Bæjarbót - 01.02.1987, Qupperneq 4

Bæjarbót - 01.02.1987, Qupperneq 4
4 ^g^fOT Óháð flokkadrætti /4 20. afmœlisárinu: Albert verður breytt í Bretlandi — tilboð Bretanna tæpar 40 milljónir Tilboð hafa verið opnuð í breytingar á nótaskipinu Albert GK 31. Lægsta tilboðið kom frá breskri skipasmíðastöð og því heíur verið tekið. Kostnaðaráætlun var upp á 44 milljónir króna en tilboð Bretanna var upp á 39,4 milljónir. Alls bárust 14 tilboð í breyt- ingarnar og voru þau frá 39,4 milljónum upp í rúmlega 71 milljón. Tvö tilboð bárust frá íslenskum aðilum. Skipasmíða- stöð Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi var þriðja neðst með 43,8 milljónir og Stálsmiðjan var í 7. sæti með 54 milljónir. Önnur tilboð voru frá ýmsum erlendum aðilum og það næst lægsta var frá skipasmiðastöð í Hamborg upp á 42 milljónir króna. Að loknu mati á tilboðunum og samhæfingu kom í ljós, að verð- munur á tilboði Bretanna og Þjóðverjanna var 5 milljónir króna og tilboð Þorgeirs og Ellerts var 7 milljónum hærra en það lægsta, að sögn Frímanns Sturlusonar, skipatæknifræð- ings hjá Skipatækni hf., sem annaðist útboðið. Breytingarnar á Albert eru samkvæmt útboði lenging um 5 metra, breyting á skut fyrir skut- tog, perustefni, endurbætur og breytingar á ibúðum, nýtt stýris- hús og þilfarshús undir það og hvalbak verður lyft. Áætlað er að vinna við breytingarnar hefjist með vorinu og taki rúma tvo mánuði. Mikil flóðhætta Her er Albert GK við Eyjabakkann hlaðinn af loðnu. Bátnum verður breytt í vor. Albert GK 31 hét áður Birt- ingur. Hann var byggður í Flekkefjord í Noregi 1967 og lengdur og yfirbyggður 1976. Hann mælist nú 316 brúttólestir og er á loðnuveiðum, en fer fljótlega utan. Að sögn Þórarins Ólafsson- ar, eiganda Alberts, var orðin mikil þörf fyrir þessar breyt- ingar þar sem skipið er nú 20 ára og tiltölulega lítið hefur fyrir það verið gert á þeim tíma. Þórarinn sagði að eftir breyt- ingarnar hentaði skipið mun betur til togveiða, bæði á fiski- troll og rækju, en nú er. Hópferðabílar Steindórs: Hafa viðkomu í Braut Eftir að hafa haft Víkurnesi sem aðalviðkomustað í Grinda- vík sl. 13 ár, hafa Hópferðabílar Steindórs nú hætt komum sín- um þangað, en munu þess í stað hafa viðkomu við söluturninn Braut við Víkurbraut. ,,Við gerum þessa breytingu m.a. vegna þess að sárafáir farþegar komu í bílinn hjá Víkurnesti og krókurinn þangað tafði bílana, sem verða að fylgja strangri áætlun. Mig langar til að senda Halldóri, Helgu og starfsfólki þeirra í gegn um tíðina kveðjur með sérstöku þakklæti fyrir mjög gott samstarf“ sagði Steindór Sigurðsson. Að hans sögn geta farþegar eftir sem áður komið í Bílana við Lands- bankann, Bragakjör og svo auð- vitað við Braut. Eigendur Þorbjarnar hf. hafa sent bænum bréf þar sem þeir benda á ört vaxandi flóðahættu fyrir neðan byggingar sínar. Leitað verður eftir fram- kvæmdaáætlun til varnar gegn landbrotinu hjá Hafnarmála- stofnuninni. Keppnisferð til Finnlands Nú mun vera ákveðið að 4. flokkur pilta fari í keppnisferð til Finnlands í sumar. Ferðin mun standa í 2 vikur og ýmsir staðir verða heimsóttir og keppt við heimamenn m.a. í vina- bænum Rovaniemi. Að sögn þjálfara eiga þeir strákar sem æfa vel og taka þátt í fjáröflun möguleika á að fara þessa keppnisferð. Einn blíðviðrisdag fyrir skömmu rakst blaðamaður á þessar ungu hestakonur í reiðtúr. Vinstra megin er Eria Ölversdóttir. ,,Þessi hestur heitir Stormur, fimm vetra. Ég er búin að eiga hann í2 ár, annars á ég 3 hesta“. Hin hestakonaner Guðveig Ólafsdóttir (Stella). „Þessihestur heitir Þekkur, en ætti kannski að vera Óþekkur. Ég á þrjá aðra hesta og mér finnst mjög gaman að annast umþá, þjálfaþá ogýmislegt fleira“. Þœr stöllur sögðust eyða miklum tíma íhestana. „Það er eiginlega enginn tími fyrir önnur áhugamál, en öllum tímanum með hestunum er mjög vel varið. “ Frá Rauða kross deildinni í Grindavík Óskað er eftir tilboðum í sjúkraflutningabílinn, sem senn verður leystur af hólmi. Þetta er Chevrolet Scotts Dale 10, , árg. 1979, með 350 vél og sjálfsplittuðu drifi að aftan. Mjög lítið ekinn og í toppstandi. Leitið uppl. og skilið tilboðum hjá Gunnlaugi Dan Ólafssyni. Símar 8555 (vinna) og 8504 (heima). Aðalstöðin "T\ Bílabúð - Sími 1517 TEMA Loft- og vökva- hraðtengi - allar stærðir. BETRI MEÐFERÐ * AUKIN GÆÐI * AUKIN VERÐMÆTI * VIÐ TREYSTUM BÚSETU OG VELMEGUN MEÐ VINNUV ÖNDUN r Utgerðarmenn í Grindavík

x

Bæjarbót

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.