Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 35

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 35
352 01 8 „Ég er fædd og uppalin í Þýskalandi, nánar tiltekið í Austur-Þýskalandi. Heima- bærinn minn, Rheinsberg, er um 90 km norður af Berlín, lítill huggulegur bær með stórbrotna sögu og ríkt menningarlíf,“ segir Evelyn sem ólst upp með tveimur bræðrum. Hún segir tónlist hafa skipað stóran sess á heimilinu og spilaði hún m.a. á blokkflautu og hóf að syngja í blönduðum kór tólf ára gömul með foreldrum sínum. „Þar fékk ég alltaf það Ákvað að skoða heiminn eftir að múrinn féll og endaði á Íslandi VIÐTAL Páll Friðriksson Evelyn Ýr Kuhne ferðaþjónustubóndi á Lýtingsstöðum Evelyn Ýr Kuhne býr á Lýtingsstöðum í Skagafirði ásamt eiginmanni sínum, Sveini Guðmundssyni, og syni þeirra Júlíusi Guðna, 15 ára. Þau eru með nokkurn búskap, um 100 kindur og um 100 hross ásamt því að reka ferðaþjónustu frá árinu 2000 og standa því frammi fyrir 20. starfsári þeirra. Fyrir utan það að vera húsmóðir og ferðaþjónustubóndi með breitt starfssvið vinnur Evelyn sem leiðsögumaður, er stundakennari í Háskólanum á Hólum og sinnir ýmsum sjálfboðastörfum í samfélaginu. Feykir hafði samband við Evelyn og bað hana að segja frá sjálfri sér, upprunanum, ástæðu þess að hún endaði sem bóndi á Íslandi og að sjálfsögðu frá jólunum. hlutverk að kynna kórinn og lögin á tónleikunum, enda ófeimin að tala fyrir framan fólk. Yngri bróðir minn lærði á fiðlu og píanó þannig að við sungum og spiluðum oft saman, ekki síst á jólunum. Þegar ég var sextán ára fór ég í heimavistarskóla sem var eins konar menntaskóli. Múrinn féll sama haust en það er önnur saga. Eftir að ég tók stúdentspróf, átján ára gömul, tók ég mér smá pásu til að skoða heiminn enda varð hann allt í einu opinn fyrir okkur. Ég dvaldi sem Au-Pair í Dublin og þetta var magnaður tími sem ég held ennþá mikið upp á.“ Eftir að Evelyn kom heim frá Írlandi fór hún í háskóla sem hún útskrifað- ist úr fimm árum seinna með mastersgráðu í menningar- fræði. „En á meðan ég var í háskólanámi kom ég til Íslands. Planið var að stunda tveggja mánaða verknám á þýskri menningarstofnun í Reykjavík. En ég átti draum síðan ég var barn og byrjaði í hestamennsku tíu ára gömul – að ríða íslenskum hestum á tölti. Draumurinn stækkaði með árunum og var ekki eins fjarstæður eftir að múrinn fell. Á hestbaki yfir hálendi Íslands hét stóri draumurinn minn og lét ég hann verða að veruleika áður en verknámið hófst. Sveinn, gjarnan kall- aður Kunningi, leiddi hópinn yfir Kjöl og bauð mér heim í lok ferðarinnar. Þá var ekki aftur snúið og hér hef ég verið síðan 1995.“ Evelyn segir að ýmislegt hafi komið henni á óvart á Íslandi, margt sem hún hefði hvorki séð né kynnst áður. „Ýmislegt matartengt til dæmis. Ég mun aldrei gleyma því að hafa smakkað sæta kartöflustöppu í fyrsta skiptið. Ég átti ekki von á því að hún væri sæt og hef ekki vanist því ennþá. Annars var ég með opinn huga fyrir öllu sem tilheyrir Íslandi, tungumálið, menningin, sagan, fólkið ….og ég held að ég hafi aðlagast samfélaginu nokkuð vel. Vinir mínir segja stundum að ég sé meiri Íslendingur en þeir.“ Fyrir fáeinum árum fékk Evelyn íslenskan ríkisborgara- rétt og er nú bæði, fæddur Þjóðverji og Íslendingur, að eigin vali, eins og hún segir og þykir henni það flott blanda. Torfhesthúsið vinsælt Ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum frá árinu 2000 og hefur þróast mikið á þeim tveimur áratugum sem senn fara að fyllast. Að sögn Evelyn var boðið upp á örfáar lengri hestaferðir í upphafi en svo var styttri ferðum bætt við og gestum fjölgaði í kjölfarið með fjölbreyttari ferðamöguleikum. Seinna jukust gistimöguleikarnir þegar keypt voru tvö lítil gestahús og fljótlega bættist þriðja húsið við. Í kjölfarið opnaðist grundvöllur til að hafa opið á veturna einnig. „Eftir að ég fór í leiðsögunám sá ég fleiri tækifæri í móttöku gesta og kynningu íslenska hestsins. Við þróuðum dags- ferð frá Akureyri í kjölfar fræðsluprógramms sem heitir Horses & Heritage. Það varð til þess að ég lét mig aftur dreyma haustið 2014. Þessi draumur hét Hesthús úr torfi og varð að veruleika sumarið 2015. Torfhesthúsið okkar er nú orðið vinsælt og við tökum á móti erlendum sem innlendum hópum og einstaklingum allan ársins hring. Í torfhúsinu eru margir gamlir munir tengdir íslenska hestinum og sögu hans og mér finnst æðislegt að leiðsegja fólki um húsin. Það blómstrar sem maður brennur fyrir, las ég einhvers staðar og þessi draumur sem ég átti og fékk að framkvæma er mitt hjartans mál. Hér get ég nýtt mér mína menntun, áhugann og ekki síst ástríðu mína fyrir Íslandi til að tengja saman og byggja upp bæinn okkar og viðhalda sögu hans á vissan hátt.“ Nonni og Manni skópu draum Á Íslandi hafa fastir jólasiðir haldist lengi. Þannig hefjast jólin kl. 18.00 á aðfangadag, Fjölskyldan á Lýtingsstöðum, Sveinn kunningin, Júlíus Guðni og Evelyn Ýr, með tvo gæðinga. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Snemma beygist krókurinn. Hestaáhuginn hefur lengi fylgt Evelyn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.