Fram - 18.01.1930, Blaðsíða 3

Fram - 18.01.1930, Blaðsíða 3
FRAM 3 mönnum, sem bæjarbúar gætu borið fult traust til. Um fimtu menn listanna verður barist og jegbýstvið að enginn, sem hefir nokkurnveginn óbrjálaða dómgreind, hurfi að fara í graf- götur um það, hvor þessara manna sje heppilegri til að sjá hag bæjarfjelagsins borgið. Og vænta verður þess, aldrei frekar en einmitt nú, að dóm- greind fjöldans sje það óbrjál- uð, að hún láti ekki ofstækis- fulla flokkspóíitík standa íveg- inum fyrir því að gjöra þaö, sem bæjarfjelaginu er fyrir bestu. )■ Alþyðan og vjer! Enn á ný er hafin hjer i þessum bæ kosningarhríð, og fer þar ekki að ástæðulausu. Nýbæjarstjórnarkosning stend- ur fyrir dyrum og er hún í þetta sinn eftir öllum líkindum að dæma, ekki eftirbátur fyr- verandi kosninga, hvort held- ur hafa verið til þings, eða bæjar, að þvi leyti að biðla vel til alþýðunnar. Það hefir löngum verið svo, að á kosn- ingatímum hefir alþýðan frem- ur venju verið dýrkuð og dáð af öllum flokkum. — Kosninga- blöð hafa stundum rjett fyrir kosningar haldið langar lof- og dýrðarræður alþýðunni til handa. — Þá hefir ekki verið til svo smár maður eða kona innan alþýðunnar, sem ekki voru á meðan kosningin eða kosningahríðin stóð yfir, vel- komin sem bróðir eða systir, inn á heimili þeirra shm næst töldu sig standa að atkvæði hans eða hennar. Þetta, — að biðla ávalt vel til alþýöunnar um kosningar, fer að öllum vonum, og því ekki að furða, þótt hið sama eigi sjer stað hjer í þessum bæ og við kosningar þær,' sem nú standa fyrir dyrum. — Al- þýðan hefir ávalt ráðin um það hverjir ráða og stjórna . bænurn. — Nú við kosningarn- ar hjer i bæ 18. þ. m., ber að kjósa 9 menn til að sitja i bæjarstjórn eða fara með mál alþýðu Hafnarfjaröar á næstu fjórum árum. — Á fjórum ár- utn má og verður margt gjört — en hvernig alt fer, getur alþýðan að miklu leyti ráðið og fer það auðvitað eftir því, hverjum hún fær stýrið í hend- urnar. — Kosningahríðin hjer, stendur nú að heita má upp á það hæsta. — Tveir flokkar, jafn- aðarmenn annarsvegar en sjálfstæðismenn hinsvegar, bít- ast um völdin. í nokkra daga hafa komið út kosningablöð frá þessum flokkum, sem auð- vjtað hafa það hlutverk aðbiðla Svona ætti kjörseðillinn að líta út eftir kosninguna: Kjósið B- listann! A-listi X B-listi Davíð Kristjánsson Ásgrímur Sigfússon Kjartan Ólafsson Helgi Guðmundsson Björn Jóhannesson Þorleifur Jónsson Þorvaldur Árnason Björn Þorsteinsson Gísli Kristjánsson Bjarni Snæbjörnsson Guðmundur Emil Jónsson Ingólfur Flygenring Valdimar S. Long Jón Mathíesen Ásgeir G. Stefánsson Loftur Bjarnason Stefán Niluilásson Guðjón Jónsson Eyjólfur Stefánsson Kristinn Vigfússon Gunnar Jónsson Björn Helgason Frímann Eiríksson Bjargmundur Guðmundsson Jón Þorleifsson / Jón Gíslason Jóhann Kr. Helgason Sigurjón Mýrdal Jón Helgason Ásmundur Árnason Guðmundur Illugason Enok Helgason Sigurjón Jóhannsson Guðmundur Jónsson Jóhann Tómasson Þórarinn Böðvarsson til alþýðunnar, ekki þó síst til æskumannanna, — þeirra æskumanna, sem kosningar- rjett hafa hlotið, og fá nú í fyrsta sinn að sýna vilja sinn. — Þessvegna vil jeg sem ung- ur maður, gjöra grein fyrir því, hvernig mjer finst, að af- staða yngri sem eldri kjósenda hljóti að vera til lista þeirra, sem frammi liggja og kosið verður um. — Bæði blöðin, Alþýöubl. Hafnarfj. og Fram, hrópa: Alþýðan og vjer! — En þó finst mjer þeim mis- jafnlega farast, að minnast á sig í sambandi við alþýðuna. — Fyrst vil jeg taka til athug- unar kjörorð þótta í munni jafnaðarmanna — þeirra, sem um tíma hafa farið með mál bæjarins. — Og vil jeg þá byrja með því, að benda á þá meiningu, sem jafnaðarmenn hafa alt til þessa lagt i orðið — alþýða. — Alþýðan, í þeirra augum, hefir einungis verið sá hluti kjósenda, sem fylgir þeirra málum eða gefur jafnaðarm.