Bæjarbót - 05.01.1987, Qupperneq 1

Bæjarbót - 05.01.1987, Qupperneq 1
Óháð flokkadrætti 6. árgangur - Janúar 1987 - 1. tölublað Heilsugœslumál í Grindavík: „Besta staðsetning nýrrar Heilsugæslustöðvar er við Víkurbraut miðja“ r — spjallað við Kristmund Asmundsson lækni Segja má að heilsugæslumál Grindvíkinga séu komin á vissan vendipunkt. Eftir komu Krist- mundar Ásmundssonar læknis hingað og stofnun heilsugæslu- nefndar bæjarins eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar hafa leikið ferskir vindar um heilsu- gæslumálin og segja má að framtíðarmótun þeirra sé nú í alvarlegum undirbúningi. Á síðasta bæjarstjórnarfundi nýliðins árs var ákveðið að útbúa aðstöðu fyrir sjúkra- þjálfara hér innan bæjar, líklega í nýja íþróttahúsinu. Sjúkra- þjálfari er þegar fluttur til Grindavíkur og fastlega er reiknað með að hann hefji fullt starf hér með vorinu, en að sögn Kristmundar læknis er meira en nóg fyrir einn sjúkraþjálfara að gera hér. Málefni heilsugæslu og sjúkrahúss hafa verið áberandi í umræðunni hér syðra undanfar- in misseri. Sterkar raddir hafa heyrst um að Grindvíkingar ættu að segja skilið við Heilsu- gæslu Suðurnesja og standa al- farið á eigin fótum. Blaðið innti Kristmund eftir hans skoðun á því. „Miðað við fyrstu áætlaðar kostnaðartölur frá Heilsugæslu Suðurnesja er hlutur okkar um 3,3 milljónir af kostnaðinum, sem að mínu mati er allt of há tala og eigi hún að standa höfum við ekkert með þetta samstarf að gera. Fyrir þessa upphæð getum við rekið luxus heilsugæslu hér sjálf. Hins vegar, ef okkar hluti af kostnaðinum er eðlilegur, a.m.k. ekki hærri en gegnur og gerist í sambærilegum einingum annars staðar, get ég vel hugsað mér áframhaldandi samstarf. Ég bendi þó á að það er alltaf betra að þurfa ekki að sækja alla hluti undir stjórn sem situr í öðru byggðarlagi. Ég hef mínar ákveðnu skoðanir á þessu, en þetta er hápólitískt mál, í mikilli umræðu og skoðun. Vonandi tekst okkur í sameiningu að finna bestu lausnirnar.“ Á núverandi fjárlögum var samþykkt fjárveiting til bygg- ingar heilsugæslustöðvar hér. Ekki há tala, en þó byrjun á ein- hverju meiru. Það hefur áður komið fram hér í blaðinu að Kristmundur Ásmundsson læknir telur núverandi aðstöðu Heilsugæslustöðvarinnar al- gjörlega ófullnægjandi. ,,Þetta húsnæði hentar ágætlega til að skrifa út lyfseðla, en þarna er engin aðstaða til minniháttar aðgerða, þrengsli eru mikil og tækjakostur af mjög skornum skammti. Þetta leiðir til þess að senda verður mikinn fjölda fólks til Sjúkrahússins í KeÁavík til þeirra aðgerða sem hér ætti að framkvæma, þvi nú er fagleg kunnátta til þess hér á staðnum. Ég geri fastlega ráð fyrir að bæjar'núar vilji geta notið sem bestrar aðhlynningar hér innan- bæjar, en til þess að svo geti orðið verður að taka stór skref í uppbyggingu nýrrar heilsu- gæslustöðvar. Ég tel að við eigum að byggja nýja sér- hannaða Heislugæslustöð frá grunni, u.