Feykir


Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 12.12.2018, Blaðsíða 7
47/2018 7 stormum vetrarins og kasta sér fyrir borð og koma því svo fyrir að engan grunaði annað en um slys væri að ræða. Þar með var lausnin fengin. „Jeg sagði svo mömmu, að ég væri að hugsa um að fara til útlanda, og reyna hamingjuna til þess að ná mjer aftur upp úr þeim drykkjuskap sem jeg væri fallinn í. Hún var auðvitað leið af þessu en komst þó á þá skoðun, að þetta gæti ef til vill orðið til góðs.“ Svo kom að því að hinn ungi óhamingjusami maður gekk til skips en á leiðinni mætti hann vini sínum og bekkjarbróður, sem spurði hvert hann væri að fara. „Jeg ætla lengra en til Vestmannaeyja og styttra en til Færeyja,“ sagði hann því þar ætlaði hann að stinga sér í sjóinn. Til að gera langa sögu stutta fór það svo að á skipinu kynntist Friðrik manni sem eins var ástatt fyrir. Í stað þess að að taka hoppið í djúpin blá brá Friðrik sér í hlutverk sáluhjálparans og reyndi að hughreysta hinn dapra samferðamann og við það áttaði Friðrik sig á því hvernig fyrir honum sjálfum var komið. Snéri hann blaðinu við og ákvað að takast á við eigin vandamál. Friðrik komst til Færeyja og útvegaði sér vinnu og eignaðist marga góða vini. Hann varð fyrir trúarlegri reynslu sem fékk hann til að snúa aftur heim til Íslands og klára skólann en eftir stúdentsprófið fór hann svo til Danmerkur og kynntist starfi KFUM, þar hjálpaði hann drengjum sem bjuggu við erfiðar aðstæður. Á heimasíðu KFUM segir: „Þegar hann kom heim fór hann að læra í Prestaskólanum og undirbúa stofnun KFUM. KFUM stofnaði hann svo formlega 2. janúar 1899 og 29. apríl sama ár, eftir að stelpurnar höfðu þrýst á hann, stofnaði hann KFUK. Eftir þetta gaf Friðrik sig allan í starf KFUM og KFUK á Íslandi. Friðrik kom einnig að stofnun knattspyrnufélaganna Vals í Reykjavík og Hauka í Hafnarfirði. Einnig tók hann þátt í því að koma á fót bókasafni, kvöldskóla, bindindisfélagi, lúðrasveit og karlakór. Hann kom að stofnun skátafélags og síðast en ekki síst hófst sumarbúðastarf í Vatnaskógi fyrir hans tilstuðlan. En Friðrik hafði kynnst sumarbúðastarfi í Danmörku og því hvatti hann ungu mennina í KFUM á Íslandi til að byrja með samskonar starf. heimilinu; margar lánaði mjer sóknarpresturinn, prófastur Jón Þórðarson á Auðkúlu, eitthvert mesta ljúfmenni, sem jeg fyrir hitti í bernsku. Til marks um lítillæti hans og góðvild við mig má geta þess, að eitt sinn, er jeg var 13 ára, varð jeg svo hrifinn af kirkjuræðu hans 2. sd. eftir páska, að jeg dirfðist að biðja hann að lána mjer ræðuna að lesa og gerði hann það. - Sumar sögurnar fjekk jeg á öðrum bæjum: Landnámu í Tungunesi hjá Erlendi oddvita Pálmasyni, mentafrömuði og framfaramanni mestum um þær slóðir. Þá fjekk jeg Noregs- konungasögur á Tindum hjá ömmubróður mínum Jónasi Erlendssyni. Heimskringla og Snorra-Edda voru til heima og svo Njála. Við drengirnir lásum þessar sögur og lærðum marga kafla nær orðrjettar.“ Hjá vandalausum Um þetta leyti missti Friðrik föður sinn en hann hafði þá Svínavatnskirkju í smíðum, en dó frá henni ófullgerðri. Var hann á ferð á jólaföstu út í Höfðakaupstað á Skagaströnd, en lagðist á heimleið og andaðist á aðfangadag jóla að Höskuldsstöðum á Skaga- strönd, hjá vini sínum Eggert Ó. Briem, og var jarðaður þar. „Erlendur í Tungunesi tók mig þá það sem eftir var vetrar og gaf hann mjer forskrift og fór jeg þá fyrst að draga til stafs. Og einnig lærði jeg þar dálítið að reikna. Mamma hjelt áfram að vera í húsmensku á Svínavatni, en á þrettándanum næsta vetur lagðist hún í rúmið og lá rúmföst í næstu 8 árin. -Af þessu og líka vegna fjeleysis varð svo heimili okkar að uppleysast um vorið 1881. Jeg var þá 13 vetra. Hinn mikli sæmdarbóndi, hreppstjóri Ingvar Þorsteinsson í Sólheim- um, tók mömmu til sín og lá hún þar í nokkur ár. Jónas á Tindum tók Kristínu systur mína að sjer, þá þriggja ára gamla, og Þórður móðurbróðir minn tók Pál bróður minn, þá 5 ára gamlan. Jeg átti svo að fara í vist og verða smali. Jeg kveið ákaflega fyrir því að fara til vandalausra, bæði af því að jeg hræddist orðið „vandalausir“, því það hafði svo oft verið sagt við mig, þegar jeg lá í bókum í staðinn fyrir að gera eitthvert handarvik: „Þú kæmist ekki upp með þetta hjá vandalausum“, og svo af hinu, að mjer var svo ósýnt um kindur og alt er að fjárgeymslu laut. Jeg fjekk vist í annari sveit, að Síðu á Refasveit, sem liggur fyrir utan og ofan Blönduós og fór jeg þangað í byrjun júlí. Nú byrjaði nýr þáttur. Bernskan var liðin og æskan var að renna upp, en dimt var yfir þeim límamótum.