Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 5
^iq«SDT Óháð flokkadrætti 5 Ur prentinu í kaupmennskuna, en hvert þaðan? „Tek mér stutt frí og finn svo eitthvað Grmdvikmga í litlum bæ eins og Grindavík, þar sem fyrirfinnst ekki svo- kölluð „pöbbastemning “ eða blómlegt götulíf, þar sem rign- ingin og þokan eru tíðir og lam- andi gestir, hittist fólk gjarnan í búðinni. Þangað kemur fólk og verslar vörur til daglegs brúks. Það má segja að þess konar búðir gegni ákveðnu hlutverki í samskiptum fólks. Viðskipta- vinirnir eru í nánum sam- skiptum við kaupmanninn. Það fer því ekki fram hjá fólki þegar Ástbjörn Egilsson í Bragakjöri kveður verslun sína og viðskiptavini og nýir eigend- ur þeir Ragnar Ragnarsson og Guðfinnur Friðjónsson mat- sveinn taka við. Bæjarbót ætlar ekki að láta sitt eftir liggja að þakka Adda góð kynni og þjónustu í gegnum tíðina og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Af því tilefni birtist hér viðtal við hann. Hvað gerðir þú áður en þú komst til okkar? ,,Ég var með litla hverfaversl- un í Reykjavík í þrjú ár, en er lærður prentari og starfaði við það í 13 ár áður en ég fór út í kaupmennskuna. Langaði þá til að prófa eitthvað nýtt.“ En hvað réðiþví að þú komst svo til Grindavíkur? „Það eru tilviljanirnar eins og svo oft. Ég ætlaði að kaupa stærri verslun, til þess þurfti ég að selja hina verslunina og íbúð- ina mína. En maðurinn sem ég ætlaði að kaupa af, hætti við og ég stóð uppi, búinn að selja mitt og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þá kom Bragakjör til sög- unnar. Við keyptum búðina ég og Jón Sæmundsson, en leigð- um húsnæðið. Það var svo 1. nóvember ’76 á mánudegi sem við opnuðum. Svo það eru rúm tíu ár núna. Jón var í liðlega fjögur ár og ári eftir að hann hætti þá keypti ég húsnæðið.“ Var auðveldara að reka mat- vöruverslun þá? ,,Já, miklu auðveldara, þá var lögbundin álagning miklu hærri en nú, sem engum datt í hug að víkja frá. Þótt stór- markaðir væru komnir til sög- unnar voru þeir færri en nú. Þessi háa álagning þýddi líka að vöruúrvalið gat verið meira.“ Ég hef heyrt því fleygt að Girndvíkingar séu frekir við- skiptavinir, heldurðu að það sé rétt? „Maður þekkir alla og er í svo nánu sambandi við alla. Það getur verið að fólk geri sér meira dælt við mann út af því, en flestir eru ágætir. Þegar ég kom hingað mætti mér gott viðmót og ég kunni strax vel við mig.“ En verðurðu ekki sár þegar fólk sem vanalega verslar utan- bœjar er með óánægju, þegar það kemur og fœr ekki það sem það vatnar? „Jú að sjálfsögðu, en það þýðir ekkert að vera að hugsa um það. Sumir viðskiptavinir eru með þeim ósköpum gerðir að þurfa sífellt að vera að nöldra um eitthvað og ekkert, en þeir eru sem betur fer mjög fáir.“ Er ekki annasamt að reka matvöruverslun? „Það er náttúrulega langur vinnudagur, ég hef t.d. aldrei ráðið útkeyrslumann. Mest verið í því sjálfur og Arnar gripið inn í það með mér. Það ber öllum saman um það, sem hafa rekið matvöruverslun að það er hvergi í neinni kaup- mennsku eins mikið puð. Það er svo margt að athuga á hverjum degi.