Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.04.2020, Blaðsíða 2
26 liggja á sjúkrahúsi vegna COVID-19. Veður Suðaustan 8-15 m/s og rigning og súld með köflum, en heldur hægari vindur og lengst af bjart- viðri norðan- og austanlands. Samfelldari rigning um vestan- vert landið seinnipartinn, og lægir með kvöldinu. Hiti 5 til 13 stig að deginum. SJÁ SÍÐU 12 Skipti á þotuhreyfli og mótorhjóli Hilmar Foss, sem á safn ýmissa muna í Garði, tók í gær við nýjasta gripnum, Rolls Royce RB-211 þotuhreyf li sem hann fékk í skiptum fyrir mótorhjól. Slíkir hreyf lar voru fyrst notaðir á Lockheed Tristar breiðþotur. Ein slík f lýgur enn og er hún notuð til þess að koma gervihnöttum á loft. Hreyfillinn fær sess utandyra enda 5,1 tonn. „Ef svona hreyfill væri tengdur við rafal gæti hann séð Reykjanesi fyrir rafmagni,“ segir Hilmar. MYND/HILMAR FOSS SMÁRALIND OG LAUGAVEGUR 91 Drifter GV Nú kr. 14.995.- Kr. 29.990.- Silver Nú kr. 9.995.- Kr. 19.990.- 50% 50% Eir Nú kr. 8.495.- Kr. 16.990.- 50% 50% 50% Mía og Már Nú kr. 7.495.- Kr. 14.990.- Mía og Már Nú kr. 9.495.- Kr. 18.990.- 50% 50% Garri Barnastærðir Nú kr. 2.495.- Kr. 4.990.- Garri Barnastærðir Nú kr. 1.375.- Kr. 2.795.- VORDAGAR Vefverslun icewear.is frí heimsendi ng50% AFSLÁTTUR FERÐAÞJÓNUSTA Starfshópur sem ráðherra ferðamála skipaði um útfærslu ferðaávísunar er nú að störfum. Gefið hefur verið upp að hver ávísun verði upp á 5.000 krón- ur og heildarkostnaðurinn 1,5 millj- arðar. Auk starfsfólks ráðuneytisins eru fulltrúar Stafræns Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) í hópnum. Óvissa hefur ríkt um hvað verði hægt að nota ávísunina í, til dæmis varðandi orlofshús stéttarfélaga. „Hugsunin með ávísuninni er að hægt sé að nýta hana til ferðaþjón- ustu á landinu. Orlofshús stéttar- félaga lúta öðrum lögmálum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri SAF. „Þetta hefur ekki verið rætt í hópnum en frá okkar bæjardyrum séð á þetta aðeins við þjónustu veitta af ferðaþjónustufyr- irtækjum en ekki stéttarfélögum.“ Hægt verður að nota ávísunina á hótel, sýningar og ferðir af ýmsum toga en Jóhannes segir aðspurður líklegt að einnig verði hægt að nota hana á öðrum stöðum. „Ýmislegt sem getur fallið undir þetta. Veit- ingastaðir eru til dæmis partur af ferðaþjónustunni.“ Hugmyndin er að íslenskir ríkis- borgarar, 18 ára og eldri, fái ávísun- ina en ekki hefur verið rætt hvort hægt verði að framselja hana. – khg Ekki rætt um framsal ávísunar Frá okkar bæjar- dyrum séð á þetta aðeins við þjónustu veitta af ferðaþjónustufyrirtækjum en ekki stéttar- félögum Jóhannes Þór Skúlason COVID-19 Aðeins tvö ný tilfelli af COVID-19 greindust í gær, annað á veirufræðideild Landspítalans og hitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Er heildarfjöldi tilfella því 1.773. Á Landspítala eru 24 inniliggj- andi, fjórir á gjörgæsludeild og eru þeir allir í öndunarvél. Tveir liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri og annar þeirra á gjörgæsludeild en ekki í öndunarvél. Einn lést á hjúkrunar- heimilinu Bergi í Bolungarvík vegna COVID-19 sýkingar. Á blaðamannafundi í gær sagði Alma D. Möller landlæknir að hún hefði mælst til þess við ráðherra að hægt verði að gera valkvæðar aðgerðir á ný á Landspítalanum þann 4. maí þegar losað verður um ýmsar hömlur. – khg Tvö ný