Fram - 18.01.1930, Qupperneq 4

Fram - 18.01.1930, Qupperneq 4
4 FRÁM Æskan vill frelsi og fullveldi. Þess vegna kjósa ungir menn lisía sjálfstæðismanna, B-listann! hvor um sig 23 þús. krónur um árið. Gjöri aðrir betur. En enginn má taka það svo, að íleiri sjeu ekki „kræfir'1 á þess- um sviðum innan ílokksins, þó þessir sjeu taldir iremstir, því náið er neí augum. Ekki má gleyma Aíþýðubrauðgerð- areigandanum, Jóni Bald., þá ekki Sigurjóni og svo ekki heldurvesalings fátæku hátekju- mönnunum, sem íyrstir eru á i lista jafnaðarmanna hjer i bæ, I — mönnunum, sem ekki kunna að búa fyrir sjálfa sig. — Svona er þá litur heilagur andi! — En hvað gera svo þessir menn ; og hvar láta þeir alþýðuna ! njóta af? Hvergi! — Hvers- vegna þá þeirn lofið og dýrð- ina, þeim, sem skipa öðrum að gjöra það, sem þeir sjálfír vilja ekki gjöra. — — Davíð Kristjánsson tyllir sjer því á tá á öfgahólnum, er hann fer að draga upp mynd af jafnað- armannaforsprökkunum, hinum frómu alþýðuvinum (!) í Alþbl. Hf. 12. þ. m. — Var því engin furða þótt einum rnanni yrði það á orði, er hann sá mynd- i ina, að það væri engu líkara en því, að maður eða kona snyrtiklæddu sig, færu í bestu flíkur sínar, fallegustu og dýr- ustu, en væru bæði á hálsi og úlnliðum mjög áberandi óhrein. Fátt í grein Davíðs 12. og 13. þ. m. í Alþbl. Hf. kom mjer samt eins undarlega fyrir sjónir, eins og þegar hann tók að telja jafnaðarmenn í heild „sendiboða meistarans mikla“. Því sje hægt með einni rit- smíð, að gefa reglulegt kjafts- högg, þá gefur Davíð það þar einum flokksbróður sínum og elskulegum vini, Jakobi Jóh. Smára í Reykjavík. En — af hverju? —■ Öllum er kunnugt umþað, aðHalldór K. Laxness hefir myndast við að rita svo- kallaða Alþýðubók. — Bókina hefir hann gefið Alþýðufloklm- um. — Hann vissi hver svang- | ur var. — En — það hlutverk j að skrifa formála fyrir henni var gefið Jakobi Jóh- Smára. — Um efni bókarinnar er það að segja, að nær helmingur \ þess er eitt hið mesta níð um „meistarann mikla“, Jesú Krist, sem hugsast getur, og er það ekki lesandi nema ménn skoði það sem ritað væri af vitskert- um manni, — í formála Kosningaskrifstofa sjáltstæðismanna verður í dag í Goðtempl- arahúsinu. Símar: 27 - 60 « 238. Sparisjóður Hafnarfjarðar verður opin frá kl. 10 — 12 f. h. í dag (laugardag) en ekki á venjulegum tíma. Stiórnin. Herbergi með aðgang að síma óskast strax. Knútur Jónsson, sími 194. bókarinnar segir, að þegar flokknum hafi verið gefin bók- in, hafi hann fundið sig knúð- an til að gefa hana út, svo fljótt sem unt væri, Já, furða var!! — Mælir þarna hver á rnóti öðrurn, Davíð og Jakob. — Jakob telUr í fonnála bókar- innar trúmál ekki vera flokks- mál jafnaðarm.flokksins. Davíð telur aftur á móti flokkinn vera sendiboða þess meistara, sem skapað hefir öllum þorra ís- lendinga trú, Jesú Krists. Og nú standa þeir því ber- skjaldaðir fyrir alþýðunni, sem veit og þekkir þeirra alvönu klæki. Enn vil jeg minnast á eitt f þessari daðursrollu Davíðs, — það er þegar hann dirfist að minnast á Jón Sigurðsson og Skúla Magnússon, sem mikil- menni innan jafnaðamanna- flokksins sem aðdáendur þeirrar stefnu, sem núverandi jafnaðar- menn berjast fyrir. — Og lang- ar mig því og tel rjett að bæði Davíð og aðrir fái að athuga þessar spurningar og svara þeim með sjálfum sjer. 1. spurning: Vill