Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 41

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 41
412 01 8 Verum snjöll verZlum heima Vissir þú...? Að kaupa jólagjafir og annað til jólanna hér heima er stuðningur við samfélagið okkar. Njótum þess besta og jólahátíðarinnar saman. Þannig njótum við öll gleðilegra jóla. N ÝPR EN T EH F Fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17:00 verða ljósin á jólatrénu tendruð. Tréð verður reist við Blönduóskirkju. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá. Kveikt á jólatrénu CMYK% Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18 Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0 GRÁSKALI Black = 40% Black = 100% PANTONE PANTONE 278 C PANTONE 287 C Logo / merki BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar Hnjúkabyggð 33 540 Blönduós Sími: 455 4700 blonduos.is N ÝP RE N T EH F / M YN D : R Ó BE RT D A N ÍE L Nýlega kom út bókin „Ekki misskilja mig vitlaust!“ – Mismæli og ambögur – í samantekt Guðjóns Inga Eiríkssonar. Þar er að finna ýmislegt skemmtilegt sem ratað hefur úr munni fólks og hægt er að hlæja að. Hér má skemmta sér yfir nokkrum sögum úr bókinni sem Bókaútgáfan Hólar gefur út. EYÞÓR Í LINDU Athafnamaðurinn Eyþór Tómas- son, kenndur við sælgætisgerðina Lindu á Akureyri, var Skag- firðingur að uppruna, fæddur á Bústöðum í Austurdal, þar sem foreldrar hans bjuggu. Eitt sinn var Eyþór á ferðalagi um Skagafjörð með hópi fólks frá Akureyri. Hann var ákafur í að uppfræða samferðarfólk sitt um bæi, menn og málefni í þessum sögufræga firði og fór svo að einn úr hópnum sagði við hann: „Þú ert greinilega vel kunnugur hérna í Skagafirðinum.“ „Já, elskan mín, góðasta, biddu fyrir þér,“ svaraði Eyþór. „Ég er hér undan öðrum hverjum manni.“ Eyþór kom inn í Akureyrarapótek til að endurnýja birgðir af hjartatöflunum sínum sem hann var búinn með. Ekki mundi hann hvað þær hétu og þegar afgreiðslustúlkan brá sér á bak við til að ráðfæra sig við lyfjafræðing kallaði hann á eftir henni svo allir í búðinni heyrðu: „Æ, þú veist, þessar bleiku tussur sem stoppa hjartað þegar það byrjar að slá!“ ÁRNI Á BRÚNASTÖÐUM Árni Sæmundsson á Brúnastöðum í Fljótum átti ekki í erfiðleikum með að orða hugsanir sínar, þótt inn á milli leyndist þar ýmislegt torskilið. Árni fékk sér um árið nýjan frambyggðan Bedford-vörubíl með krana, sem þótti í þá daga framandi fyrirbæri, meðal annars vegna þess að ekkert var húddið. Þegar hann var spurður af félaga sínum hvernig vörubíllinn væri í laginu stóð ekki á svarinu: „Hann er svona beint niður að framan, með medalíu aftan á.“ Þegar Árni, sem var vörubílstjóri, lagði inn pöntun fyrir krana á vörubíl sinn, var hann spurður hvernig hann vildi hafa kranann. Hann svaraði: „Hafið hann bara sjávarmegin.“ LÁSI KOKKUR Lási kokkur var, og verður alltaf, þjóðsaga út af fyrir sig og varð aldrei kjaftstopp. Eitt sinn, þegar Lási vann í eldhúsinu á Hótel Heklu, var hann sendur með stóra og fagurlega skreytta rjómatertu til Zimsen. Hann hélt á tertunni með báðum höndum og gekk frá hótelinu, sem var við Lækjartorg, áleiðis að Zimsen-húsinu við Hafnarstræti. Þegar hann átti stuttan spöl ófarinn rak hann tærnar í og datt kylliflatur fram fyrir sig – með andlitið ofan í tertuna. Þessu óhappi lýsti Lási svo: „Ég rak gangstéttina í tærnar og missti andlitið í tertuna.“ VIGDÍS HAUKSDÓTTIR – drottning mismælanna Stjórnmálakonan Vigdís Hauksdóttir er tvímælalaust drottning mismælanna og hafa mörg af hennar „snjallyrðum“ flogið hátt og víða. Hún slær nú botninn í þessa syrpu: „Við skulum bara sjá til en ég er á engan hátt að stinga höfðinu í steininn.“ Vigdís í viðtali við Stöð 2, 12. september 2011. „Komið þið sæl – ég verð því miður að afboða forföll á sambandsþingið – óska ykkur góðs gengis. Kv. Vigdís.“ Tilkynning á Facebook- síðu Vigdísar þess efnis að hún komist ekki á sambandsþing ungra framsóknarmanna – eða hvað? Mismæli og ambögur Ekki misskilja mig vitlaust

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.