Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 39

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 39
392 01 8 FYRIR 2 Shakshuka með baunum Shakshuka eða shakshouka er arabískur réttur, vinsæll við allt sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf og hefur á seinni árum hlotið útbreiðslu víða um heim. Nafnið þýðir í rauninni bara „blanda“ og þetta er kássa úr tómötum, chili og oft papriku, lauk, hvítlauk, paprikudufti kummini og stundum ýmsu öðru – og svo eru egg brotin yfir og látin malla með þar til hvítan hefur hlaupið og er hvít og ógegnsæ. Ýmislegt fleira má setja út í shakshuka, til dæmis kartöflur, ætiþistla og baunir, og hér nota ég einmitt baunir út í réttinn til að gera hann matarmeiri. Reyndar er þetta einn þeirra rétta sem hentar vel til að nýta afganga af ýmsu tagi. ½ rauð paprika, skorin í bita ½ gul eða appelsínugul paprika, skorin í bita ½ rauðlaukur (eða venjulegur), saxaður 3–4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1 tsk paprikuduft ½ tsk kummin cayennepipar á hnífsoddi pipar og salt 2 msk ólífuolía 1 dós smjörbaunir (eða aðrar baunir) 1 dós saxaðir tómatar 4 egg steinselja, kóríander eða aðrar kryddjurtir Hitaðu ofninn í 180°C. Blandaðu grænmetinu, kryddinu og ólífuolíunni saman í eldföstu móti, helltu baunum og tómötum yfir og blandaðu vel. Settu í ofninn í 20 mínútur. Taktu mótið þá út, gerðu fjórar lautir í yfirborðið, brjóttu eitt egg í hverja laut og settu aftur í ofninn í 10 mínútur, eða þar til eggin hafa hlaupið. Stráðu kryddjurtum yfir. FYRIR 2 Buff með parmesankartöflum Það er einstaklega einfalt að baka buff og bollur í ofni, auk þess sem það er óneitanlega hollara en að steikja þetta úr feiti á pönnu. Ég geri oft bollur á þennan hátt og baka þær við 200°C í 18-20 mínútur og þær brúnast yfirleitt ágætlega á þeim tíma. Buffin þurfa heldur styttri tíma og brúnast kannski ekki að ráði en til að fá aðeins meiri lit á þau hækkaði ég hitann þegar ég setti þau í ofninn. Það kom sér líka vel fyrir kartöflubátana, þeir brúnuðust meira og urðu stökkari og betri en ella. 400 g lambahakk (eða annað hakk) 1 lítill laukur, grófrifinn 3 hvítlauksgeirar, pressaðir 1½ tsk óreganó, þurrkað 1½ tsk timjan, þurrkað pipar og salt 40 g parmesanostur, nýrifinn 2½ msk olía 2 bökunarkartöflur, skornar í 12–16 báta Laugardaginn 1. desember býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks til ókeypis fjölskyldu jólahlaðborðs á milli kl. 12:00 og 14:00 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Við vonum að allir þeir sem voru með okkur á síðasta ári mæti og nýjar fjölskyldur láti sjá sig. Allt er þetta ókeypis. Hins vegar er söfnunarkassi við innganginn þar sem gestum gefst tækifæri til að láta eitthvað af hendi rakna til góðs málefnis. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR RÓTARÝKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS 7 ára JÓLAHLAÐBORÐ RÓTARÝKLÚBBS SAUÐÁRKRÓKS 2018 ný pr en t e hf . / 11 20 18 hvor 150 g sveppir nokkrar timjangreinar (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200°C. Settu hakk og lauk í skál. Blandaðu hvítlauk, óreganói, timjani, pipar og salti saman, hrærðu 2/3 af kryddinu saman við og mótaðu 4 buff. Blandaðu afganginum af kryddinu saman við parmesanost og 2 msk af olíu, veltu kartöflunum upp úr blöndunni, settu þær í stórt eldfast mót og bakaðu í 20 mínútur. Hækkaðu hitann í 225°C, settu buffin í miðjuna, dreifðu sveppum yfir, penslaðu með olíu og bakaðu í um 12 mínútur. Skreyttu e.t.v. með timjani.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.