Bæjarbót - 01.02.1987, Side 1

Bæjarbót - 01.02.1987, Side 1
Öháð flokkadrætti 6. árgangur — Febrúar 1987 — 2. tölublað Eftir að Ríkismatið var lagt niður: Hvernig á að verðleggja fiskinn? — mörg dæmi um að fiskur sem ekki er metinn sé allur keyptur sem 1. flokks vara. Skiptar skoðanir meðal sjómanna. FISKMAT GRINDAVÍKUR SF Fiskmat Grindavíkur er í eigu útgerðarmanna og matið framkvæmt af þeirra starfsmanni. Þegar hafa verið ákveðnar verðbætur ofan á Landssambandsverðið. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að búið er að leggja ferskfiskmat á vegum ríkisins niður. Mat er þó víðast hvar framkvæmt áfram en að því standa nýir aðilar. Hér í Grindavík hafa sjómenn og fiskverkendur samið um að ferskfiskmatið haldi áfram óbreytt eins og verið hefur og hafa ráðið matsmanninn. Her- mann Ólafsson, sem áður var starfsmaður Ríkismatsins, í sína þjónustu. Síðan hefur verið sett upp nefnd tveggja fulltrúa sjó- manna og tveggja frá fiskvinnsl- unni til þess að skera úr um ágreiningsatriði. Náist ekki sam- komulag má vísa deilunni til yfirmatsmanns Ríkismatsins á Suðurnesjum, sem er Gunnlaug- ur Guðmundsson. Þetta er það fyrirkomulag sem aðalfundur LÍÚ í Vestmannaeyjum lagði til í haust og líklega verður það víða tekið upp. ■Ml Jóhann Guðfinnsson formaður á Hrappnum. í kjölfar ýmissa mótsagna- kenndra frásagna af mati, samningum um föst verð t.d. 80% í 1. flokk og 20% í 2. flokk og fleira í þeim dúr, jafnvel allt í 1. flokk, hafði blaðið samband við nokkra aðila. Niður við höfn var Hrappur GK að landa og Jóhann Guð- finnsson formaður á bátnum var spurður um álit. ,,Það verður að hafa matið á fiskinum. Hvernig borgað er eftir því er annað mál. Menn geta borgað meira fyrir 1. flokkinn og minna fyrir 2. flokk. Landssambandsverðið er allt of lágt og staðreynd er að hér er ekkert borgað eftir því, ég held bara hvergi á svæðinu frá Akranesi til Þorlákshafnar. Fast verð býður upp á minni gæði því þá hafa sumir tekið á það ráð að fjölga trossum.“ Bragi Guðmundsson matsveinn Hraunsvíkin GK 68 selur afla sinn til Brynjólfs í Njarðvíkum, en landar alltaf hér í Grindavík og fiskurinn fer ekki í matið. Hvað segir Bragi Guðmundsson matsveinn um málið: „Ailur okkar afli er borgaður sem 1. flokkur og auk þess eru veiðar- færafríðindi boðin, t.d. á humr- inum á sumrin. Ég held að algengt sé að 75-80% aflans fari 1. flokk þegar metið er. Mismunurinn er þá yfirborgun til okkar.“ Hermann Ólafsson, mats- maður hjá Fiskmati Grinda- víkur, vildi lítið tjá sig um þetta mál, enda hann nú í vinnu hjá útgerðarmönnum. Hann gat þess þó að sér þætti nauðsynlegt að fiskur væri metinn og kapp lagt á gæðin og sér þætti ekki úr vegi að borga ,,bónus“ fyrir 1. flokks fiskinn. Á fundi sem útgerðarmenn héldu um breytt viðhorf, eftir að ríkismatið var lagt niður, voru skiptar skoðanir um hvernig greiða ætti fyrir fiskinn. í fund- arlok var þó samþykkt að greiða 10% ofan á Landssambands- verð á ufsa, 5% á 1. flokks þorsk og einnig aukabónus fyrir fisk í körum, en þannig fæst verðmeiri afli að landi sem jafn- framt skapar sjómönnum aukna vinnu. „Þetta er bara byrjunin“ sagði einn viðmælenda blaðsins „togstreitan um verðið á eftir að harðna.“ Hvers virði er aflinn? Hvernig á að ákvarða laun sjómanna? Á samræmingin að gilda, eða eiga markaðsaðstæður og geta einstakra fiskkaupenda að ráða verði? —Menn fara ekki langt á bæklingunum einum sér! —En má ekki bjóða þér að kíkja í þá samt! Heitt á könnunni! Flugleiðir Urval Pólaris Saga FRÍ Trygginga- miðstöðin FLAKKARINN Síminn er 8060 Bæjarbót spyr: Áttu von á óvæntum úr- slitum í kosningunum hér í vor? Vilborg Guðjónsdóttir: , ,Ég er varla farin að hugsa um kosningar, en hef mjög litla trú á miklum breyt- ingum.“ Guðrún Einarsdóttir: „Ég er mjög ópólitísk, kýs alls ekki alltaf og get því illa svarað þessu.“ Gunnar Sigurgeirsson: „Já, það verður algjör krata sprenging hér í kjör- dæminu.“ Bjarni Ólason: „Já, framsókn fær 2 menn. Ætli flestum þyki það ekki óvænt.“ Kristinn Benediktsson: „Já og ég hef þegar varað mína flokksbræður við of mikilli bjartsýni.“ L

x

Bæjarbót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.