Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 6
6 Óháð flokkadrætti Ritstjórnargrein: Hvað skal kjósa? I komandi alþingiskosningum, þann 25. apríl næst komandi, verða kjörnir 11 þingmenn til setu á Alþingi sem fulltrúar fyrir Reykjaneskjördœmi. Nú eru þingfulltrúar kjördœmisins níu talsins. Sam- kvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað, mun láta nœrri að kjósendur í kjördæminu séu um 33 þúsund. Það þýðir að meðalfjöldi kjósenda á bak við hvern þingmann er nú rúmlega 3100, sé miðað við 85% kosningaþátttöku. En að afloknum kosn- ingum í vor verða 2550 atkvœði að meðaltali á hvern þingmann. Hið hrikalega misvœgi atkvœða verður þannig lítillega leiðrétt, en pólítisk hrossa- kaup og samtrygging flokkanna komu í veg fyrir að gengið var lengra í átt til fullvœgis atkvæða okkar. Eins og vera ber er mikill hugur íframbjóðendum fyrir þessar kosningar og á þeim tveimur mánuðum sem til stefnu eru má búast við miklum sviptingum. Segja má að „nýliðinn “ á svæðinu, Steingrímur Hermannsson, hafi hrundið baráttunni afstað með ýtarlegu opnuviðtali í Tímanum þann 30. janúar. Þar skaut frambjóðandinn all föstum skotum að þingmönnum kjördœmisins og sakaði þá m.a. um slœlega framgöngu í málefnum útgerðar og fisk- vinnslu á Suðurnesjum, jafnframt því sem hann lýsti þvíyfir, að fiskvinnslan á svœðinu hafi dregist aftur úr. Þessar yfirlýsingar vöktu að vonum nokkra athygli. Andstœðingar frambjóðandans voru ekki lengi að draga þau sannindi fram í dagsljósið að á tímabilinu 1980 - 1987 hafa tveir menn farið með embœtti ráðherra sjávarútvegsmála. Þeir heita Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson. Steingrímur hefði því fullt eins getað sagt: „Það veittist okkur framsóknarráðherrum létt verk að hœlbíta sjávarútveginn á Suðurnesjum, því mót- staða þingmannanna þaðan var lítil sem engin. “ Þessi rimma stjórnmálamannanna á áreiðanlega eftir að harðna að miklum mun. Afþeim 11 þingsœtum sem kjörið verður til í vor œtla framsóknarmenn sér tvo, alþýðubandalags- menn tvo, Alþýðuflokkurinn stefnir að fjórum, Kvennalistinn tíklega að einu, sömuleiðis Bandalap jafnaðarmanna. Þessi markmið flokkanna gera það sameiginlega að verkum að Sjálfstœðismenn verða að gera sér að góðu að fá aðeins einn þing- mann! Heldur er hœpið að þeirgeri sér það að góðu, þar sem þeir hafa nú þegar fjóra og ætla sér áreiðan- lega að bæta sinn hag í kjördœminu, eins og reyndar allir hinir. Það stefnir því í hörku slag og víst er að augu landsmanna munu ekki hvað síst beinast að baráttunni í Reykjaneskjördœmi á komandi mánuð- Björn Birgisson. um. er nú líka hjá FLAKKARANUM! Pottþétt úrval stórgóðra sumarferða á einum stað! Líttu við - heitt á könnunni! FLAKKARINN - SÍMI 8060 Silfur hafsins: Heimildamynd um síldina —sýnd í Festi 3. mars. Aðgangur ókeypis Þann 3. mars n.k. kl. 21 verður heimildakvikmyndin Silfur hafsins sýnd í Festi. Fisk- vinnslufólk, síldarvinnslufólk og sjómenn eru sérstaklega boðin velkomin og reyndar bæj- arbúar allir. Verði húsfyllir, er ráðgert að sýna myndina strax aftur sama kvöldið. Myndin er klukkustundar- löng og er gerð af fyrirtækinu Lifandi myndir hf. sem gert hefur fjölda kynningar- og heimildamynda og vinnur nú m.a. að gerð einnar slíkrar fyrir Landsamband íslenskra Útvegs- manna. SILFUR HAFSINS: Heimildamyndin SILFUR HAFSINS fjallar um saltsíldar- iðnað íslendinga bæði fyrr og nú. í upphafi myndarinnar er gerð örstutt