þ.b. 400 - 500 ferm. hús, þar sem gert verður ráð fyrir aðstöðu fyrir sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfara og ýmsa sérfræðinga auk aðstöðu fyrir heilsugæslulækna. Ég vil að þetta verði myndarlega gert, engar bráðabrigðalausnir og ég bendi á að ríkið greiðir 85% af Viðmiðunarstuðull til fast- eignamats á landinu er reiknað- ur út eftir kaupsamningum sem gerðir eru um allt land þegar fasteignir eru seldar. Fasteigna- verð er hæst í Reykjavík og því talið vera 100% og verð á öðrum stöðum miðað við það. Á árinu 1985 var mat fast- eigna í Keflavík, Njarðvík og Grindavík 71,4% af Reykja- víkurmatinu og ekki annað kostnaði á móti 15% frá bænum. Heilsugæslunefndin starfar ötullega að þessum málum og m.a. fórum við í skoðunarferð austur fyrir fjall sl. haust og skoðuðum fjórar Heilsugæslustöðvar. ‘ ‘ Eins og áður hefur komið fram hér i blaðinu eru skiptar skoðanir um staðsetningu nýrrar heilsugæslustöðvar. Oft hefur því verið haldið fram að heppilegur staður væri í grend við Heimili aldraðra. En hvað finnst lækninum? „Staðsetn- ingin er mér mikið hjartans mál. Ég er andvígur staðsetningu við Austurveginn. Á heimili aldr- aðra er m.a. gert ráð fyrir lækn- isaðstöðu og sjúkraþjálf- arastöðu og því einfalt mál að vitað en sama viðmiðun yrði viðhöfð við fasteignamat fyrir árið 1986. Fasteignamat Ríkisins var ekki á því og lækkaði stuðulinn fyrir Grindavík um 10%. Mat hér er því 64,5%, en í Keflavík og Njarðvík var það hækkað í 75%. Sandgerði hefur 54.5% en Garður og Vatnsleysustrandar- hreppur 50.8% af Reykjavíkur- matinu. Kristmundur Ásmundsson veita þessa þjónustu á staðnum. Eftir allmikla skoðun er ég sann- færður um að besta staðsetning- in er við Víkurbraut miðja. Þar yrði stöðin nokkuð miðsvæðis milli skóla, atvinnusvæðis og heimilanna. Líklega koma 200-250 manns á heilsugæslu- stöðina á hverri viku og mér finnst mikið atriði að sem flestir geti komist fótgangandi að stöðinni. Staðsetning við Austur- veg, austan við núverandi byggð, finnst mér alveg út í hött. Þó ekki væri nema vegna þess að mér skilst að þar verði all oft ófært“ sagði Kristmundur Ás- mundsson heilsugæslulæknir að lokum. Þessar breytingar hafa það í för með sér að tekjur bæjarsjóðs af fasteignum rýrna um 1,5-2 milljónir frá því sem menn töldu þær verða. Hins vegar mun bæjarstjórnin leggja 25% álag á fasteignaskattana, eins og heimild er til í lögum, næstu 10 árin og nýta sjóðinn sem þannig myndast til að flýta fyrir lagn- ingu varanlegs slitlags á götum og gangstéttagerð í bænum. Bæjarbót spyr: Hefur þú trú á að Grindavíkurliðið komist upp í úrvalsdeildina eftir þetta keppnistímabil? 48- Bogi Hallgrímsson: ,,Já frekar hef ég nú trú á því. Ég hef tröllatrú á liðinu okkar núna og strákarnir eiga svo sannarlega fram- tíðina fyrir sér.“ Willard Ólason: ,,Já, ég hef trú á því, en það verður erfitt. Það verð- ur minnsti hugsanlegur munur á Grindavík og ÍR.“ Sigurður Vilmundsson: „Ég er heldur efins um það. Grindavík verður eitt af þrem liðum í toppbar- áttunni, en vafi hvort það nær toppnum.“ Helgi Ólafsson: „Já, já ég hef trú á því. Það verður tveggja stiga munur á toppnum. Grinda- vík númer eitt og ÍR í öðru sæti.“ Einar Jón Ólafsson: „Já, af hverju ekki? Grindavík og IR verða númer eitt og tvö. Hugsan- lega hnífjöfn og þá verður úrslitaleikur. Bæjarbót Sími 8060 Núverandi húsnæði Heilsugæslunnar ófullnægjandi segir Kristmundur læknir. Fasteignamat: Viðmiðun lækkuð um 10% —matið hér 64,5% af Reykjavíkurmatinu JSLANDS

x

Bæjarbót

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.