nokkur gjöra svo lítið úr Skúla Magnússyni, að telja hann að- dáenda einokunarstefnu jafn- aðarmanna. Manninn, sem hat- aði hana? 2. spurning: Sá maður, sem gjörði það að mesta kappsmáli sínu, „að algjör fjárskilnaður yrði gjörður milli íslands og Danmerkur“, og skrifaði það meðal margs annars í „Hug- vekju til íslands", árið 1848, — hfar myndi hann standa í fylkingu þeirri, sem gengur sníkjandi til danskra tjórnmála- j manna og biður um danskt gull, en veitir þeim um leið ' íhlutunarrjettííslenskum stjórn- málum? Hjér er, eins og þið vitið átt við frelsishetju íslend- inga, Jón Sigurðsson. Hver- skyldi ætla honum svo ilt? Eng- inn! Ekki einu sinni Davíð.—Jeg veithvernig hjarta hans býður honum áð svara þessari spurn- ingu, og hvernig munnur hans sldlar því svari veit jeg einnig, komi það á dagsljósið fyrir kosningarnar. En — hvernig sem svari hans líður eru þó nú yngri sem eldri kjósendur ákveðnir í því að svara þessu á viðeigandi hátt: Gefa sjálf- stæðislistanum atkvæði sitt! — Myndina af jafnaðarmanna- forsprökkunum, sem Davíð teiknaði upp fyrir oss, höfum vjer athugað — og munum mjög vel eftir. — En — hvergi finnum vjer þá drætti í þeirri mynd, sem gefur æskumönnum, framtíð þjóðarinnar, tilefni til að gleyma þessu! — Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sjálfstæði landsins, þigg- ur hvorki danskt gull nje danskan íhlutunarrjett-til lands- mála. Sjálfstæðisflokkurinn vill einstaklingsfrelsi en ekki þjóð- nýtingu. Hann vill að ungur sem gamall njóti síns dugn- aðar og fái að una við það, sem hugur hans og hjarta bendir honum á. — Hann minnist þess, sem eitt mikil- mennið, John Stuart MiII, hefir sagt, að: „Harðstjórnin birtist ekki í sinni verstu mynd, með- an borin er virðing fyrir frelsi hvers einstaks manns, en hvert það fyrirkomulag, sem skerðir frelsi einstaklings- ins er harðstjórn, hverju nafni sem hún nefnistL — Sjálfstæðis- flokkurinn skapar velmegun einstaklingsins, með meistar- ann mikla í stafni. — Hann skipar ekki öðrum það, sem hann getur sjálfur gjört. — Enníremur — hann hatar trú- níðslu bolsanna og alþýðu- skrumaranna. — Þessvegna vilja ungir kjósendur fyrst og fremst fylgja þessum flokki, og kjósa B-listann í dag. — Þeir gjöra það vegna þess, að: Heimting rjettar vors minnir oss á, að alfrjáls skal þjóð í alfrjálsu landi. — Ungur sjálfsíædismaður. Ávarp til kjósenda frá vcrkamanni. Hver einasti sannur íslend- ingur, konur sem karlar, hefir fundið til þess, að hann vill hag sinnar þjóðar, og hefir líka fundið að til hans liggja nokkrar skyldur, að leggja hlut sinn til hinna bestu vel- ferðarmála heildarinnar, til allrar þjóðarinnar. En til þess að hver einstakl- ingur vinni hlutverk sitt sem best, þarf hann að geta dæmt þjóðmálin með sanngjörnum augum. En það er ekki sann- girni þegar litið er á þjóðmál, að toga fram eina stjett manna, og síst með því að deila hart á aðra og ala á óvild, öfund, öfgum og ýmsum ósannindum. Um þessar mundir eru það hjeraðsmálin, sem við Hafn- firðingar höfum ástæðu til að hugsa um, því nú er komið að þeim degi, að við eigum að velja okkur fulltrúa fyrir öll velferðarmál þessa bæjar- ! fjelags, fulltrúa, sem vinna að ! málum fyrir bæjarheijdina, en \

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/1416

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.