Feykir


Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Brynjar Þór gerði 48 stig í leiknum og allt voru það 3ja stiga skot. Það er Íslandsmet. MYND: GUNNHILDUR GÍSLADÓTTIR Dominos-deildin : Breiðablik – Tindastóll 82-117 Hvað er að gerast hérna!?! – Stórsýning í boði Brilla Brynjar klúðraði fyrsta 3ja stiga skoti sínu eftir 11 sekúndna leik en Stólarnir náðu frákastinu og Brilli fékk enn opnara færi og hamraði niður fyrsta þristi kvöldsins. Danero fylgdi þessu eftir með tveimur þristum og síðan tók Brynjar við á ný. Kópavogskempurnar gerðu sitt besta til að halda í við Stólana í þessari sýningu en vörn Tindastóls var skínandi fín í fyrri hálfleik þannig að heimamenn, sem kláruðu sóknir sínar hratt en með misjöfnum árangri, sáu Stólana fljótlega hverfa úr augsýn. Brynjar kláraði fyrri hálfleik með 33 stig, ellefu þrista og hafði enn ekki tekið skot innan teigs! Staðan 28-57 í hálfleik. Síðari hálfleikur hófst að sjálfsögðu með þristi frá Brilla en síðan kólnaði skothöndin aðeins og Thomas og Alawoya tóku við keflinu. Leikurinn jafnaðist heldur í síðari hálfleik en munurinn yfirleitt á bilinu 30-40 stig, Stólunum í hag. Varnarleikur Tindastóls varð heldur kæruleysislegri en framan af leik og heimamenn hirtu nokkra brauðmola undir körfu Stólanna sem alla jafna hefðu ekki verið í boði. Pétur og Helgi Margeirs skráðu nöfn sín í 3ja stiga dálkinn undir lok þriðja leikhluta og Hannes Ingi bætti við tveimur silkimjúkum í upphafi fjórða leikhluta. Þegar þarna var komið sögu var búið að geyma Brynjar á bekknum í dágóða stund en menn virtust vera spenntir fyrir því að hann reyndi við Íslandsmetið í þrist- um og hann kom til leiks á ný þegar sex mínútur voru eftir. Hann tók sér aftur einhverjar 90 sekúndur í að bæta við þremur þristum og var því kominn með 15 þrista og hvarf fljótlega af velli við dynjandi lófaklapp. Þá kom upp skondið atvik því ofan úr stúku rölti nú töl- fræðigúrú íslensks körfubolta, Varmhlíðingurinn Rúnar Birgir, og bar bekk Stólanna þær fregn- ir að Frank nokkur Booker hefði einnig sett 15 þrista í leik á síðustu öld. Þetta væri því bara Körfubolti :: 1. deild kvenna Tveir skellir Stólastúlkna Kvennalið Tindastóls skottaðist suður um helgina og spilaði tvo leiki í 1. deild kvenna gegn tveimur bestu liðum deildarinnar. UMFG - Tindastóll 94-66 Marín Lind gerði fyrstu stigin í Grindavík en síðan tóku heimastúlkur völdin og höfðu betur í öllum leikhlutum en staðan í hálfleik var 48-33. Lið Tindastóls átti ágætan þriðja leikhluta en heimastúlkur, sem rétt mörðu lið Tindastóls í Síkinu í haust, reyndust of stór biti að þessu sinni. Tess var stigahæst með 32 stig en næstar henni voru Marín Lind Ágústsdóttir með tíu stig og Eva Rún Dagsdóttir með níu en hún hirti líka átta fráköst. Frákastahæst var Kristín Halla Einarsdóttir með 11 stk. og þar af sex sóknarfráköst. Fjölnir - Tindastóll 99-80 Síðari leikur helgarinnar fór fram í Dalhúsi í Grafar- voginum en þar mættu stelp- urnar Kanalausu liði Fjölnis. Heimastúlkur náðu góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta, 30-18, og bættu við það í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 50-31. Lið Tinda- stóls beit enn á ný frá sér í þriðja leikhluta og minnkaði þá muninn í þrettán stig en Fjölnisstúlkur reyndust sterk- ari á lokakaflanum og sigruðu 99-80. Aðeins fimm stúlkur Tindastóls komust á blað í stigaskorinu og var Tess sem fyrr stigahæst, átti fínan leik með 42 stig og tíu fráköst. Líkt og í leiknum í Grindavík voru það Marín Lind og Eva Rún sem voru drjúgar í stiga- skorinu; Marín með 19 stig en Eva með 15. Kristín Halla og Valdís Ósk Óladóttir gerðu síðan tvö stig hvor og þar með er það upptalið. Kæru Tindastóls hafnað Tindastóll kærði á dögunum framkvæmd leiks liðsins gegn liði Þórs Akureyri en Þór vann þann naglbít. Framkvæmd leiksins þótti ekki til eftir- breytni og í kærunni fór lið Tindastóls fram á að verða dæmdur sigur í leiknum og til vara að leikurinn yrði spilaður á ný. Þórsarar kröfðust þess á móti að kröfum Stólanna yrði hafnað og varð það niður- staða