Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 31

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 31
312 01 8 - Heilir og sælir lesendur góðir. Löng dagskrá hefur á síðustu vikum dunið í eyrum okkar landsins barna hjá fjölmiðlum vegna máls sem kallað er Braggamálið í Nauthólsvík. Að spurðum þeim ósköpum öllum orti Ingólfur Ómar: Látið hefur frjáls og fús fé úr okkar sjóði. Glaður syngur braggablús borgarstjórinn góði. Lágkúrulegur var talið að bragginn yrði ef ekki kæmu til gróðursetningar danskra stráa í hlaðvarpanum. Ingólfur yrkir: Sannan blús ég söngla vil sem að tengist pólitík. Nú er kominn tími til að tína strá í Nauthólsvík. Í leiðinda veðrakafla í októbermánuði verða þessar hringhendur til hjá Ingólfi: Stikar létt um strönd og lá stormur glettu meður. Upp við klettinn aldan grá yggld og grettin kveður. Norðan rosinn nístir brá næðir um kvos og vengi. Hrími flosuð hélustrá hníga á frosið engi. Eins og lesendur vita gleðst undirritaður við að finna í dótinu vísur eftir Vilhjálm, bónda á Brandaskarði. Næsta vísa mun vera eftir hann og minnist ég þess ekki að hafa heyrt fyrr svo tekið til orða eins og gert er í síðustu hendingunni. Lífs í erjum afvega eldur hverfur hugsjóna. Myrkrið herjar harðlega hróðrar ferju veikbyggða. Eitt sumar varð sá atburður á Brandaskarði að ein kýrin á bænum kom sér til beitar upp á þaki bæjarins. Tókst ekki betur til en svo að hún steig niður úr þekjunni og varð þá bóndi snarlega að framkvæma björgunaraðgerðir. Að þeim loknum varð þessi til: Beljan upp á búrið gekk brast í gömlum fúa röftum. Villi skell og skaða fékk en skrattinn hló af öllum kröftum. Þar sem nú er fjallað um íslenska kúa- stofninn, rifjast upp vísa sem ort var í Blöndudalnum fyrir talsvert mörgum árum síðan. Svo bar til að Sölvi Sölvason, sem þá var bóndi á Syðri-Löngumýri, þurfti að leiða kú á milli bæja. Hafði hann með sér vinnumann til að styðja við kúna yfir mestu svellin. Í för með þeim slóst stúlka að nafni Elínborg og þegar leið á ferðina sagði hún Vísnaþáttur 724 í glettni við þá félaga að þeim væri nær að styðja við sig á svellunum heldur en beljuna. Orti þá Sölvi: Fyrðar gleiðir fara um torg framhjá sneiða af vana. Ennþá beiðir Elínborg enginn leiðir hana. Ennþá tekst mér að tína upp úr dótinu úrvals vel gerðar vísur sem urðu til þegar snillingarnir svokölluðu ortu í útvarpið veturinn 1955. Veit því miður ekki hverjir hafa botnað svo vel fyrri parta stjórnandans en bið lesendur endilega að hafa samband hafi þeir upplýsingar þar um. Vel er þessi fyrri partur botnaður og lipur hringhenda verður til: Vopnum sóttur feigðar fljótt flýg ég ótta hraður. Brott frá drótt um dimma nótt dæmdur flóttamaður. Flott er skotið hjá hagyrðingum í næsta botni. Eiga trú sem flytja fjöllin flestir okkar bestu manna. En eigi að moka mykju á völlinn minnkar rosti höfðingjanna. Hálf fúl er byrjun á næstu hringhendu en einn snillingurinn finnur botn við hæfi. Leiðir allar einn ég geng undan hallar fæti. Oft ég lalla í einum keng eftir Vallarstræti. Rakst á í dóti mínu að ég tel óskaplega vel gerða hringhendu. Höfundur hennar er Ragnar Ágústsson, frá Svalbarði, og er þar hausthljómurinn skýr. Fjörðinn lykja freðin naust fjöllin slikja vefur, sundin blika bárulaust bundin kvika sefur. Fyrir skömmu birti ég nokkrar vel gerðar vísur eftir hina dugmiklu konu og snjalla hagyrðing, Rakel Bessadóttur frá Þverá. Hef nú fengið fleiri vísur til birtingar eftir þessa ágætu konu, sem ég þakka fyrir. Munu þessar ortar á efri árum hennar: Lífs á söndum leiðin dvín, liggur önduð staka. Óma löndin eru mín undir böndum klaka. Áður þrátt ég yndis naut - við illt ég mátti glíma. Lifi ég sátt við liðna þraut líður að háttatíma. Fallegar hringhendur þar á ferð og bið lesendur þar með að vera sæla að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.