Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 7

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 7
 Óháð flokkadrætti 7 Fjárhagsáætlun 1987: Átján milljónir í göturnar — minnihlutinn með sameiginlegar tillögur í fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnarinnar er gert ráð fyrir 106 milljóna króna tekjum. Stærstu tekjuliðirnir eru þessir: Útsvör 58 milljónir, aðstöðu- gjöld 16 milljónir, fasteigna- skattar 12,3 milljónir, vextir 7,5 milljónir og framlag úr Jöfn- unarsjóði 6,2 milljónir. Þessum 106milljónum verður svo deilt á margvísleg verkefni. Af þeim má nefna nokkur. Stjórn bæjarmálanna mun kosta rúmar 10 milljónir. Alls munu 18 milljónir fara til félags- mála, þar af 8,3 í ýmis lög- bundin framlög og 4 til leikskól- ans. Til fræðslumála er gert ráð fyrir tæpum 24 milljónum. Þar eru þrír þættir stærstir. Grunn- skólinn (m.a. nýbygging) 17,1 milljón, Tónlistarskólinn með 2,2 og Fjölbrautaskóli Suður- nesja með tæpar 3 milljónir. Vaxtagreiðslur verða 4,4 milljónir, en vaxtatekjur um 7,5. í áætluninni er gert ráð fyrir 2,2 milljóna framlagi til reksturs slökkviliðsins, auk þess sem gert er ráð fyrir 3ja milljón króna láni frá Brunabót vegna nýrrar slökkvistöðvar. Æskulýðs og iþróttamál munu alls fá 13,8 milljónir í sinn hlut. Þar vega þyngst 4 milljónir til íþróttahúss (þar af skuldar ríkið okkur bróðurpartinn), rúmar 3 mill- jónir til íþróttavallanna og styrkir til íþróttafélaganna verða um 2 milljónir. Hreinlætismál, sorphirðing og brennsla, gatna- hreinsun og fleira fá alls 5,7 milljónir. Utan við fjárhagsáætlunina sjálfa er svo gert ráð fyrir 18 milljónum króna til gatna- gerðar. Alls er ráðgert að taka 15 milljónir að láni til gatna- gerðarinnar og 25% álag á fast- eignaskattinn gefur bænum um 3 milljónir í tekjur. Gert er ráð fyrir endurbótum við gömlu sundlaugina. í þær fer 1 milljón. Lagnir verða end- urnýjaðar og settir niður heitir pottar. Undir liðnum húsakaup eru ætlaðar 1,5 milljónir til Festar til viðhalds og endurnýjunar, auk þess sem í Festi fer 1 milljón til niðurgreiðslu skuldahala. Minnihlutinn, tveir fulltrúar Alþýðuflokksins og fulltrúi Al- þýðubandalagsins, lagði fram 5 tillögur við þessa fyrri umræðu. Minnihlutinn leggur til að liðurinn ný lán hækki um 5 milljónir og verði samtals 11,6 milljónir. Heildarskuldir verði þannig ekki lækkaðar eins og fjárhagsáætl- unin gerir ráð fyrir. Minni- hlutinn leggur til að þessum 5 milljónum verði varið í: 1. Tvær milljónir vegna nýbyggingar slökkvistöðvar á árinu, 1,5 milljónir fari til opinna svæða og fegrunarmála, 500 þúsund komi sem framlag á móti 200 þús. sem Heilsugæslustöðin fékk á fjárlögum. Loksins legg- ur minnihlutinn til að 1 milljón verði varið til skipulags og atvinnumála, ekki síst með tilliti til framtíðaruppbyggingar Svartsengiss væðisins. Síðari umræðan um áætlun- ina og tillögur minnihlutans fer fram 12 mars n.k. í litla salnum í Festi. Frœðslumálin fá tæpar 24 milljónir. Þar af fara rúmar 17 til reksturs og nýbyggingar Grunnskólans. Félagsheimilinu Festi eru alls ætlaðar 2,5 milljónir til endurbóta og niðurgreiðslu skuldahala. I tilefni Sprengidagsins: Úrvals saltkjöt rófur og baunir! Það er enginn Sprengidagur án cqltkinkins frá okkur! FERÐASKRIFSTOFAN POLARtS A POLARIS w Ferðirnar okkar eru freistandi valkostur! • Viö bjóðum pjakkaferóir! Frítt fyrir 1 barn 4/7 og 14/9 - Barnafararstjóri veröurí öllum ferðum til MALLORCA • Við bjóðum góðan barnaafslátt. 0 - 2 ára greiöa 4000 krónur. 3-11 fá & 16.0001 afslátt og 12 - 15 ára fá í 10.0001 afslátt! • Viö bjóöum sjálfa ALCUDIA strönd- ina - þá langbestu á MALLORCA -bæói að mati heimamanna og ferða■ langanna! • Og við bjóðum unga fólkinu enda- laust fjörið I sólinni og næturlífinu á IBIZA! Það verður ódýrt og gott að ferðast í sumar. — Dragiö því ekki aö panta! Myndband og bæklingur til reióu. Mallorca 8/5-5/10 22/6-13/7 3 vikur 23/5-1/6-13/6 25/7-03/8 Alcudia ströndin 3 vikur 01/5-26/9 1 mánuður 04/7-5/9-14/9 3 vikur 15/8-24/8 3 vikur CIUDAD BLANCA 4 í íbúð 36.800 39.300 41.800 45.300 3 i íbúð 40.800 43.700 46.200 49.700 2 í íbúð 45.700 48.200 50.700 54.200 3 í stúdíó 37.200 39.700 42.200 45.700 2 í stúdíó 41.300 43.800 46.300 49.800 1 í stúdíó 56.100 58.600 61.100 64.600 DEL SOL 5 í íbúð með 2 svefnherbergjum 28.800 31.300 33.800 37.300 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum 30.600 33.100 35.600 39.100 3 í íbúð með 2 svefnherbergjum 33.700 36.200 38.700 42.200 4 í íbúð með 1 svefnherbergi 29.100 31.600 34.100 37.600 3 í íbúð með 1 svefnherbergi 31.600 34.100 36.600 40.100 2 í íbúð með 1 svefnherbergi 33.200 35.700 38.200 41.700 1 í íbúð með 1 svefnherbergi 42.800 45.300 47.800 51.300 HOTEL CONDESA 2 í herbergi með Vz fæði 38.600 41.100 43.600 47.100 1 í herbergi með Vfe fæði 40.100 42.600 45.100 48.600 Ibiza - Bossa ströndin 8/5-6/7-7/9 3 vikur 20/6 17 dagar 30/5-27/7-17/8 3 vikur MIGJORN 5 í íbúð með 2 svefnherbergjum 32.800 28.800 35.800 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum 34.700 30.700 37.700 3 í íbúð með 2 svefnherbergjum 38.700 34.700 41.700 2 í íbúð með 2 svefnherbergjum 42.900 38.700 45.900 JET BOSSA 5 í íbúð með 2 svefnherbergjum 34.500 30.500 37.500 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum 36.400 32.400 39.400 3 í íbúð með 2 svefnherbergjum 40.400 36.400 43.400 2 í íbúð með 2 svefnherbergjum 44.700 40.700 47.700 TUR PALAS 4 í íbúð með 1 svefnherbergi 35.200 31.200 38.200 3 í íbúð með 1 svefnherbergi 37.700 33.700 40.700 2 í íbúð með 1 svefnherbergi 42.400 38.400 45.400 1 í íbúð með 1 svefnherbergi 52.800 48.400 55.800 FLAKKARINN ö 8060

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.