Fram - 15.01.1930, Blaðsíða 1

Fram - 15.01.1930, Blaðsíða 1
Kosningablað sjálfstæðismanna 1. árg. Miðvikudaginn 15. janúar 1930. 2. tbl. 1 B-listinn er 1 ist i si jál Ifs1 tæðismanna. Bitlingar. Jafnaðarmenn haía nú farið með völdin í bænum í síðast- liðin 4 ár. — Mikil var eftir- vænting þáverandi meirihluta kjósendanna um stjórn þeirra á málefnum bæjarins, því mildu var loíað meðan þeir voru i minnihluta í bænum. For- ingjar flokksins, bæði innan og utan bæjarstjórnar, töldu það allra meina bót, og úr öllu böli bætt, ef þeir næðu meiri hluta, þvi alt átti að gera, já, alla skapaða hluti, sem bann- settir sjálfstæðismennirnir, sem áður höfðu meiri hluta í bæj- arstjórninni, voru svo hlálegir að hrinda ekki í framkvæmd. Nú vantaði ekki meiri hlutann í bæjarstjórninni til þess að koma þessum brennandi áhuga- málum jafnaðarmanna í fram- kvæmd, þar sem þeir höfðu 6 fulltrúa af 9 í bæjarstjórn. Hver voru nú þessi mest brennandi áhugamál þeirra og mest að- kallandi? Jú, þau voru til og komu brátt í ljós. — Einn helsti fulltrúi flokksins og foringi var varla stíginn inn fyrir þröskuld bæjarstjórnarinnar fyr en hann var klæddur í skrúða lögregl- unnar og kominn á uppeldi hjá bænum. Var rokið upp og stofnað handa honum nýtt — og að flestra bæjarmanna dómi — alóþarft embætti, að visu í byrjun með lágum launum, svona til málamynda — sem þfátt, eða eftir 2 ár, hækkuðu upp í hæstu laun, sem bærinn borgar, og það án þess að reglur þær, er bæjarstjórn hefir sett um embættisaldur og þjón- ustu, væri látnar ráða. — Þá er og þess að minnast að annar nýbakaður fulltrúi flokksins, Björn Jóhannesson, komst fljótt á spenann, eftir að hann varð bæjárfulltrúi. — Það mætti æra óstöðugan að ætla sjer að telja upp alla bitlinga og bein, sem þessi maður hefir ginið yíir síðan hann varð bæjarfulltrúi. Þó mætti minna á hina svoköll- uðu verkstjórn hans við girð- ingu bæjarlandsins, með 2 undirverkstjórum en 4 verka- mönnum, verkstjórn hans við uppfyllinguna hjer fyrir framan Vesturgötuna, með undirverk- stjóra til þess að mæla grjót- vagnana, eftirlit hans í 10 mánuði með Ciementínu-útgerð- inni sálugu, sem starfaði í 3 mánuði, en hann fjekk þó fyrir 300 kr. á mánuði, eða 3000 kr. o. m. fl. Nýjustu dæmi um umhyggju bæjarstjórnar-meirihlutans fyrir þessum þurfamanni sinum, eru þegar hann var gerður að sand- . og girðingarstjóra með 1800 kr. launum, og hafnargjaldkeri með 600 kr. launum, auk þeirra smábitlinga og beina,sem hrotið hafa til hans frá bæjarstjórn, svo sem útleiga á bæjarþing- húsinu, sem hvað vera ríflega borgað, og söfnun atvinnu- leysisskýrslna og fleiri smá- bein og bitar. — Er nú svo komið, aó fulltrúi þessi getur talið beinin á íingr- um sjer, þvi þau eru næstum , því eins mörg og þeir. Þá er þess og skemst að minnast, að bæjarverkfræðing- urinn sótti um 150 krónú launahækkun á mánuði eða 1800 krónur á ári og er hann þó allríflega launaður fyrir, þar sem laun hans voru áður 5 400 krónur. Þó vita það allir að maður þessi hefir mikið af aukastörfum fyrir ýmsa bæj- armenn, sem hann fær ríflega borgun fyrir. Fjárhagsnefnd og meirihluti bæjarstjórnar var svo sem ekki að tregðast við að verða vifl bón verk fræðingsins, en lagði til að launin yrðu hækkuð svo sem hann fór fram á. Kernur hann því til að hafa 7 200 kr. í laun framvegis. — Davíð Kristjánsson segir í 1. tölublaði kosningapjesa síns, að jafnaðarmenn lifi jafn á- hyggjulausu lífi og „fuglar himins“, og hugsi ekki einu sinni fyrir morgundeginum. Það má vel vera að maður sá lifi fyrir líðandi stund og hugsi lítið fyrir morgundeginum, enda virðist svo eftir blaði hans að dæma, því hann virðist vera furðu langt uppi í skýjunum með allar hugsanir sínar og hugmyndir, og langt frá öllum veruleika, eins og honum er lagið. — En að halda því fram, að hinir aðrir jafnaðarmenn lifi eftir þessu „principe“ hans, er honum ofraun, þvi athafnii og framkvæmdir þeirra benda alveg í öíuga átt. Þeir haía ekki gleymt sjálfum sjer sumir hafníirsku jafnaðarmannafull- trúarnir, og lifa ekki fyrir Hð- andi stund eins og „fuglar himins“, þeir hafa sjeð um sinn hag fullvel og hafa enga óbeit á þessa heims gæðum. — Þá hafa nú verið taldir upp 3 helstu gæðingar jafnaðar- manna hjer, sem hafa matað krókinn af bæjarfje. Eftir er að minnast bæjargjaldkerans, sem ekki virðist vera jafn lystarlaus á gæði þessa heims, eins og Davíð vill vera láta. Eitt árið reiknaði þessi sæmd- armaður sjer 7 200 krónur í laun úr bæjarsjóði fyrir vel unnið starf! Einhv.erjir fulltrú- anna vefengdu að honum bæri svona há láun eftir ráðningar- samningi, enda reyndist það svo, því þessi dánumaður varð að skila bæjarsjóði aftur eftir mikið stapp upp undir 2 þús- und krónur af þessari fúlgu. Þcssi bæjar-ráðsmaður hefir þi áfaldlegá sóttum launahækk- un úr bæjarsjóði, en einhvern- veginn hafa samflokksmenn hans tregðast við að verða við bón hans. Hvort það er af því, að þeim finst hann ekki leysa starfið vel af höndum eöa að bæjarkassanum sje ekki vel borgið i höndum hans, er ekki gott að segja um.en vitan- legt er það, að sumir fyrver- andi samherjar hans og núver- andi hafa ekki meir en svo trúað honum fyrir forsjón og varðveitslu bæjarfjár, og af þeim ástæðum þverskallast við launabe$#vi» . S*

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.