Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 7
 Óliáð flokkadræUi 7 Ferðamál: 480 á Flakkaramiðum 1986 — mikið ferðaframboð í sumar i "I og vönduðum félagsfána. Einnig kom fram tillaga um að félagið færi að huga að eigin húsnæði og var kosin nefnd til starfa með stjórninni að því máli. Á fundi í byggingarnefnd fyrir félagshús, sem haldinn var 14. júní sama ár, voru lagðar fram teikningar og kostnaðar- áætlun frá Húsasmiðjunni í Reykjavík. Samþykkt var að hefjast handa og ákveðið var að ráða Guðmund ívarsson sem byggingarmeistara, Árna Sveinsson rafverktaka og Alfreð Sveinbjörnsson til pípulagna. Byrjað var á húsbyggingunni síðsumars 1977 og var húsið formlega opnað á sjómanna- daginn 1979, og stuttu síðar tekið í rekstur. Bygging húsins gekk ekki áreynslu og átakalaust fyrir sig, en mikilvægast er að Hinrik Bergsson. allir eru sáttir og félagið á nú þetta hús nær því skuldlaust. Hér verður ekki nánar rakin byggingarsaga hússins, en þó skal getið Snorra Jónssonar í Húsasmiðjunni, sem hvatti menn mjög til að ráðast í bygg- inguna, auk þess var Snorri ákaflega sveigjanlegur í við- skiptum. Á fundi 31. desember 1977 gerðu fulltrúar félagsins í fram- kvæmdarnefnd minnisvarða um drukknaða menn í Grindavík grein fyrir framkvæmdum, en félagið átti ætíð fulltrúa í fram- kvæmdanefndinni. Minnisvarð- inn Vonin var afhjúpaður á sjó- mannadaginn 1980viðhátíðlega athöfn. Þann 22. júní 1979 var haldinn fundur í hinu nýja húsi félagsins. Á þeim fundi voru kosnir tveir menn til viðræðna við Vélstjórafélag Suðurnesja um samningsrétt vélstjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja. Þeim við- ræðum lauk með samkomulagi þess efnis að Vélstjórafélag Suðurnesja færi með samnings- rétt þessara manna þangað til við værum komnir með félag vélstjóra með fjórða stigs vél- stjóra um borð. Á þessum sama fundi var hinu nýja félagshúsi gefið nafnið Vör. Einnig var samþykktur 50 þúsund króna styrkur til Lúðrasveitarinnar á staðnum. Á fundi 14. febrúar sama ár kom fram sú tillaga að huga að kaupum á öðrum sumarbústað og var bent á að auglýstir hefðu verið bústaðir í Húsafelli í Borg- arfirði. Stjórn orlofssjóðs var falið að kynna sér málið og ganga frá kaupum ef um semdist. Á aðalfundi, sem hald- inn var 29. desember 1982, var tekið fyrir bréf frá ísfélagi Grindavíkur um að félagið gerðist hluthafi í félaginu. Full- trúi félagsins, sem mætti á stofnfund ísfélagsins, tilkynnti að hann hefði skrifað undir 20 þúsund króna hlutafjárloforð með fyrirvara um samþykki aðalfundar og var þetta sam- þykkt. Á þessum fundi var einnig samþykkt að fjármagna 1 til 2 vistrými í byggingu Heimilis Aldraðra í Grindavík og var það talið stjórn og trúnaðarmanna- ráði ásamt stjórn Styrktar og sjúkrasjóðs. Á fundi 28. febrúar 1984 var samþykkt að ágóði af Sjó- mannadeginum rynni til Heimilis Aldraðra í Grindavík, og hefur það verið þannig síðan. Áður rann hagnaður af deginum til Björgunarsveitarinnar Þor- björns. Einnig var lesið bréf frá Björgunarsveitinni Þorbirni þar sem þeir þakka sjómönnum veittan stuðning við fjármögnun á björgunarbát fyrir sveitina og sendu þeir með teikningar af nýja bátnum. Á fundi 2. júní 1985 var ákveðið að taka þátt í gerð heimildarmyndar um Grindavík, sem Myndbær var að vinna að. Á fundi 10. júní 1985 var samþykkt að gefa 50 þús. til bátaskýlis fyrir hinn nýja bát Björgunarsveitarinnar, Odd V. Gíslason. í tilefni af ári æsk- unnar 1985, var ákveðið að gefa Grunnskóla Grindavíkur (ásamt Kvenfélagi Grindavíkur) mynd- bandstæki og monitor, full- komin tæki. Góðir afmælisgestir eins og þið hafið heyrt hefur aðeins verið stiklað á stóru í sögu félagsins og fárra nafna getið, enda nafna upptalning viðkvæmt mál og vandasamt. Þó er ekki hægt að skilja svo við sögu Sjómanna og Vélstjóra- félags Grindavíkur að ekki sé getið þeirra manna sem haldið hafa um fjármál félagsins. Magnús Magnússon í Nesi var gjaldkeri Verkalýðsfélagsins þegar deildin var stofnuð og gengdi einnig gjaldkerastarfi deildarinnar, eftir að fjármál félagana voru aðskilin og allt til ársins 1975 þegar hann fluttist burt, en Magnús var einn af fyrstu vistmönnum Hrafnistu í Hafnarfirði. Vilmundur Ingi- marsson tók við gjaldkerastarf- inu af Magnúsi og gengdi því til hinstu stundar. Fyrir hönd félagsins þakka ég öllum fyrr- verandi og núverandi félögum trygglyndi, ræktarsemi og hlý- hug í garð félagsins. Þeim fjöl- mörgu sem valist hafa til trú- naðarstarfa vil ég einnig þakka vel unnin störf. Ég mun nefna formenn félagsins í þeirri röð sem þeir gengdu formennsku- störfum fyrir félagið. Ragnar Magnússon 1956-1961 Vilmundur Ingimars. 1962-1965 Kjartan Kristófersson 1966-1967 Sverrir Vilbergsson 1968-1969 Sverrir Jóhannsson 1970-1974 Guðmundur Finnsson 1974-1976 Kjartan Kristófers. 1976-1983 og núverandi formaður er Sævar Gunnarsson.“ Á síðast liðnu ferðaári voru Grindvíkingar mikið á ferðinni bæði hér heima og erlendis. Umboðsskrifstofan Flakkarinn afhenti alls 480 farmiða á árinu, þar af 245 til ferðalaga innan- lands og 235 vegna áætlunar og pakkaferða til annarra landa. Þetta jafngildir því að um 24% bæjarbúa hafi brugðið undir sig betri fætinum en þess ber að geta að skrifstofan var opnuð 2. júní, fyrri hluta ársins var þjón- ustan í heimahúsi. Nú eru sumarleyfisferðirnar 1987 til útlanda óðum að mót- ast. Ljóst er að ferðaframboð verður mikið, bæði í leiguflugi og áætlunarflugi beggja flug- félaganna, auk siglinga ferjunn- ar Norröna. Þrátt fyrir fjöl- breytt ferðaval er alltaf best að bóka sig snemma og fá þá einmitt þá ferð sem hugurinn stendur til. fastet|na! • iddagivat sti Öal^ð greiða- siðan ber ao s s\< \5. febrúat \5. trrars 15. apri' _ m 15. trrat V . • Og •eiðið á rettura *rfa kostrvaö Bœjarsjóður ’Grindavíkur POLAfílS FERÐASKRIFSJOFAN Bæklingurinn kemur 7. A febrúar C(Jö/4 Mallorka - Ibiza Sumardvalarstaðir sem standa undir nafni Flakkarinn 'Sími 8060

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.