“ Friðrik segir að í sér hafi verið kvíðahrollur við að fara til vandalausra en hjónin á Síðu, Magnús Bergmann Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir, reyndust honum vel og enn var hægt að sökkva sér í bókmenntir þrátt fyrir skyldu smalans í yfirsetu í afréttinni. „Jeg var látinn sitja yfir ánum í dalverpi einu uppi í fjöllunum. Það voru eitthvað um 50-60 ær. Mjer leiddist í hjásetunni og bað jeg húsmóður mína um prjóna og bætti það talsvert úr einverunni. Jeg stundi einu sinni upp með hálfum hug við húsbóndann, hvort jeg mætti hafa bók með mjer og leyfði hann það með því skilyrði að jeg glataði ekki af fjenu. Jeg fann þar í bókaskáp hans nýstárlega bók; það var Goðafræði Grikkja og Rómverja eftir Stoll, þýdd af Steingr. Thorsteinsson. Jeg fjekk að hafa hana með mjer. Þá breyttist alt. Þar uppi opnaðist mjer nýtt útsýni, fult af fegurð og ljóma. Jeg las og las og alt loftið í kringum mig varð fult af grískum guðamyndum. Til þess að missa ekki af leyfinu, stundaði jeg hjásetuna svo vel að aldrei vantaði hiá mjer. Þegar jeg ekki gat lesið og varð að reika um eftir ánum, var ímyndunarafl mitt á flugferð, Lifði jeg þá í hinu lesna eða jeg bjó til langar skáldsögur um framtíð mína. Þessir dag- draumar og loftkastalar voru mjer mikil fróun og styttu margar stundir. Jeg lærði af þessu, að það væri óþarft að láta sjer nokkru sinni leiðast, og alt af væri eitthvað, sem unt væri að skemta sjer við.“ Ástarsorg og sjálfsmorðspælingar Nú hlaupum við yfir sögu þangað sem Friðrik er orðinn námsmaður í Latínuskólanum í Reykjavík en þangað komst hann með miklum dugnaði og útsjónarsemi, ekki síst með fjármálin því ekki átti hann peninginn tiltækan í sjóði. Draumur Friðriks var að verða prestur og hugsaði hann sér að það mundi verða hans hlutverk í lífinu, að verða prestur í Goðdölum. En forlögin gripu í taumana með afgerandi hætti eftir að Friðrik hafði lent í svo djúpri ástarsorg að hann ákvað að stytta sér aldur. Á Sauðárkróki bjó stúlka sem Friðrik elskaði innilega og taldi sig eiga ást hennar vísa en einhver misskilningur kom upp í þeim efnum. Varð hann gripinn svo miklum leiða á sjálfum sér og fyrirlitningu að enga framtíð sá hann án hennar. „Hvað var varið í að vera stúdent? Eða einmana pokaprestur í einhverjum afkima? meira yrði jeg ekki; hefði jeg haft gáfur og glæsimennsku til að bera, hefði jeg efalaust unnið; en þetta var vottur um, að jeg væri ekki annað en umkomulaus drengræfill og yrði aldrei annað. Því þá ekki að auðvirða sjálfan sig, að eyðileggja sig sem fyrst og njóta þess á meðan það stæði yfir.“ Þannig voru hugsanir og tilfinningar Friðriks. Hann, bindindismaðurinn, ákvað því að gera það versta sem hann vissi, gekk rakleiðis inn á vínstofu á Hótel Ísland, pantaði toddý og drakk hvert glasið á fætur öðru. „Á þeim degi hófst för mín um hinn myrka eyðimerkur- kafla æfi minnar, sem nær því hafði enda tekið með skelfingu. Jeg fór að drekka, ekki af því að mig langaði í það; jeg hafði inngróinn viðbjóð á því, og engin tegund af því, sem jeg drakk, þótti mjer góð; jeg smakkaði sjaldan neitt áfengi nema þegar jeg ætlaði mjer að verða kendur. Mjer þótti ekkert gaman af að vera með öðrum í því, nema þá helst með einum eða tveimur inni. Jeg var sjaldan eða aldrei á almannafæri, og þoldi mikið, svo jeg varð aldrei út úr eða ósjálfbjarga. Jeg sleit sambandi við Good-templara, og saknaði samt Reglunnar mjög mikið. Allur lestur fór í handaskolum, og mjer stóð líka á sama um það.“ Lengra en Vestmannaeyja og styttra en Færeyja Þunglyndið sem nú tók yfir hjá Friðriki leiddi til þess að sú hugsun fór að þróast hjá honum að best væri að kasta lífinu frá sér. „Jeg ól þessa hugsun og gældi við hana og setti mjer fyrir sjónir allar mögulegar aðferðir til þess. Mjer fanst jeg líka vera of þreklaus til að nota ytri vopn. Þá væri eitur betra.“ Að vel athuguðu máli vildi hann ekki að móðir hans myndi vita að hann yrði sjálfsmorðingi. Trú hennar var að þá gæti hann ekki orðið sáluhólpinn, ef hann gerði verkið með fullu viti og ráði. „Jeg var viss um, að ef jeg dæi kristilega og skaplega, mundi hún bera það með stillingu sem hverja aðra sorg.“ Með þennan vilja fann Friðrik ráð til að stytta lífið án þess að nokkurn renndi í grun að væri af eigin völdum. Hann ákvað að taka sér ferð með skipi mitt í Séra Friðrik va bókhneigður frá unga aldri. Hér er hann í bókaherbergi sínu í KFUM. Borðhald í Vatnaskógi en þar kom Friðrik upp sumarbúðum KFUM.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.