Fram - 18.01.1930, Síða 1

Fram - 18.01.1930, Síða 1
Kosningablað sjálfstæðismanna. 1. árg. Laugardaginn 18. janúar 1930. 4. tbl. 1 B-listinn er 1 isti sjálfstæðismanna. eiga hafnfirskir kjósendur að skera úr því, hverjir eiga að fara með völdin í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í næstu 4 ár. — Jafnaðarmenn hafa nú sýnt þau 4 ár, sem þeir hafa farið með völdin, hvað' þeir meta mest, hvort það er þeirra eig- in tímanleg velferð, eða vel- ferð fjöldans. Ljós dæmi fyrir umhyggju þeirra fyrir sjálfum sjer, hafa verið sýnd hjer í blaðinu. — Ef til vill eru einhverjir bæj- armenn svo langminnugir, að þeir muni eitthvað af öllum þeim loforðum, sem þeir höfþu á takteinum meðan þeir voru i minnihluta hluta í bæjarstjórn, og ekki búnir að fá völdin í hendur. — Af öllu því mikla, sem þá var lofað, geta þeir nú aðeins bent á eina fram- kvæmd, sem gjörð hefir verið á þeirra stjórnarárum, og til verulegraumbóta horfir, barna- skólabygginguna. — Svo ó- heppilega hefir þó tiltekist, að þeir geta ekki að öllu eignað sjer þessa framkvæmd, því að fyrri bæjarstjórn, með Bjarna Snæbjörnsson lækni í broddi fylldngar, hafði ráðið fram- kvæmd verksins, með því að veita á tveimur fjárhagsáætl- unum fje til barnaskólabygg- ingarinnar, að upphæð 50 þús- und krónur. — Er því áreið- anlegt að verk þetta væri ftQjnið í framkvæmd þótt sjálf- stæðismenn hefðu haidið á- fram að fara með völd. — Jafnaðarmenn höfðu mjög á- lasað andstæðingum sínum fyrir það að hafa ekki lokið við skipulagsuppdrátt bæjarins, sem hafði þá verið á döfinni á undanförnum árum. — Það skyldi svo sem ekki standa lengi á honum þegar þeir væru orðnir allsráðandi í bæjarstjórn. En viti menn. Síðan eru iiðin 4 ár og enn þá’ hefir ekki heyrst að uppdrátturinn sje tilbúinn, og það enda þótt bæj- arstjórnin hafi haft í þjónustu sinni fastlaunaðan bæjarverk- fræðing sjer til aðstoðar. Af- lciðing af þessu framkvæmd- arleysi hefir meðal annars orð- ið sú, að ekki er hægt að byggja nokkurn götuspotta í bænum, sem svari kröfum tím- ans og siðuðum mönnum sje samboðinn. — Ætli það væri ekki kominn tími til að byggja t. d. Strandgötuna upp, aðal- umferðargötu bæjarins, og gera hana svo úr garði, að fólki væri fært um hana án þess að eiga það á hættu, að fá föt sín skemd af slettum og öðr- um óþverra, sem ætíð hlýtur að vera þar, meðan árlega verður að moka ofan í hana sama skítnum, sem þó kostar bæinn stórfje. Þá voru jaínaðarmennirnir ósparir á loforð um það, að laga hina fáránlegu húsanúm- erun í bænum, sem er að verða honum til háðungar. En í stað þess að laga þetta hefir sama sleifarlaginu verið framhaldið, og það af jafnaðarmönnum sjálfum. Nægir þar að benda á ný hús við Hveríisgölu og víðar í bænum. Þar, og enda víðar um bæinn, eru tvö hús með sama númeri. — Og margir húseigendur vita einu sinni ekki hvaða númer hús þeirra hefir. — Þegar þetta berst í tal manna í milli, er það viðkvæðið, að ekki sje hægt að breyta þessu. vegna þess að skipulagsupp- dráttinn vanti. — Hversvegna stendur á skipulagsuppdrætt- inum, sem jafnaðarmennirnir voru búnir að lofa? Þeir ættu að geta svarað þessu, en svarið fæst líldega aldrei. Það er kunnugra en frá þurfi að segja að útsvarsálögur á bæjarbúa hafa farið hraðvax- andi nú síðustu árin. — Ekki fyrir vaxandi framkvæmdir í bænum, heldur fyrir sívaxandi eyðslu í laun og bitlinga. Vai svo komið síðastliðið ár, að niðurjöfnunarupphæðin var komin upp i nálega % milijón krónur, og hefir hún aldrei komist hærra. — Bæjarstjórnin er búin að binda gjaldendum bæjarins svo þunga launabagga, aö þeir fá vart undir risið. Þessi gjalda- byrgði hefði verið afsakanleg ef fjenu hefði verið varið til verklegra framkvæmda, segj- um t. d. til að byggja upp mal- bikaðar götur, eða annað slíkt, t. d. Strandgötuna. Halda menn nú ekki að fje því, sem bæjar- menn greiða í háum útsvörum, væri betur varið í slíkar fram- kvæmdir en að seðja valda- og launagráðuga menn, svo þeir gætu átt náðuga og rólega daga. — Hjer stendur til að byggja höfn, sem kostar um eða yfir 1 milljón krónur. Þetta dýra og nauðsynlega mannvirki ætti að geta orðið ein helsta lyfti- stöng bæjarins í framtíðinni, en þó því að eins, að útgerð og framtak bæjarmanna fari vaxandi, og að útgerðarmenn og atvinnurekendur vilji setj- ast að í bænum og starfa hjer, því með öðru móti er óhugs- andi að höfn og hafnarvirki beri sig. — Eru nú miklar lík- ur fyrir þvi að útgerð verði aukin hjer að stórum mun, og að menn fáist til þess að flytja útgerð í bæinn, meðan sú stefna, og þeir menn ráða i bænum, sem hafa það beint á stefnuskrá sinni að reyta af þessum fyrirtækjum sem mest í útsvörum og öðrum álögum. Mönnum er kunn stefna reykviskra jafnaðarmanna í þessum málum. Þeir vilja leggja útsvörin á þessa menn og fyrirtæki, svo og helming á eignirmanna án tillits til þess, hvort þær eignir gefa arð eða ekki. Þessi aðferð stappar nærri fullkomnu eignarnámi, enda er leikurinn til þess gerð- ur, að ná þannig undir sig eignum manna, svo að fyr ná- ist höfuðtakmarkið: Þjóðnýt- ingin sem er aðalmarkmið flokksins. Skylt er skeggið hökunni, segir gamalt máltæki. — Á þesgafi §teíöu bólaði i

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.