Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 32

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 32
2 01 832 „ „Sem betur fer er ég lágvaxin, svo ef þú varst á áhorfendapöllunum þá kannski sástu ekki hvað ég var miklu eldri en hinir krakkarnir. Þar sem ég var ekki með neinn skráðan tíma, og ekki hægt að setja mig í riðil með sundfólki sem gætu verið á svipuðum hraða og ég, synti ég bara með 7-9 ára krökkunum...“ Malen Rún fæddist á Sauðár- króki 11. desember 1995 dóttir Eiríks Hilmissonar, gítarleikara, hljóð- og sjómanns og Bergrúnar Ingimarsdóttur, húsmóður og Herbalife dreif- ingaraðila, næst yngst fimm systkina. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur í ágúst árið 2001 og því fór Malen ekki í skóla á Sauðárkróki heldur byrjaði í Hlíðaskóla í Reykjavík. Hún er nýútskrifuð með BA gráðu í almannatengslum (e. communication), býr í Reykjavík og vinnur í ferðamanna- bransanum. Í byrjun árs 2012 kynntist Malen Degi Ebenezerssyni, sem vann í búðinni á „horninu“. Sá átti þann draum að fara til Bandaríkjanna á golfstyrk og talaði um íslenska íþróttamenn sem höfðu fengið styrk til að læra í Bandaríkjunum. Það var fjarstætt því sem Malen hafði hugsað sér að gera í lífinu enda aldrei þótt sérstaklega góð í íþróttum að eigin sögn. Hún var alltaf langyngst og minnst alls staðar og átti því erfitt með að láta ekki vaða yfir sig. Hún var þó lengi í dansi, byrjaði á Sauðárkróki, og æfði sund í tvo vetur þegar hún var yngri. Í ágúst 2014 fór Dagur í nám til Norður Karólínu í lítinn einkarekinn skóla sem heitir Catawba College og fékk náms- og íþróttastyrk. Þá átti Malen eitt ár eftir í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og var sjálf ekki viss um hvort hún ætlaði í háskóla eftir stúdentinn. „Það var mjög erfitt að kveðja hann, og sá ég fram á fjögur erfið ár í fjarsambandi. Planið var upphaflega að hann myndi fara út og klára sitt nám og lifa sinn draum og ég myndi vera hér heima og kannski fara í háskóla eða kannski vinna. Eftir tæplega mánuð í fjarsambandi hugsaði ég með mér að ég gæti ekki gert þetta í fjögur ár í viðbót, og fór að skoða hvort ég gæti ekki bara komið þarna út líka. Dagur athugaði hvort það væru alþjóðanemendur við skólann sem væru ekki í íþróttum en það virtist ekki vera, enda um 40% nemenda í einhverri íþrótt,“ segir Malen. Á þeim tíma var vinkona hennar úr MH að fara í gegnum það ferli að koma sér á íþróttastyrk til Bandaríkjanna og hvatti Malen til að byrja að æfa einhverja íþrótt og freista þess að komast á íþróttastyrk. „Mér fannst hún alveg klikkuð, enda langflestir sem fá styrki íþróttafólk sem hefur æft allt sitt líf. Ég ákvað samt að skoða þennan kost og fór á vefsíðuna hjá skólanum og athugaði hvaða íþróttir væru í boði og þar var m.a. sund. Ég fór því að skoða hvaða sundfélög væru hér í nágrenninu og komst að því að KR væri með hóp tvisvar til þrisvar í viku fyrir krakka á menntaskólaaldri sem vildu synda en væru ekki og stefndu ekki á að verða afreksmenn. Ég ákvað því að fara á æfingu með KR sund, afsakið Tindastóll, og athuga hvort ég gæti komist á íþrótta- og námsstyrk til að upplifa bandaríska drauminn með Degi mínum.“ Synti með 7-9 ára krökkum Malen segir fyrstu æfinguna hafa verið mjög erfiða og oft reynst erfitt að koma sér á æfingar. „Allir krakkarnir sem voru með mér í hóp höfðu æft sund í mörg ár og voru með mjög góðan grunn og góða tækni. Sem betur fer voru þjálfarar hópsins og krakkarnir Ákvað að synda sig inn í bandarískan háskóla Ævintýraleg skólaganga Malenar Rúnar Ýmsar leiðir eru færar fyrir ungt fólk sem langar að mennta sig í útlöndum og nú síðustu ár hafa margir komist á íþróttastyrk til Bandaríkjanna. Malen Rún Eiríksdóttir er ein þeirra en saga hennar er nokkuð frábrugðin öðrum þar sem hún hafði ekki stundað neinar íþróttir. Ákvað hún að láta það ekki stoppa sig og munstraði sig á sundæfingar sem svo skiluðu þeim árangri að hún komst á námsstyrk í Catawba College í Norður-Karólínu. VIÐTAL Páll Friðriksson til í þetta ævintýri með mér og studdu við bakið á mér. Ég var einnig hjá einkaþjálfara í ræktinni, einkaþjálfara í sundi og svo fékk ég að mæta á æfingar hjá afreksunglingum KR nokkrum sinnum. Þau voru ekkert smá góð, en það var oft vandræðalegt og erfitt að vera 6-8 árum eldri en allir á sundbrautinni, en ég lét mig hafa það,“ segir Malen sem keppti svo á sínu fyrsta sundmóti degi fyrir 18 ára afmælisdaginn. „Sem betur fer er ég lágvaxin, svo ef þú varst á áhorfendapöllunum þá kannski sástu ekki hvað ég var miklu eldri en hinir krakkarnir. Þar sem ég var ekki með neinn skráðan tíma, og ekki hægt að setja mig í riðill með sundfólki sem gætu verið á svipuðum hraða og ég synti ég bara með 7-9 ára krökkunum, sem voru líka að keppa í fyrsta sinn.“ Malen segir að ágætlega hafi gengið á fyrsta mótinu og næsta mót var tveimur mánuðum seinna. „Ég fór á fullar æfingar og ákvað að taka þátt í 50 metra skriðsundi og bringusundi. Það voru einu tímarnir sem ég Fyrsta stóra sundmótið í febrúar 2015. gat sent út til að athuga hvort ég gæti fengið styrk og verið með Degi,“ segir Malen en eftir mótið, sem fram fór í febrúar, gat hún loks sent tíma út og myndbönd af henni synda. „Ótrúlegt en satt, þá sagði þjálfarinn já við mér! Það eina var, að hún hafði ekki pening til að veita mér íþróttastyrk en hún lagði inn umsókn um námsstyrk

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.