Bæjarbót - 01.02.1987, Side 2

Bæjarbót - 01.02.1987, Side 2
2 Óháð flokkadrætti Eins og aðrar árstíðir á veturinn sína töfra, en sýnir þó stundum klærnar. Jón Þorláksson á Bægisá lýsir því svo: Æðir fjúk um ýmis búk ekki er sjúkra veður klæðir hnúka hríð ómjúk hvítum dúki meður. Þegar svo viðrar er gott hjá góðum vinum að vera og hafa allt á hreinu. Stephan G. kveður: Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum. En fegurð vetrardagsins varð Páli Ólafssyni að yrkisefni: Gluggar frjósa, glerið á grefur rósir vetur falda ljósu fjöllin há fátt sér hrósar betur. Og vetrarnóttin hreif Pál ekki síður: Nú eru á himnum norðurljós niður að fjallatindum loftið er allt ein loga rós sem leikur í ótal myndum. Bjartsýni manna og þor eykst með hækkandi sól. Bólu- Hjálmar mun sjaldan hafa haft ástæðu til að vænta góðæris en samt kvað hann svo: Læt eg sorg og langa sút lúta skímu valdi. Gægist morgunn ungur út undan grímu tjaldi. Jón S. Bergmann tekur undir með Hjálmari: Láttu aldrei þjakast, þótt þrengist stundarhagur. Eftir kalda klakanótt kemur sólardagur. Sigurður Breiðfjörð kvað svo um veturinn: Margt í huga hvarflar mér um himinbuga setur en orð ei duga að dást að þér dýrðauðugur vetur. Ármann Dalmannsson orti þessa hringhendu um vetrar- fegurð: Fjöllin klæðir kaldur snær kristals þræðir titra. Ljómar bæði land og sær ljós í hæðum glitra. Að lokum glettin vetrarvísa eftir Rósberg G. Snædal. Ég er orðinn eins og skar illa þoli hríðar. Vitanlega verð ég snar- vitlaus innan tíðar. H.G. c,\^sX) Eftirtaldar lóðir eru lausar til endurúthlutunar: Efstahraun 24 Hafnargata 13 Bakkalág 19 Hólmasund 2 Staðarsund 1 Vörðusund 4 Tangasund 1 Tangasund 2 Frestur til að skila inn umsóknum er til 1 mars 1987. Ef byggingarframkvæmdir verða ekki hafn- ar 12 mánuðum eftir úthlutun lóðar fellur úthlutunin úr gildi. Byggingafulltrúinn í Grindavík Björgunar- sveitinni Þorbirni þakkað Eigendur Fiskaness hf. höfðu samband við blaðið og óskuðu eftir því að fá að koma á fram- færi sérstöku þakklæti til björg- unarsveitarmanna fyrir snör viðbrögð við björgun sjómanna af Skúmi GK og einnig ómetan- lega aðstoð við að ná bátnum á flot. ,,Þarna sannaðist enn að hér er ein best þjálfaða og við- bragðsfljótasta björgunarsveitin á landinu og við erum stoltir af þeim mönnum sem þar eru.“ Tilboði öldrunarráðs hafnað Á fundi í heilsugæslunefnd bæjarins nýlega var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að hún taki ekki boði sem barst frá Öldrunarráði um afnot af hluta húsnæðis Heimilis aldraðra. Taldi nefndin ófært að veita þangað allt að 3 - 4 milljónum í innréttingar á óhentugu hús- næði. Nær væri að láta það fé renna til nýrrar sérhannaðrar byggingar. Handknattleikur: Helstu úrslit —Ragnheiður skoraði alls 33 mörk 4. flokkur kvenna. 1. deild. Leikið 23. og 24. janúar í Njarðvík. UMFG - Selfoss 4-13 UMFG - Víkingur 17-12 UMFG-Fram 7-14 UMFG - UMFN 14 - 6 UMFG-KR 18- 9 Mörk UMFG skoruðu: Ragnheiður 21, Hafdís 19, Vigdís 12, Sigurrós 4, Hildur 3 og Lára 1. Næsta umferð verður 6. og 7. mars hér í Grindavík. 4. flokkur karla. 4. deild. Lentu í öðru sæti og flutt- ust því í 3. deild. UMFG-UMFN 16-14 UMFG - UMFÓ 11-8 UMFG-ÍA 10-12 UMFG-Grótta 16-10 UMFG - Ármann 9 - 7 Mörk UMFG skoruðu: Marel 28, Valur 12, Guðm. Örn 10, Albert 7, Leifur4og Björn 1. 3. flokkur kvenna. 2. deild. Leikið í Grindavík. UMFG-UBK 7-17 UMFG-UMFN 9-15 UMFG - Fram 7 - 6 UMFG - Selfoss 9 - 5 UMFG-KR 10- 9 Mörk UMFG skorudu: Ragnheiður 12, Lilja 9, Vigdís 9, Hafdis 8, Lára 3 og Hiktur 1. Auglýst eftir umsóknum Auglýst er eftir umsóknum um kaup á íbúðum í hús- unum Ásvellir 4 og 6 í Grindavík. Umsóknum, ásamt tilskildum upplýsingum, sé skil- að á skrifstofu Grindavíkurbæjar fyrir 31. mars 1987. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu bæjarskrifstofunnar. 17. febrúar 1987 Stjórn Verkamannabústaða í Grindavík. Bœjarstjóri. —Allar alhliða bílaviðgerðir— —Útvega alla varahluti— Bifreiðaverkstæði Grindavíkur Víkurbraut 1 - Sími 8357 Frá Tónlistarskóla Grindavíkur Nemendur! Gjörið svo vel að greiða skólagjöldin strax. Lokafrestur er til 10. mars. Skólastjóri.

x

Bæjarbót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.