Feykir


Feykir - 12.12.2018, Qupperneq 1

Feykir - 12.12.2018, Qupperneq 1
Á dögunum sendi stjórn Matís frá sér fréttatilkynningu þess efnis að Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hafi látið af störfum eftir átta ára starf og hefur Oddur Már Gunnarsson tekið við forstjórastarfinu. Í haust komst Sveinn í fréttirnar eftir að hafa staðið fyrir heimaslátrun á bænum Birkihlíð í Skagafirði og selt afurðirnar á bændamarkaði á Hofsósi. Varð nokkurt mál úr því og endaði svo að MAST kærði athæfið til lögreglu. Sveinn sjálfur fann sig knúinn í þessar aðgerðir til að vekja athygli á veikri stöðu bænda og hvernig væri hægt að koma til móts við þeirra þarfir, og ekki síst neytenda, með lögleiðingu svo- kallaðra örsláturhúsa. Sjöfn Sigurgísladóttir, stjórnarfor- maður Matís, segir að það atvik hafi ekki ráðið úrslitum með uppsögn forstjórans. Gerður hafi verið starfs- lokasamningur sem byggðist á því að ekki ríkti lengur traust á milli stjórnar og forstjóra. „Það var ekki eitt einstakt atvik, þau voru fleiri. Það þarf að ríkja traust á milli aðila svo hægt sé að reka starfsemi sem þessa og forstjórinn er lykilaðilinn í því og ef ekki er traust er nú mjög erfitt um vik. Þetta snýst líka mikið um upplýsingar.“ Sjöfn segist aðspurð ekki geta sagt nákvæmlega hvort upplýsing- ar vanti eða hvort Sveinn hafi haldið upplýsingum leyndum. „Nei, ég er ekki að segja það. Þetta tengist upplýs- ingagjöf og trausti. Það er voða lítið annað um það að segja. Ekki eitt einstakt mál.“ Sveinn segir í samtali við Feyki vísa því alfarið á bug að skort hafi upp á upplýsingar af hans hálfu til stjórnar. Hann segist líta svo á að þar sé vegið að starfsheiðri hans og ýmissa starfs- Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Sveinn Margeirsson ásamt Rakel Halldórsdóttur, Matís, og Þresti Erlingssyni, bónda í Birkihlíð, en þau komu hvert með sínum hætti að bændamarkaði á Hofsósi þar sem reynt var fyrir sér með heimaslátrað kjöt í haust. MYND AF FB Maður ársins á Norðurlandi vestra Feykir auglýsir eftir tilnefningum Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Pálmi Ragnarsson í Garðakoti var kjörinn maður ársins fyrir árið 2017 en hann lést nokkrum mánuðum síðar úr veik- indum sem hann hafði lengi barist við. Nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2018. Til- nefningum skal koma til Feykis á netfangið feykir@feykir.is í síðasta lagi fyrir mið- nætti nk. sunnudagskvöld, 16. desember. Tilgreina skal fullt nafn, gera stutta grein fyrir viðkomandi einstaklingi og rök- styðja valið á einhvern hátt. /PF 47 TBL 12. desember 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 11 Hrefna Dögg og Guðmundur Henry eru matgæðingar vikunnar Partýréttir sem aldrei klikka BLS. 10 150 ár frá fæðingu séra Friðriks Friðrikssonar Skagfirðingur í húð og hár Solveig Pétursdóttir á Hofsósi er með ýmislegt á prjónunum Ánægðust með upphlutinn á yngstu dótturina Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Forstjóra Matís sagt upp störfum Vísar ásökunum stjórnarformanns á bug SÆLKERAFERÐ UM SKAGAFJÖRÐ Tilvalin jólagjöf fyrir vini og ættingja heima eða erlendis Eldað undir bláhimni er bæði á íslensku og ensku ÞÚ GETUR NÁLGAST EINTAK Í NÝPRENTI Hér er laust pláss! Hafðu samband í síma 455 7171 og tryggðu þér frábæran stað til að minna á þig eða fyrirtækið þitt – Feykir er sprækur sem lækur! manna Matís sem hafi sannarlega lagt mikið á sig við að taka saman upplýs- ingar fyrir stjórn sl. mánuði. „Ég get horft framhjá slíku hvað mig varðar, en framhjá slíku get ég ekki horft þegar kemur að öðrum starfsmönnum, enda byggja verðmæti Matís fyrst og fremst á mannauði fyrirtækisins og þeim metnaði og innviðum sem hann býr yfir. Matís hefur ítrekað farið athuga- semdalaust í gegnum endurskoðun Ríkisendurskoðunar og erlendra sam- keppnissjóða. Slíkum árangri er einungis hægt að ná með því að hafa skýra yfirsýn yfir reksturinn. Þeirri yfirsýn hefur verið miðlað eftir fremsta megni til stjórnar.“ Sveinn segist ekki hafa hugsað sér að elta ólar við einstök ummæli stjórnar- formanns hvað uppsögnina varðar þar sem ákvörðunin hefur verið tekin og með því þurfi allir að lifa. „Lífið heldur áfram og mig langar til að nota tækifærið og þakka öllum samstarfs- aðilum Matís í gegnum tíðina, sem og starfsfólki Matís, fyrir frábært samstarf. Markmið Matís eru skýr og ef rétt er á spilum haldið verður fyrirtækið áfram í fararbroddi í nýsköpun í lífhagkerfinu, Íslendingum öllum til heilla.“ /PF

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.