Bæjarbót - 01.06.1984, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 01.06.1984, Blaðsíða 1
 |p 3. tölublað Grindavík Júní1984 — Ongþveiti vegna aðstöðulevsis 'g Blað frjálsra skoðana 3. árgangur Bláa lónið Séð yfir „Rásina" Ljósm. Ólafur Rúnar Fiskeldisstöð byggð við Rásina — Heimamenn stórir hluthafar Bláa Lónið, heilsubrunnurinn í bæjarlandinu, dregur stöðugt að sér fleiri og fleiri gesti. Er nú svo komið að á góðum sunnudegi má alveg reikna með hátt á annað hundrað baðgestum. Það gefur auga leið að við lónið er engin aðstaða til að slíkur fjöldi fólks geti með góðu móti sótt stað- inn í einu. Sú aðstaða sem fyrir hendi er í eigu SPOEX-samtak- anna, en SPOEX-félagar eru orðn- ir í minnihluta þeirra sem nýta sér yl og lækningamátt lónsins. Það þýðir ekkert að horfa upp á öngþveiti skapast og standa að- gerðalaus hjá. Hvað sem líður hug- myndum um heilsustöð, verður að byggja upp sómasamlega aðstöðu við lónið fyrir allan almenning og koma á gæslu á svæðinu. Með óheftum og óskipulögðum ágangi fólks má segja að lónið og nánasta umhverfi hreinlega liggi undir skemmdum. Þá hefur orðið vart við mikla þjófnaði á svæðinu og er fólki ráðlagt að fara aldrei með nein verðmæti þegar farið er í lónið. Hverjum stendur næst að byggja upp aðstöðu fyrir almenning við lónið? Gæti það verið félag áhuga- manna? Hitaveita Suðurnesja? Landeigendafélag Járngerðarstaða og Hóps? Eða kannski sveitarfé- lögin á Suðunesjum (SSS)? Ef til vill ríkið? Ekki kann Bæjarbót svör við þessum spurningum, en bendir á að úrbóta er þörf, því hér er um að ræða svæði sem sumir kalla „para- dis Suðurnesja“. Svæði sem dregur að sér Islendinga og útlendinga þúsundum saman árlega. Hér er skjótra aðgerða þörf. BB. Þann 5. maí sl. var stofnað félag um laxeldisstöð, sem fyrirhugað er að reisa vestan við bæinn, nánar til- tekið við Rásina. Félagið hlaut nafnið Fiskeldi Grindavíkur hf. Það munu vera Jónas Matthías- son verkfræðingur og Guðmundur Þorbjörnsson í Gjögri sem eru aðalhvatamenn að stofnun félags- ins. Þegar hefur verið sótt um 80 hektara lóð hjá landeigendum og ef samningar nást má búast við að framkvæmdir hefjist nú í sumar. Hlutafé félagsins er 11 milljónir króna og stærstu hluthafar eru Hagvirki, Vélsmiðja Orms og Víg- lundar, Fiskanes og ýmsir útgerð- araðilar í Grindavík. Sigurður St. Helgason (Eldi hf.) á Húsatóftum hefur einnig gerst hluthafi í fé- laginu. í fyrstu er gert ráð fyrir að stöðin framleiði 100 tonn af laxi á ári, en gert er ráð fyrir stækkunarmögu- leikum upp i 800 - 1000 tonn. Fullvíst er talið að markaðir fyrir lax séu og verði nægir i næstu fram- tíð og verður framleiðsla Fiskeldis Grindavíkur væntanlega öll seld úr landi. BB. - \ Lokahóf körfuboltamanna V» Leikmenn sem fengu viðurkenningu á lokahófi körfuknattleiks- deildar UMFG. Neðri röð talið frá vinstri: Marel Guðlausson, hesti leikmaður minniboltans, Bergur Hinriksson bestu framfarir í minni- boltanum, Guðný Haila Frímannsdóttir bestu framfarir í 3. fl. kv., Marta Guðmunda Guðmundsdóttir besti leikmaður 3. fl. kv., Ragn- heiður Guðjónsdóttir besta mœtingasókn 3. fl. kv. Miðröð talið frá vinstri: Birgir Hermannsson besta mœtingasókn í 5. fl., Sveinbjörn Sigurðsson bestu framfarir í 5. fl., Þórarinn Ólafsson, besti leik- maður 5. fl., Ólafur Ingólfsson, þjálfari minniboltans. Efsta röð talið frá vinstri Hjálmar Hallgrímsson, besti leikmaður 3. fl. og meistaraflokks, Rúnar Þ. Arnason bestu framfarir í 4. fl., Hannibal Guðmundsson besti leikmaður 4. fl., Guðmundur Bragason bestu framfarír í 3. fl. og Jóhannes Sveinsson besta mœtingasókn í meistaraflokki og Jóhannes Vilbergsson sem fékk viðurkenningu fyrir bestu mœtingasókn í 4. fl. Ljósm. PHI J Fréttabréf frá Bókasafni Grindavíkur Þegar litið er yfir rekstur bóka- safnsins á árinu 1983, getum við verið harla ánægð. Tala notenda safnsins um síðustu áramót erkom- in í 950, útlán bóka á árinu var 22000 eintök eða 11 bækur á hvern íbúa. Aukning frá árinu áður er 5.2% en aukning frá 1980 er 10%. Bókaeign safnsins er nú skv. síð- ustu talningu 6082 eintök, ca. 5000 titlar. Keyptar voru 3 nýjar frístand- andi bókaeyjar, kortapúlt, skápur fyrir barnabækur og tímaritahilla ásamt plötugeymslu, en safnið byrjaði á þessu ári útlán á plötum og snældum. Leiga fyrir hverja plötu í 2 vikur kostar Kr. 20.00. Sögustund barna er á laugardög- um, yfir vetrarmánuðina kl. 2 - 3 e.h. og hefur verið vel sótt. Safnið er opið alla virka daga kl. 17 - 20, nema yfir sumarmánuðina júní, júlí, ágúst er lokað á föstudögum. Góðir samborgarar, ef þið skyld- uð sjá bók merkta Bókasafni Grindavíkur og komin er í einka- eign, þá vinsamlegast skilið henni til safnsins, þó bókin sé ekki á ykkar nafni. Fyrir hönd bókasafnsnefndar og okkar bókavarða viljum við þakka af alhug þann meðbyr sem bóka- safnið hefur haft hjá Bæjarstjórn Grindavíkur sl. 4 ár. Kjörorð okkar er, „þjálfaðu hugann . . . hlauptu í Bóka- safnið“. Bókavörður. Minnisvarði um drukknaða menn í Grindavík. Minnisvarðinn ergerður af Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara. Ljóstn. Ólafur Rúnar.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.