Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 12

Bæjarbót - 05.01.1987, Blaðsíða 12
 Bæjarbót er fyrst og fremst blað Grindvfldnga. Útgefandi er Flakkarinn — Bæjarbót. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Bjöm Birgisson. Afgreiðsla, ritstjóm auglýsinga og efnismóttaka er að Víkurbraut 19 og sími blaðsins er 8060. Bæjarbót kemur út mánaðarlega, í lok hvers mánaðar. Setning og prentun: Prentiðn, Hafnarfirði. Blaðinu er dreift í hvert hús í Grindavík og í stórverslanir í Keflavík og Njarðvík. Einnig er það sent til áskrifenda, en íbúar á Suðurnesjum og um allt land geta fengið blaðið í áskrift. Áskriftarsíminn er 8060. 6. árgangur Janúar 1987 - 1. tölublað íþróttamenn Grindavíkur 1986 í körfuknattleik, golfi, knattspyrnu, júdó og handknattleik ____________irs>m 1 verður þa^ fas,ur ^‘""vifsérdeildir VMFG. Mamenn eru í ‘"’ZStrZw eStl'þeSSarí bœrnrn og þ“ð erJ fnveí enn harðar aðserjyr --- ulnefninguogjjjjj —------------------------- ..■ j ■ rxi iuí rnfiA íþrótta- i m^sigurvegararfíórir , SC*-—'SS-V:-•’££ Körfuknattleiksmaður ársins 1986 í Grindavík er Guðmundur Bragason. Hann er 19 ára og hefur leikið í 3 ár með mfl. UMFG og keppnist ímahilið 1985-86 dvaldi hann í Banda- ríkjunum við nám, jafnframt því sem hann stundaði körfuknatt- leikinn af kappi og varð styrkasta stoð skólaliðsins. Guðmundur hefur leikið 10 unglingalandsleiki og lék sína fyrstu A-Iandsleiki skömmu fyrir áramótin gegn Sví- þjóð, ísrael og Grikklandi og stóð þar vel fyrir sínu og var í byrj- unarliði íslands. Guðmundur er einnig útnefnd- ur golfmaður ársins 1986. Hann var 2. í 1. flokki á íslands- mótinu og vann Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur og stóð sig einnig mjög vel á öðrum mótum. Knattspyrnumaður ársins 1986 í Grindavík er Ragnar Eðvarðs- son. Hann er 28 ára og lék sitt 10. tímabil með UMFG síðast liðið sumar. Hann lék fyrst með mfl. 1976 og árið eftir lék hann einn leik með unglingalandsliðinu í Færeyjum og stóð sig vel. Það er mál manna að í framhaldi af því hefði Ragnar getað náð lengra í knattspyrnunni en hann kaus að spila áfram fyrir sinn heimabæ. Næsta sumar annast Ragnar þjálfun Grindavíkurliðsins ásamt Júlíusi P. Ingólfssyni, en þeir hófu einmitt feril sinn saman í meistaraflokki 1976. Júdómaður ársins 1976 í Grindavík er Sigurður Bergmann Hauksson. Hann er 25 ára og starfar sem lögreglumaður í Grindavíkurlögreglunni. Helsti árangur Sigurðar á síðasta ári var íslandsmeistaratitill í - 95 kg flokki, en þar sigraði Sigurður Bjarna Friðriksson í úrslitum. Á Norðurlandamótinu sem haldið var í Eskilsstuna í Svíþjóð varð Sigurður í 3. sæti og hlaut brons- verðlaun, en í opna flokknum á sama móti varð hann annar og hlaut silfur. Þetta er glæsilegur árangur, sem gefur fyrirheit um meira. Þetta var fyrsta árið sem Sigurður keppti fyrir hönd Grindavíkur. Handknattleiksmaður ársins 1986 í Grindavík er Guðrún Inga Bragadóttir. Hún er aðeins 15 ára og stundar nám í 9. bekk Grunn- skóla Grindavíkur. Hún stundaði æfingar á árinu með Stúlkna- landsliði íslands (15-16 ára), en þess býður nú þýskalandsferð um næstu páska þar sem keppt verður við félagslið. Guðrún er markvörður og einn helsti eiginleiki hennar er sá að hún þykir traust, þ.e. ver ávallt vel, en á ekki slaka leiki inn á milli. Þess má geta að Guðrún er systir Guð- mundar Bragasonar, sem valinn var körfuknattleiksmaður ársins. , t 'ikhm til hamingju með alð Sparisjóðurinn er sjóður Suðurnesj amanna

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.