tilfelli Gæti gegnt mikilvægu hlutverki fyrir landið Á síðustu tveimur árum hefur höfnin í Þorlákshöfn farið úr því að vera lítil fiskihöfn í eina helstu inn- og útflutningshöfn landsins. Til stendur að fjár- festa fyrir 1,4 milljarða króna til að geta tekið á móti stórum farþegaskipum. ÖLFUS Í dag er boðið upp á siglingar frá Þorlákshöfn til erlendra hafna tvisvar í viku. Til Hirtshals í Dan- mörku með viðkomu í Færeyjum og til Rotterdam. Bæjaryfirvöld hafa unnið náið með Smyrilline við að þróa höfnina sem vöruf lutninga- höfn. „Við erum gríðarlega ánægð með samstarfið við það öf luga fyrirtæki,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Stutt er síðan Þorlákshöfn glímdi við brotthvarf útgerða úr bæjar- félaginu. Viðsnúningurinn á starf- semi hafnarinnar hefur gert það að verkum að landanir fiskiskipa hafa tekið verulega við sér. „Siglingar héðan frá Þorlákshöfn eru umhverf- isvænni og hagkvæmari og nálægð- in við höfuðborgarsvæðið gerir okkur að ákjósanlegum valkosti. Viðbrögðin sýna að markaðurinn hefur beðið eftir þeim tækifærum sem felast í siglingum héðan,“ segir Elliði. Að mati Elliða er vöxturinn und- anfarið þó aðeins toppurinn á ísjak- anum. Fyrir liggi áhugi ýmissa aðila á að taka upp vikulegar siglingar með ferðamenn og fragt til Bret- lands og meginlands Evrópu. Til þess að það geti gerst þarf að ráðast í umfangsmiklar fram- kvæmdir. Er meðal annars horft til allt að 300 metra lengingar á grjót- garði, dýpkunar, stálþiljunar og ýmislegs fleira. Samkvæmt niðurstöðu minnis- blaðs um verkefnið er reiknað með að heildarkostnaður við nauðsyn- legar endurbætur á höfninni, til að 180 metra löng farþegaferja geti hafið áætlunarsiglingar, sé um 1,4 milljarðar króna. Þar af yrði hlutur ríkisins um 660 milljónir. Rann- sóknarvinna er í fullum gangi og lýkur henni á næstu vikum. Er reiknað með verklokum í júní á næsta ári. Að sögn Elliða er hann ekki í nokkrum vafa um fýsileika verk- efnisins. „Til marks um það sýndi óháð úttekt RR ráðgjafar á þessari framkvæmd að fáar, ef einhverjar, framkvæmdir á sviði samgangna eru arðbærari en þessi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdakostnaður skili sér til baka í opinberum gjöld- um á fáum árum,“ segir Elliði. Í áðurnefndu minnisblaði er lagt mat á tekjurnar sem þetta verkefnið getur skilað. Þær eru lauslega metn- ar út frá fjölgun ferðamanna sem gætu orðið allt að 50 þúsund á ári. Stuðst er þó við varfærnislegt mat sem er um 30-40 þúsund farþegar á ári. Neyslukaup ferðamanna eru áætluð um 4 milljarðar króna á ári og að tekjur hafnarinnar vegna farþegaferju gætu orðið allt að 200 milljónir króna á ári. „Þjóðskáldið Einar Benedikts- son sagði oft að Þorlákshöfn væri skráargatið að fjárhirslum Suður- lands. Hann sá kannski ekki fyrir að með bættum samgöngum getur höfnin gegnt mikilvægu hlutverki fyrir allt landið. Við sjáum Þorláks- höfn fyrir okkur sem eina af lykil- höfnum þessa lands þegar kemur að siglingum á Evrópumarkað,“ segir Elliði. bjornth@frettabladid.is Þjóðskáldið Einar Benediktsson sagði oft að Þorlákshöfn væri skráargatið að fjárhirslum Suðurlands. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss Margt hefur breyst í Þorlákshöfn síðustu tvö árin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 1 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.