grein fyrir áhrifum síldarinnar á sögu Evrópu frá miðöldum til loka síðustu aldar og gildi síldveiða og síldarsölt- unar fyrir íslendinga eftir að byrjað var að salta síld hér á landi fyrir réttum 100 árum. Kjölfesta myndarinnar er þó í nútímanum, þar sem lýst er einu starfsári í þessari atvinnugrein. Starfsemi Síldarútvegsnefndar og félaga síldarsaltenda er kynnt, fylgst er með undirbún- ingi samninga og gangi samn- ingaviðræðna. Undirbúningi í sjávarplássunum fyrir komu síldarinnar eru gerð skil, markaðs- og sölumálin kynnt og fylgst er með veiðum, söltun og útskipun. Inn í þessa frásögn er fléttað sögulegum köflum, þar sem m.a. er fjallað um ástandið í síldarsölumálum á fyrstu ára- tugum aldarinnar, skipulagn- ingu atvinnugreinarinnar og stofnun Síldarútvegsnefndar. Einnig er fjallað um mikilvægi síldarútvegsins fyrir þjóðarbúið á kreppuárunum 1930-40, síld- arleysissumrin eftir heims- styrjöldina síðari, nýjar veiðiað- ferðir, sem leiddu til síldarævin- týrisins á sjöunda áratugnum, hrun norsk-íslenska síldar- stofnsins kringum 1968 og upp- byggingu saltsíldariðnaðarins eftir síldveiðibannið 1972-74. Aðdragandi og gerð myndarinnar: Árið 1979, þegar minnst var aldarfjórðungsafmælis Félags sildarsaltenda á Suður- og Vest- urlandi, kom fram sú hugmynd að láta gera kvikmynd um salt- síldariðnað íslendinga. Hug- mynd þessi fékk góðar undir- tektir og varð að samkomulagi við Félag síldarsaltenda á Norð- ur- og Austurlandi að ráðast í gerð slíkrar kvikmyndar. Undir- búningsvinna vegna handrits- gerðar hófst í nóvember árið 1979. Veturinn 1980-81 var lokið vinnu við fyrstu útgáfu kvikmyndahandritsins. Hand- ritið tók síðan talsverðum breyt- ingum á framleiðslutímanum vegna þess hve efnið er yfirgrips- mikið og vandasamt var að koma því fyrir í einni kvikmynd, sem væri innan við klukku- stundar löng. Af þessum sökum var t.d. sleppt að geta um per- sónur, sem koma við sögu bæði í nútíð og fortíð og engin viðtöl eru í myndinni. Mikil vinna fór í að leita að gömlum kvikmyndum og ljós- myndum. Við þessa leit fundust margar merkilegar kvikmyndir sem legið höfðu í gleymsku bæði hér heima og erlendis og koma nú sumar hverjar fyrir sjónir almennings í fyrsta sinn í SILFRI HAFSINS. Gerð myndarinnar stóð síðan yfir með hléum fram á haustið 1986. Kvikmyndataka hófst á síldarvertíðinni 1981-82 en meginhluti myndarinnar var tekinn á árunum 1984-85. Helstu upptökustaðir voru Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Eskifjörður, Stöðvarfjörður, Djúpivogur, Hornafjörður, Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn, Grindavík, Keflavík og Reykja- vík. Félög síldarsaltenda: Árið 1954 var stofnað Félag síldarsaltenda á Suður- og Vest- urlandi í samráði við skrifstofu Síldarútvegsnefndar, sem þá hafði nýlega tekið til starfa í Reykjavík (1950). Jón Árnason, útgerðarmaður á Akranesi, var fyrsti formaður félagsins. Tveimur árum síðar var stofnað sams konar félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og var fyrsti formaður þess Sveinn Benediktsson, framkvæmda- stjóri. Þessi félög gegna því hlut- verki að vera hagsmunasamtök síldarsaltenda. Verksvið þeirra er m.a. að standa að kjarasamn- ingum og verðlagningu fersk- síldaMi^ölUma^^^^^^^^ H sílfurb|I IhafsinsI • •_ VOR SJOMANNA STOFA SÍMI 8570 NOTALEGUR STAÐUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA Við bjóðurw

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.