Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 3

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 3
(rzœfém>l Óliáð flokkadrætti 3 Verkalýðsfélag Grindavíkur 50 ára: ,,Vorum ekkí í náðinni hjá þeim sem töldust vera ráðamenn yfir atvinnulífinu“ —litið við í afmælishófi Verkalýðsfélagsins í Festi launaða fólk, sem var að vinna fyrir daglegu brauði og gat varla lifað af! Ég man sérstaklega eftir sameiginlegu verkfalli með Dagsbrún. Þá var setið í sex sól- arhringa í Alþingishúsinu til að reyna að rétta kjör láglauna- fólksins. Eftir þessa löngu setu var boðað til fundar hér í Kven- félagshúsinu og fundarmenn voru allir sáttir við samninginn, sem var þó smámunir miðað við það sem síðar hefur náðst.“ Meðal annarra ræðumanna var fyrsti formaðurinn Erlendur Gíslason. Af lítillæti kvað hann það hafa verið tilviljun að hann var valinn til formennsku á sín- um tíma, hann hafi aðeins verið einn úr hópnum. Var Erlendur hylltur af gestum fyrir giftu- drjúg frumherjastörf og félags- sinnuð sjónarmið, sem m.a. urðu neistinn að stofnun Verka- lýðsfélags Grindavíkur fyrir 50 árum. Svavar Formenn heiðraðir. F. v. Júlíus, Svavar og Erlendur. Fjöldi gjafa barst. Þessi mynd kom frá Grindavíkurbæ. Undirbúningsnefndin vann frábœrt starf. Guðmundur Benoný Eins og fram hefur komið í fréttum varð Verkalýðsfélag Grindavíkur 50 ára 13. febrúar og hélt upp á afmælið með myndarlegu hófi í Festi. Eftir að Benoný Benediktsson formaður VG hafði boðið fjölmarga gesti velkomna var gengið til dag- skrár. Þrír aldnir fyrrum for- menn VG voru heiðraðir sér- staklega. Erlendur Gíslason fyrsti formaður félagsins, Svavar Árnason og Júlíus Daní- elsson. Mörg stutt ávörp voru flutt og hér birtast glefsur úr þremur þeirra. Guðmundur J. Guðmundsson: „Hér er ein stærsta verstöð landsins. Á fáum stöðum hafa menn sótt sjóinn jafn fast og á fáum stöðum til skamms tíma hafa skilyrði verið verri. Fisk- vinnslufólk er öðru fremur verkafólk hér. Þetta fiskvinnslu- fólk um land allt á nú töluvert undir högg að sækja. Það þarf að sækja stærri rétt, eins og sjávarútvegurinn reyndar allur og ég treysti á það unga fólk sem hér er að það haldi á hlut fisk- vinnslufólksins alls með félögum sínum allt í kringum landið.“ Svavar Árnason: síðar, með þrotlausu starfi, hefur verið gert að öruggri höfn. Verkalýðsfélagið lét frá upphafi mjög til sín íaka framfaramál í byggðarlaginu og þá ekki síst hafnarmálin. Þegar félagið var stofnað munu hafa verið hér hartnær 400 manns. Ekki var margmenninu fyrir að fara og það verður að segjast eins og er að á þeim tíma var það ekki vin- sælt að gerast forystumaður fyrir verkalýðsfélagi. Þeir sem það gerðu voru álitnir hálfgerðir svartir sauðir sem ekki voru al- mennt í náðinni hjá þeim sem töldust vera ráðamenn yfir at- vinnulífinu.“ Júlíus Daníelsson: ,,Ég á margar gamlar og góðar endurminningar frá því ég var formaður fyrir þessu félagi. Ekki síst þegar maður var að berjast fyrir að fá einhverjar kjarabætur fyrir þetta lægst „Árið 1939 var brotið blað í sögu bæjarins, því þá var fyrsta tilraun gerð til þess að grafa rás í gegnum rifið inn í Hópið, sem Erlendur STAÐARKJÖR — staður fyrir þig ! o Góðir Grindvíkingar! Við erum að taka við og byrjum á mánudaginn. Við bjóðum fólk sérstaklega velkomið til viðskipta. Við munum kappkosta að veita góða þjónustu og vörur á sanngjörnu verði — þannig að Staðarkjör verði staður fyrir þig. r -Ymsar nýjungar eru á döfinni- Sjáumst í Staðarkjöri! Ragnar Ragnarsson Guðfinnur Friðjónsson STAÐARKJÖR ^ — staður fyrir þig !

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.