Fram - 18.01.1930, Qupperneq 2

Fram - 18.01.1930, Qupperneq 2
2 FRAM B-listinn er listi sjálfstæðrar æsku! fyrsta sinn í niðurjöfnunarnefnd Hafnarfjarðar við álagningu útsvaranna fyrra ár. — Afleið- ij ingin hefir orðið su, sem kunn- :! ugt er, að einn stærsti gjald- andi bæjarins, sem bar í út- j svar nálega V4 af öllum út~ svörum bæjarins, fór í burtu úr bænum í fússi, ogfleiri voru komnir á fremsta hlunn með |J að gjöra hið sama. Það vitnaðist að nýtt út- jj gerðarfjelag, sem hjer var stofn- j| að, myndi ekki setjast að i bænum, ef sama eða lík upp- hæð væri lögð á í ár, og fyrra ár. Lika var það kunnugt að fjelag sem hefir haft bækistöð sína hjer í bænum í nokkur undanfarin ár, og kom hingað á skattílótta frá Reykjavík, myndi ekki verða hjer fram- vegis, ef útsvörin yrðu eins há og árið á undan. Svo giftu- samlega tókst nú samt til, fyrir aðgerðir sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, að niðurjöfnun- arupphæðin var lækkuð frá því sem jafnaðarmenn ætluðu í upphafi, þó að úr pví yrði ekki lítill úlfaþytur í herbúðum þeirra, með þeim afleiðingum sem síðan er kunnar. Má pví telja nokkurnveginn víst að bæði þessi fjelög starfræki hjer þetta ár. — En ætíð skyldu bæjarmenn hafa það hugfast, að valt er að treysta því, að útgerð sem utanbæjarmenn eiga mestan hluta í, staðnæmist hjer til lengdar, eða flytji hingað, með- an þeir menn fara með völd hjer í þes.su bæjarfjelagi, sem eru óblífnir í álögum, og .hafa þá stefnu að reyta sem mest af þessum fyrirtækjum i alls- konar óþarfa eyðslu, og sem að sjálfs þeirra sögn lifa að eins fyrir líðandi stund sem „fuglar himinsins'1, sbr. kosn- ingaleiðara Davíðs Kristjáns- sonar í Alþýðublaði Hafnar- fjarðar. Fjármálakenningu hans virðist og hafa verið trúlega fylgt, að leggja nógu há út- svör á, því hann sakar and- síæðinga sína, fyrri bæjar- stjórnir, fyrir oílága útsvars- j álagningu og segir að í fiest- : um árum hafi útsvörin verið helmingi of lág, og menn hafi hrúgað hjer upp stórauði, bæði kaupmenn og útgerðarmenn. Kunnugir fara nú nærri um hvað satt er í þessu. Ýkjur og öfgar þessa ofsjónamanns, blinda, svo áugu hans að hann ! getur hvergi komið nærri virki- leika eða sannleika, en fer í þess stað með tómar stað- leysur og ímyndanir. — Hafnfirskir kjósendur! í dag ráðið þið hvort sjálfstæðis- menn éða jafnaðarmenn fara hjer með stjórn bæjarmálanna næstu 4 árin. Framfarir og framkvæmdir bæjarins og bæj- armanna er að rniklu leyti kom- in undir þessu vali ykkar. Hvort þið felið stjórnina gætn- um mönnum sem líklegir væru til þess að laða hingað útgerð og framtaksmenn, eða hina sem manna líklegastir eru til þess að fæla slíka menn frá bænum með óhæfilegum á- lögum og allskonar olnboga- skotum. — Eins og nú standa sakir stend- ur orustan um fimtu menn listanna. Getur nokkur hugsandi maður verið í vafa um hvorn þessara manna á að velja sem bæjar- fulltrúa. Annarsvegar einhvern duglegasta og áhugasamasta manninn í bænum. Hinsveg- ar mann værukæran, með lítinn áhuga og ennþá minni þekkingu á málefnum bæjarins. Þeir, semþví hugsa lengra fram í tímann en til morgundagsins, eða meira en „fuglar himinsins“ — svo hjer sjeu notuð orðDavíðs Kristjónssonar,— kjósaBjarna læknir Snæbjörnsson. Þeir kjósa B-listann. I Kjósandi. Bæjarstjórnar- kosningin. Nú þegar stendur fyrir dyr- um að kjósa menn til að hafa á hendi stjórn á bæjarbúskapn- um, yfir íleiri ára ske'ið, er ekki óeðlilegt að tekið væri til rækilegrar íhugunar, ekki af einum bæjarbúa, heldur öllum, hvað fram undan er. Ef einstaklingur eða íjelag þarf að ráða sjer ráðsmann, er það ekki gjört án þess að alt sje vel yfirvegað áður, og gengur þvi aðeins vel að heppni sje með í valinu, en þegar velja á stjórnendur í bæjarstjórn er að minstakosti af sumum hrúgað saman mönnum, sem einstaklingnum mundi undir þessum kringum- stæðum ekki koma til hugar að setja yfir þeirra eigin búskap, ef um það væri að ræða. En þó ættu þeir að vera færir um að stjórna því, sem meira er, heilu bæjarfjelagi. — Nú um nokkurra ára skeið (hafa þessir menn) — jafnaðar- menn — ráðið lögum og lof- um innan bæjarstjórnarinnar hjer, og árangurinn af starf- semi þeirra er þegar farinn að verða all auðsær, en vonandi opnast augu almennings áður það er um seinan, fyrir þeirri hættu, sem bæjarfjelaginu stafar af illa