjá bókaútgáfunni Merkjalæk hafa komið út þrjár bækur þetta árið; Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla, sem hefur að geyma húnvetnskar þjóðsögur á þýsku, Vatnsdæla saga á nútímamáli með nýjum kaflaheitum og með myndum eftir Guðráð B. Jóhannsson og nú fyrir jólin er svo spennusagan Út í nóttina nýjasta afurðin á jólabókamarkaðnum. Höfundur bókarinnar er Sigurður H. Pétursson, sem hefur búið og starfað sem héraðsdýralæknir í Austur Húnavatnssýslu síðan 1973 en hann stendur einnig að baki Bókaútgáfunni Merkjalæk sem staðsett er í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Sagan gerist í afskekktu héraði á Norðurlandi þar sem Helga, 15 ára, fer af stað úr skólanum í myrkri og ætlar að ganga heim. Þegar hún skilar sér ekki heim upphefst mikil en árangurslaus leit. Hvað varð um Helgu er spurning sem allir vilja vita svarið við. Feykir fékk Sigurð til að segja frá sögunni. Hvernig varð hugmyndin að sögunni Út í nóttina til? -Hugmyndin kviknaði í kollinum á mér og þróaðist svo stig af stigi í nokkra mánuði áður en ég fór að skrifa. Eftir að ég fór að skrifa breyttist margt í meðförunum frá því sem það var hugsað upphaflega. Er hægt að þekkja einhverjar persónur sögunnar úr raunveruleikanum? -Ef ein-hver telur sig þekkja ákveðið fólk sem fyrirmynd að einhverjum persónum í sögunni er það tilviljun. Ég hef ekki neina fyrirmynd af persónunum, þær urðu bara til í kollinum á mér. Hvað hefur þú unnið lengi við bókina? Sagan þróaðist hjá mér í nokkra mánuði áður en ég fór að skrifa. Ég settist við skriftir í ársbyrjun og lauk við söguna í byrjun september. Var eitthvað sem kom þér á óvart við gerð bókarinnar? -Það sem kom mér helst á óvart var hvernig hugmyndir komu óbeðnar og hugurinn varð frjórri við það að setjast fyrir framan tölvuna og skrifa. Þá breyttist oft sagan og tók nýja stefnu frá því sem ég hafði upphugsað áður en ég settist við tölvuna. Það að vera að skrifa opnar hugmyndagáttina. Hefur þú gefið eitthvað út áður? -Ég hef ekki samið skáldsögu áður en skrifað dálítið af greinum í Húnvetning sem ég ritstýrði í fimm ár. En eftirfarandi bækur hafa komið út hjá okkur, Bókaútgáfunni Merkjalæk: Bræðravíg á Balkanskaga, 2009, Para- dísarstræti, 2013, Smalinn, 2014, Hún- vetnskar þjóðsögur, 2016, Isländische Volkssagen aus Húnavatnssýsla, 2018, Vatnsdæla saga, 2018, og Út í nóttina, 2018. /PF Sigurður með Paradísarstræti sem kom út árið 2013. MYND AF FACEBOOK Það að vera að skrifa opnar hugmyndagáttina BÓKAÚTGÁFA :: Sigurður H. Pétursson sendir frá sér Út í nóttina

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.