Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 5
 Óháð flokkadrætti 'Slmr' Illiliii.ii Fyrir sælkera! Pyisu- vagninn við Hnfncir- götu 13 m** i • Nýr framkvœmdastjóri í Festi: „Bjartsýnn á að þetta geti gengið“ — segir Bjarni Ólason framkvæmdastjóri Eigendur félagsheimilisins Festar hafa gengið til samninga við Bjarna Óiason matreiðslu- mann og var gerður samningur við hann til 1. júlí 1988. Bjarni var ráðinn til að annast rekstur húss og búnaður og alla útleigu. Auk Bjarna sóttu tveir heima- menn um forstöðumannsstarfið, Helgi Th. Andersen og Þórður Stefánsson. Tvær umsóknir bárust svo frá Reykjavík. í samningi Bjarna og Hús- eigendafélagsins segir að Bjarni beri ábyrgð á greiðslum fyrir afnot af húsinu og honum beri að standa skil á þeim vikulega til húseigenda. Hita, rafmagn, fasteignagjald og fastagjald síma greiðir Húseigendafélagið. Einnig viðhald húss og búnaðar. Gert er ráð fyrir að Bjarni ákveði gjaldskrá fyrir húsið í samráði við Húseigendafélagið. Verði um eigin rekstur Bjarna að ræða t.d. sölu á veitingum er gert ráð fyrir að 10% innkomu renni í hússjóðinn. Ýmis fleiri ákvæði eru í samningnum sem ekki verða frekar tíunduð hér. í spjalli vð Bjarna kom fram að á þessu ári verður ráðist í miklar endurbætur á húsinu og unnið fyrir 1,5 miljónir og fram- kvæmdum lokið fyrir mitt næsta ár. Gert er ráð fyrir heild- arkostnaði upp á 2,5 milljónir. ,,Ég er bjartsýnn á að hægt sé að reka þetta á þessum grund- velli“ sagði Bjarni. ,,Ég verð með þjón hérna hjá mér og býð upp á alla þjónustu sem svona hús getur veitt. Ég vonast eftir góðu samstarfi við fólkið í bænum og hlakka til að takast á við þetta verkefni.“ Bjarni Ólason framkvœmdastjóri á skrifstofu sinni í Festi. Meirihluiinn: 25% á fasteignagjöldin Sjálfstæðisflokkurinn gefur tóninn og knýr á um aukna skattbyrði. Á bæjarstjórnar- fundi nýlega flutti forseti bæjar- stjórnar Eðvarð Júlíusson til- lögu frá meirihlutanum um 25% álag á fasteignagjöldin. Rökin fyrir tillögunni voru þau að nota ætti féð til að gera átak í varan- legri gatnagerð í bænum. Setja ætti peningana til hliðar í sjóð sem varið yrði til gatnagerðar og taka mætti lán út á viðbótar- skattinn. Eftir að bæjarstjóri hafði í löngu máli útskýrt hvað ellilif- eyrisþegar færu vel út úr álagn- ingu fasteignagjalda í ár, dró Eðvarð fram fyrrgreinda tillögu og mælti fyrir henni. Þótti minnihlutanum tillagan koma sem köld vatnsgusa eftir orð bæjarstjóra um hag ellilifeyris- þega. Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins gagnrýndu álagið aðallega fyrir tvennt. 1. Þeir töldu að viðbótarféð myndi renna í hina miklu hít bæjarsjóðs og ekki nýtast til varanlegrar gatnagerðar heldur verða bara einn skatturinn til. Ekki lágu fyrir neinar áætlanir um ákveðna gatnagerð sem ætti að fjármagna með álags fénu. Allt væri mjög loðið og óljóst. 2.Svo gagnrýndu fulltrúar Alþýðuflokksins það að tillagan um aukna skattheimtu fengi ekki eðlilega meðferð í bæjar- ráði. Á bæjarráðsfundi í des- ember var fjallað um álagningu fasteignagjalda og % ákveðin á hin ýmsu fyrirtæki og einstak- linga. Á þeim fundi kom ekkert fram um viðbótarálagið. Hefði það þó verið eðlilegt. Örfáum dögum seinna draga sjálfstæðis- menn fram tillögurnar um álagið á fasteignagjöldin. Með þær var farið sem mannsmorð. Þykir Grindvíkingum ekki fasteignagjöldin sín sæmileg! Þeir fá enga tryggingu fyrir því að nýji skatturinn fari til varan- legrar gatnagerðar. Jón Gröndal. __ J|V -- Virka daga er opið kl. 3-11 Um helgar frá 3-? (eitthvað fram eftir nóttu) — Líttu við! — Til sölu í Grindavík # Mánagata 5, 135 ferm. einbýlishús á þremur pöllum, með 30 ferm. bílskúr. 4 svefnherbergi og stofa. Lítið áhvílandi. Laus fljótlega. Verð: 3,300.000.- # Víkurbraut 13. Eldra einbýlishús, allt nýgegn- tekið, með nýrri eldhúsinnréttingu og tækja- búnaði, 5 herbergi, 2 stofur, forstofa og kjallari. Verð: 2,600.000.- # Hvassahraun 5, ca 130 ferm. einbýlishús. 3 svefnherbergi. Laus fljótlega. Skipti á íbúð í Keflavík möguleg. Verð: 2,800.000.- # Heiðarhraunll, skemmtilegt 136 ferm. endarað- hús, ásamt bílskúr og sökkli fyrir garðstofu. 4 svefnherbergi. Laus fljótlega. Verð: 3.400.000.- # Efstahraun 22,136 ferm. nýlegt einbýlishús með frágenginni lóð. Lítið áhvílandi. Verð: 3,850.000.- # Borgarhraun 8, 120 ferm einbýlishús ásamt 50 ferm. bílskúr. Verð: 3,600.000.- #Litluvellir 16, 60 ferm. raðhús, ekki fullklárað. Verð: 1,720.000.- # Efstahraun 16, ca 125 ferm. raðhús ásamt bíl- skúr. 4 svefnherbergi. Skipti möguleg á minni eign. Verð: 3.100.000.- FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavik - Sími 372 Elías Guðmundsson, solustjórí i Jónsson, tögfrseðingur

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.