yfirveguðum gjörð um þessara manna og þeirra, sem þeir hafa kosið til opin- berra starfa. Á jeg þar við meiri hluta niðurjöfnunar nefnd- ar, sem kosin er af bæjarstjórn- inni, og, sem auðvitað fylgir starfinu í stefnu skoðana- bræðra sinna í bæjarstjórninni. Aðal þátturinn í hverju bæjarfjelagi verður auðvitað fyrst og síðast sá, að lífvæn- legt sje fyrir þá menn, sem þar eiga að búa, og reynt sje að fara sem sanngjarnast í allar kröfur til bæjarbúa frá bæjarins hálfu. Það er þvi mikils um vert að stjórn bæj- arins sje þannig skipuð mönn- um, að vænta megi af þeim sanngirni hver sem hlut á að máli. — Það sem jeg vildi með þess- um línum vekja athygli bæj- arbúa á er það, að það er einganveginn eins þ^Áingar- laust og margur heldur, hverjir kosnii verða sem bæjarfulltrú- ar. Framað þessu hefir sú öfga- stefna, sem meirihluti núver- andi bæjarstjórnar er fylgjandi, haft all alvarlegar afleiðingar fyrir bæjarfjelagið og atvinnu- líf þess, þar sem hún hefir með óskynsamlegum gjalda álög- um orðið þess valdandi, að helmingur togaraflotans hefir farið burt úr bænum, og fjöldi manna missir atvinnu sína, og skall víst hurð nærri hæl- um með það að það skarð yrði ekki ennþá stærra. Eins og öllum er kunnugt, byggist alt atvinnulíf bæjarins á útgerðinni, og velferð hennar er um leið velferð bæjarins, — þeim mun meiri og blóm- legri sem hún er, þess betri verðurafkomu fjöldans. Mönn- um hlýtur' þvi að skiljast, hversu nauðsynlegt það er fyrir afkomu bæjarins sem heildar, að valdir verði í bæjarstjórn menn, sem bæjar- búar geta borið fullt traust til og sem vænta má að fari ekki út í neinar öfgar, Það víxlspor sem hjer hefir verið stígið núna, hlýtur að hafa alvarleg- ar afleiðingar, sem ekki er sjeð fyrir endann á, hvað þá heldur ef þau koma fleiri. — Þar sem nú er í aðsígi að komahjer upp miklum hafnar- mannvirkjum, sem hljóta að hafa mikinn kostnað í för ,með sjer, þá verða bæjarbúar að gjöra sjer grein fyrir á hvern hátt takast megi að ná þeim kostnaði upp aftur, svo hann verði ekki um of tilfinnanleg- ur á bæjarbúum. Fáir skyldu álíta, að helsta leiðin til þess væri sú, að flæma í burtu úr bænum stærsta gjaldandann og þrengja svo að hinum sem bera uppi atvinnulíf bæjarins, eins og gjört hefir verið í ár, en láta aðra bera svo lágt útsvar að þeir finni til þess sjálfir og skammist sín fyrir. Jeg býst við því, að ílestir verði sammála um að betra sje það almenningi að borga nokkrum krónum meira til opinberra þarfa, sje því í hóf stilt, en að komast hjá því í svipinn að greiða svo nokkru nemur, og gjöra það á kostnað annara, sem við það verðasvo illa úti, aðþaðhefir áhrif á starfrækslu möguleika þeirra. Einnig að bæjarstjórn stilli svo í hóf gjaldkröfum til bæjarbúa, að við mætti una. En ekki eins og átti sjer stað síðastliðið ár, aö hafa útsvars- upphæðina svo óheyrilega, sem raun bar vitni. — Og þegar svo afleiðingar þess koma fram, reyna þá að draga saman seglin og setja þá næsta árs útsvars upphæð mörgum tugum þúsunda lægri Betra hefði verið minna og jafnara. Slíkt fálm í fjármálum hefir alt af alvarlegar afleiðingar, og má undir engum kringumstæð- um koma fyrir. — Þeir, sem stjórnina hafa á hendi, verða að hafa það mikla vitsmuni til að bera, og vera það ljóst í hvert einstakt skifti, hversu mikils gjaldþols má vænta af bæjarbúum. Bæjarfjelagið hefir ekki ráð á að bera glappaskot slíkra manna og þeir, sem starfrækja í bænum eða hefðu hugsað sjer að gjöra það, geta ekki átt alt sitt undir slíkum mönnum. Það er því hagkvæm- ara. fyrir þá, ef þeir koma því við, að leita burt úr bænum og hverfa þangað, sem rjetti þeirrá er betur borgið. Bæjar- búar verða því að gjöra sjer það ljóst, hvaða hætta bæjar- fjelaginu — hugsi það til bygg- ingar hafnarmannvirkja — stafi af því að hafa sömu menn við stjórn, eða aðra, sem eru sömu sköðana. Farið gæti svo, að hingað til bæjarins vildi enginn flytja, sem hefði nokkra starf- rækslumöguleika, sem nokkru næmi, því öllum er það Ijóst, að bæjarbúar hafa ekki sem stendur yfir miklu fje að ráða ,en hafnarmannvirkin — komi þau — krefjast aukinnar starf- rækslu frá því sem nú er i bænum, eigi þau að bera sig. Það er því nauðsynlegt að ganga fram hjá þeim mönnum, sem vænta má afglapa frá, en koma í bæjarstjórniná þeim

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.