“ Þú hefur verið ötull í félags- lífinu! „Já, það er nú einn sá þáttur sem ég á örugglega eftir að sakna. Ég hef verið í Kiwanis frá stofnun þess, það varð 10 ára í febrúar. Svo er það leikfélagið. Ég lék fyrst í „Ég vil fá minn mann“ og í „Fjalla-Eyvindi“. Ég var ritari í UMFG og hef verið í Golfklúbbnum. Þá er Knattspyrnu- deild UMFG ræður fram- kvæmda- stjóra Knattspyrnudeildin hefur ráðið Pálma Ingólfsson íþrótta- kennara í hlutastarf og hóf Pálmi störf fyrir deildina í janúar og samkvæmt heimild- um blaðsins er ráðningartími Pálma til 1. október í haust. Með vaxandi starfi knattspyrnu- deildarinnar hefur þörfin fyrir framkvæmdastjóra aukist, en það skólanefnd tónlistarskólans og bókasafnsnefnd í gegnum Sjálfstæðisfélagið. Svo er svona ýmislegt sem til hefur fallið.“ En segðu okkur, er langt síðan þú fórst að hugsa um að fara til Reykjavíkur? „Nei, það er nú ekki nema rúmt ár síðan ég fór að hafa orð á því við fjölskylduna að ég yrði ekki nema svona 2-3 ár í viðbót með Bragakjör. Þetta var bara ,,sjens“ sem við tókum með að kaupa Strætið sem er fataverslun við Laugarveginn í Reykjavík. Ella vildi frekar spreyta sig á því. Það var í raun ekki annað sem kom til greina en að hætta með Bragakjör. Að vera með heimili á tveimur stöðum er tómt rugl. Það var eiginlega undir vorið sem ég tók ákvörðun um að selja búðina, en ég held húsnæðinu til að byrja með.“ Örlagadísirnar munu kroppa í kringum þig eins og fleiri, veistu hvað er framundan? „Eins og er er ekkert sérstakt framundan ég tek mér smá frí og lít í kring um mig eftir einhverju að glíma við.“ Enginn þarf að vera í vafa um það að Addi finnur sér eitthvað að gera. En um leið og hann í lok þessa spjalls okkar þakkar viðskptavinum og starfsfólki í gegnum árin fyrir samveruna, megum við til með að þakka þeim þremenningum Adda, Arnari og Agli fyrir góða við- kynningu og óska þeim alls hins besta. RB. auk ýmissa tilfallandi starfa fyrir deildina mun Pálmi þjálfa 4. flokk pilta í sumar. Fyrir sælkera! Pyisu- yagninn við Haí'nar- götu 13 W‘* mm i i i • iV Virka daga er opið kl. 3-11 Um helgar frá 3-? (eitthvað fram eftir nóttu) — Líttu við! — Til sölu í Grindavík • Hvassahraun 5, ca 130 ferm. einbýlishús. 3 svefnherbergi. Laus fljótlega. Skipti á íbúð í Keflavík möguleg. Verð: 2,800.000,- # Heiðarhraunll, skemmtilegt 136 ferm. endarað- hús, ásamt bílskúr og sökkli fyrir garðstofu. 4 svefnherbergi. Laus fljótlega. Verð: 3.400.000.- # Efstahraun 22, 136 ferm. nýlegt einbýlishús með frágenginni lóð. Lítið áhvílandi. Verð: 3,850.000.- # Litluvellir 16, 60 ferm. raðhús, ekki fullklárað. Verð: 1,720.000,- # Leynisbraut 5. 135 ferm. einbýlishús, ásamt 90 ferm. kjallara. Skipti á íbúð á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Verð: Tilboð # Hellubraut 4. Eldra einbýlishús í ágætu ástandi, ásamt bílskúr. Verð: 1.400.000,- # Gott úrval raðhúsa af ýmsum stærðum — einnig úrval viðlagasjóðshúsa. # Hef fjársterkan kaupanda að góðu nýlegu ein- býlishúsi.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.