aga- og úrskurðarnefnd- ar KKÍ. /ÓAB TORSKILIN BÆJARNÖFN palli@feykir.is Rannsóknir og leiðréttingar Margeirs Jónssonar Dæli í Víðidal (Avaldsdæl) Í Víðidalstungumáldaga 1394 stendur þessi klausa: …. Kirkjubóndi á að taka lýsistolla og heytolla af þessum bæjum ef bygðir eru … hrijsum, neðrum fytium, hvoli, og er hann í audn. Valldarasi. Svolu- stodum. Bacahlid. Auxnatung- um, gaffli. Raffnstodum. avallds- dæli, og er hun í auðn, og hlid. avalldzstodum. Kolugili. huar- fuigja (DL III. 539). Máldaginn hefir svo verið endurritaður árið 146l og eru sömu bæir taldir þar upp (DI. V. 3a8). Það er tæplega vafamál að Ávaldsdæli, sem bæði brjefin telja, er Dæli í Víðidal. Í síðara brjefinu er því slept að sú jörð sje í eyði, og hefir hún þó verið bygð. Ávaldsnafnið virðist svo alveg týnt eftir þetta (1461), a.m.k. finst það ekki í DI. úr því eða jarðabókum. Máld. brjefið sýnir líka, að Svölustaðir og Ávaldsstaðir o.fl. bæir sem nú eru í eyði, hafa verið bygðir 1461. Brjefin sýna líka, að Hrappstaðir í Víðidal hafa heitið Hrafnsstaðir, og er það töluvert algengt að Hrafns- í bæjanöfnum hefir breytst í Hrapps-, fyrst Hraffns-, stundum Hramns-, svo Hrapps-. Þá er það næsta merkilegt, að Ávaldsstaðir og Ávaldsdæli eru báðir í næstu sveit við landnám Ávalda Ingjaldssonar Skegg- Ávalda. „Hann bygði fyrstr at Hnjúk“, segir Hallfreðarsaga (bls. 40 o.v.). Bæjanöfnin styðja einmitt frásögn Hallfreðarsögu, því þau benda á að niðjar Ávalda (eða Ávaldi sjálfur) hafi búið í Víðidal, enda kemur Ávalds- nafnið hvergi annarsstaðar fyrir í íslenzkum fornritum. (Sjá um Skeggvaldastaði hjer síðar). Nú er bærinn venjulega nefndur Dælir (sem kk. eint. orð), en það er vitaskuld rangt. Í fornmáli var orðið kvk. dæl-, ef. dælar-, flt. dælar-, og beygðist því eins og lægð, för- (o-stofn), en í yngra máli er nf. flt. dælir (orðinn i-stofn), sem önnur orð þessa beygingarflokks. Ýms örnefni hafa og geymt eldri myndina dæl: t.d. Torfdæl, Merkidæl, Rjúpnadæl, o.fl. (DI. III. 558 o.v.). Á bæjanöfnunum hefir breytingin orðið mjög snemma. Dæl í Víðidal stendur hátt, en rjett við bæinn er breitt og stórt gil, sem bærinn dregur víst nafn af. Dæl er líka samst. við dal og hefir upphaflega þýtt lítil dala- drög. (T. bn. I. bls. l4). Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal. MYND AF FACEBOOK Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is metjöfnun. Svo Brilli var sendur inn á völlinn á ný við mikinn fögnuð áhorfenda. Nú reyndar tóku Blikar upp á því að spila vörn á kappann þannig að hann þurfti þrjár tilraunir til áður en metið var slegið. Hann endaði sem sagt með 16 3ja stiga körfur í 31 tilraun. Þó það hafi nú stundum litið þannig út þá var Brilli ekki alveg einn á vellinum. Lið Tindastóls spilaði á köflum flottan körfu- bolta, boltinn gekk hratt og vel í sókninni þannig að liðið upp- skar opin færi. Hraður leikur Blikanna varð líka til þess að boltinn gekk hratt karfa á milli. Alls tóku liðin 99 3ja stiga skot í leiknum og þar af tóku Stólarnir 60, settu 26 niður og nýtingin því 43%. Brynjar Þór var eðlilega stigahæstur með 48 stig, Danero Thomas var með 20 stig, Alawoya 19 stig, 11 fráköst og fimm stolna bolta og Pétur var með 13 stoðsendingar. Tindastóll fær Skallagrím í heimsókn á morgun, fimmtu- dag, og á sunnudag spila Stólarnir síðan bikarleik hér heima gegn Fjölni. /ÓAB Blikar buðu Brilla og félögum í Tindastóli upp í dans í Smáranum sl. sunnudagskvöld í frekar sérstökum körfuboltaleik. Samkvæmt Pétri Ingvarssyni, þjálfara Breiðabliks, ætlar hann að láta lið sitt spila svæðisvörn í vetur og það gerðu þeir svo sannarlega. Hún var reyndar ekki góð og gaf Tindastólsmönnum opin færi nánast allan leikinn. Þetta virtist Brynjari Þór Björnssyni þykja hin besta skemmtun því hann tók sig til og setti splunkunýtt Íslandsmet í 3ja stiga skotum – setti niður 16 þrista og virtist njóta sín nokkuð vel. Lokatölur voru 82-117 fyrir Tindastól sem situr sem fyrr á toppi Dominos-deildarinnar með jafn mörg stig og Njarðvík. 47/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.