Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 38

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 38
2 01 838 Ljúffengir réttir með lítilli fyrirhöfn UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir Úr ofninum hjá Nönnu Rögnvaldar Eins og svo oft áður á matreiðslubóka- höfundur Íslands, Nanna Rögnvaldardóttir, forvitnilega matreiðslubók í jólabóka- flóðinu. Nanna hefur sent frá sér meira en tuttugu vandaðar matreiðslubækur síðustu tvo áratugi og eru viðfangsefnin afar fjölbreytileg. Feykir hafði samband við Nönnu í þeim tilgangi að forvitnast aðeins um nýju bókina. margar atrennur áður en ég er ánægð – og svo er ýmislegt sem ég átta mig á að bara gengur ekki. En ég hendi aldrei neinu, það fer bara á kvöldverðarborðið hjá mér þótt ég sé ekki 100% ánægð.“ Hvernig viðtökur hefur bókin fengið? „Bókinni hefur verið tekið afskaplega vel, satt að segja. Salan hefur verið góð og ég hef heyrt í mörgum sem hafa eignast hana og eru mjög ánægðir. Og það er ekki oft sem eru skrifaðir alvöru ritdómar um matreiðslubækur en ég hef fengið allavega tvo dóma um þessa og þeir voru báðir mjög jákvæðir.“ 2 01 8 „Beint í ofninn er hugsuð fyrir alla sem vilja elda góðan mat frá grunni með sem minnstri fyrirhöfn án þess að eyða löngum tíma í eldhúsinu,“ segir Nanna. „Ég miðaði við að maður ætti að geta lokið öllum undirbúningi á meðan ofninn er að hitna og svo er fatinu eða bakkanum bara stungið í ofninn og hægt að fara að gera eitthvað annað, þótt stundum sé svo einhverju hráefni sem þarf styttri tíma bætt við á miðjum bökunartímanum. Og svo er hún líka fyrir alla sem vilja ekki endilega rígbinda sig við uppskriftir því að hún er uppfull af hugmyndum og tillögum um breytingar og tilbrigði.“ Nú hafa sjálfsagt flestir upplifað það oftar en einu sinni að skorta hugmyndaflug þegar kemur að því að elda næstu máltíð og vera alveg tómur í höfðinu hvað það varðar, hvað þá ef um heila bók væri að ræða. Hvernig fæðast hugmyndir að heilli matreiðslubók? „Hugmyndina fékk ég, eins og flestar hugmyndir mínar, af því að hlusta á fólkið í kringum mig, hvað því þætti helst vanta. Ég ákvað að gera þessa bók í fyrravetur en átti þá raunar mikið efni og hugmyndir sem passaði inn í hana. Ég les mjög mikið um mat og matargerð, á ansi gott bókasafn og reyni að fylgjast með í matarheiminum og maður er alltaf að tína upp hugmyndir. Svo geri ég tilraunir, stundum heppnast þær svo vel að uppskriftin fer nánast óbreytt á bók, stundum þarf ég að gera Uppskriftir Nönnu FYRIR 2 Bakaðar eggaldinsneiðar Þetta er afskaplega einföld eggaldin-uppskrift og það eina sem þarf að hafa í huga er að það þarf að skera kartöflurnar í fremur smáa bita svo að þær nái að steikjast í gegn á sama tíma og það tekur eggaldinsneiðarnar að verða tilbúnar. Það vildi svo til að ég átti vel þroskaða kirsiberjatómata á grein þegar ég var að taka myndina og notaði þá í réttinn og það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég skoðaði útkomuna og sá hvernig tómatarnir komu út með fagurgrænu mintulaufinu var „þetta er nú bara svolítið jólalegt“ – þótt það sé annars ekki margt jólalegt við réttinn eða hráefnið. En auðvitað má alveg eins nota kirsiberjatómata í lausu eða bara tómatbáta. 1 eggaldin, um 300 g 3 msk olía 1½ tsk kóríanderduft 1 tsk kummin klípa af chiliflögum pipar og salt 350 g kartöflur, skornar í litla teninga 250 g kirsiberjatómatar nokkrar mintugreinar (má sleppa) Hitaðu ofninn í 210°C. Skerðu eggaldinið í fjórar sneiðar eftir endilöngu og skerðu „kinnarnar“ af ytri sneiðunum svo að báðar hliðar séu sléttar. Blandaðu saman 2 msk af olíu, kummini, chiliflögum, pipar og salti og penslaðu eggaldinsneiðar á báðum hliðum. Leggðu þær á ofnbakka eða í stórt, eldfast mót og dreifðu kartöflum og tómötum í kring. Dreyptu afganginum af olíunni yfir grænmeti og bakaðu í um 25 mínútur. Dreifðu e.t.v. mintu yfir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.