íl. fylgi sitt. — Hinn hlutinn hefir á þeirra tiskumáli verið nefndur — burgeisar. — Og viðkvæðið hefir ávalt verið eitt og hið sama: Vjer erum vinir og hjálparmenn alþýðunnar. Vjer rjettum þeim hjálparhönd, sem (eins og Davíð Kristjáns- son segir í Alþbl. Hf. I2. þ. m.) „erfiða og þunga eru hlaðnir", því „við erum sendiboðar meistarans mikla“. Enn frem- ur: „Jafnaðarmenn berjast fyrir bræðralagi og jafnrjetti", (eins og Hrólfur nefnir það í tjeðu blaði 14. þ. m.). — Ekki ber að neita því, að sumum mönnum „þunga hlöönum“, hjálpa þeir. — En hvimleiðast er þó, þegar þeir skreyta sig með því að segja sig berjast fyrir hag almennings, því þar j eru þeir saklausir af að hafa viðkomið. — Þaö eru einungis no/c/cr/rþeirra sauöir, sem kom- ast að jötunni, margur veröur frá að hverfa, sem rjettinn sýnist hafa, hvað þá hinir, — burgeisarnir svonefndu —. Þvi hygg jeg, að líkt yrði varið ef forkólfar jafnaðarmanna spyrðu almenning, — alþýðuna í heild — en ekki í broturn. hvort þeir hefðu ekki rjett við hag hans og veitt honum lið, — svarið mundi verða nei, og aft- ur nei. Dæmin um það, að allir gangi ekki jafnt í augu forsprakka j jafnaðnrmanna hjer í bæ, þeg- ar um atvinnu eða annað þess- háttar, sem almenningi er nauösyn að fá, er að ræða, eru mörg. — Er það þá hendi næst, í því sambandi, að minn- ast á fyrirkomulag Verka- mannafj. „Hlíf“, og Sjómanna- fje!. Hafnarfjarðar“. — Stefna þeirra hefir verið svo fráleit allri sanngirni sem lýgin sann- leikanum. Enginn hefir mátt stundinni lengur standa innan vjebanda þessara fjelaga, ef hann á einhvern hátt hefir sýnt sig andvígan jafnaðar- stefnunni: Með öðrum orðum, all- ir verkamenn, sem í þeim fjelög- um eru, verða að snúast eins og snældur í kringum höfuð- paurana, — vera viljalaus verkfæri í höndum þeirra, kæfa niður sannfæringu sína og sómatilfinningu, — lifa sem fuglar í búri, en ekki frjálsir sem fuglar himinsins. — „Sólariillir dagar“, þar. — Hver sá maður. sem ekki vill una því, að vera þræli líkur eða kasta sannfæringu sinni, fer því ekki í þessi fjelög. — En hann er þá heldur aldrei, eða dálítið vægara, ekki oft ónáðaður af þeirri vinnu eða umhyggju, sem jafnaðarmenn þykjasl veita. Vel kann þó að vera aö einhver slíkur maður, sje „þunga hlaðinn", og tel jeg það engan vafa, — en hvað um það, allir verða að lifa og starfa, hverju nafni sem þeir neínast, — hvaða flokki, sem þeir fylgja. — Þetta vita jafnaðarmenn, en gjöra þó rangt, því þeir gleyma jöfnuð- inum, sem þá einu sinni dreymdi um. — En hversvegna hrópa þeir þá svo ákaft: Al- þýðan og vjer? Ekki er það vegna þess að þeir eigi at- vinnufyrirtækin, sem veita mönnum atvinnuna. — Vanlar þá fje til þess? Nei og aft- ur nei. Dæmi upp á það. — Tökum i þvi sambandi til greina það, sem einn reykviskur, góður jafnaðarmaður, Magnús V. Jóhannesson, sem átt hefirlengi sæti í niöurjöfnunarnefnd Reykjavíkurbæjar, telur höfuð- postulana þar, — sem forkólf- arnir hjerna líta upp til, — hafa í árslaun. Hann gjörir ráð fyrir að t. d. Sigurður Jónasson og Hjeðinn Valdimarsson, hafi

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.