Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 8
$ Óháð flokkadrætti Iðnþróunarfélagið: Orðið öflugt ráðgjafafélag Starfsemi Iðnþróunarfélags Suðurnesja Iðnþróunarfélag Suðurnesja er um þessar mundir orðið öfl- ugt ráðgjafafélag með ráðgjöf fyrir fyrirtæki, einstaklinga er huga að atvinnurekstri og sveit- arfélög. Ráðgjöf félagsins er á sviðum fyrirtækjareksturs þ.e.: Fjármögnun; Stjórnun; Fram- leiðsluskipulagning; Stefnu- mörkun; Áætlanagerð og fl.. Gagnvart sveitarfélögum beinast verkefnin einkum að könnunum á nýjum atvinnu- möguleikum, atvinnuþátttöku, iðngörðum og verkefninu ,,Þró- unarverkefni fyrir Suðurnes.“ Iðnþróunarfélagið býður upp á námskeið „Stofnun og rekstur fyrirtækja“ fyrir þá er hafa hug- myndir og vilja athuga hvort markaður er fyrir framleiðslu- vörur eða þjónustu, gera áætlanagerðir, og skipuleggja og undirbúa stofnun fyrirtækis. Níundubekkir grunnskólanna í Keflavík og Njarðvík hafa gengið í gegnum þessi námskeið auk fjölmargra athafnamanna á Suðurnesjum. Námskeiðið „Framfarasókn fyrirtækja á Suðurnesjum“ er fyrirhugað í byrjun mars og einnig er fyrir- hugað námskeiðið „Stefnu- mörkun fyrirtækja“ síðar á árinu. Gagnabanki Nú er unnið að gerð gagna- banka sem hægt er að leita í, sé áhugi fyrir fjölgun framleiðslu- Litlafell með 67°7o af áætlun Tilboði Litlafells sf. í undir- byggingu Staðarsunds og Vörðusunds hefur verið tekið. Tilboðsupphæðin var 364.500 kr. sem er 67% af kostnaðar- áætlun. Auk Litlafells buðu Sandfell og Sigurjón Jónsson í verkið. tegunda, eða ef leita skal hug- mynda um framleiðslu eða viðskipti sem leitt geta til stofn- unar nýrra fyrirtækja. Félagið getur þá aðstoðað við nauðsyn- legan undirbúning s.s. við áætl- anagerð, umsóknir í sjóðakerfið og skipulagningu framleiðsl- unnar, kaup á vélum og hús- næðis, ráðningu starfsfólks og þjálfun og stjórnun fyrirtækis- ins. Nú þegar liggja fyrir ýmsar framleiðsluhugmyndir og geta áhugaaðilar snúið sér til skrif- stofu félagsins. Hækkað leigugjald Forstöðumaður íþróttahúss- ins, Guðjón Sigurðsson, hefur gert að tillögu sinni að hækka gjald fyrir hvern tíma í íþrótta- húsinu um 25% og kostar þá hver tími 1000 krónur. Auk þess þarf að greiða 50% álag þegar leikir og turneringar fara fram. Stór samn- ingur um íþróttavöru- kaup Knattspyrnudeildin hefur nýlega gert stóran samning við umboðsaðila ADIDAS á íslandi, Björgvin Schram. Deildin kaupir 40 pör af fót- boltaskóm, töskur, einkennis- klæðnað á meistaraflokkinn, þjálfara og stjórn deildarinnar. Að sögn Jónasar Þórhallssonar er þetta mjög hagstæður samn- ingur fyrir deildina, en leik- menn munu greiða nokkurn hluta kostnaðarins. Viðtalstími félagsins Símanúmer félagsins er 4027 en hægt er að koma skilaboðum til ráðgjafa félagsins í gegnum símsvara. Einnig er hægt að leggja inn skilaboð til ráðgjafa félagsins í síma 3788. Viðtals- tími ráðgjafa félagsins er frá kl. 13-16 alla virka daga. Það fólk sem vill taka þátt í uppbyggingu og eflingu atvinnulífs sjálfu sér og öðru fólki til hagsbóta, hafi samband hið fyrsta og láti skrá sig. (Úr fréttatilkynningu) Þakka stuðninginn Unglingalandsliðsmennirnir í körfuknattleik, þeir Steinþór Helgason og Rúnar Árnason báðu blaðið að koma á fram- færi kærum þökkum til allra þeirra sem styrktu þá vegna keppnisferðar til Skotlands, en þar dvelur liðið nú við æfingar og keppni. Grindvíking- tíðir gestir í Svæðis- útvarpinu Þeir útvarpshlustendur sem gaman hafa af því að fá fréttir af Suðurnesjum, t.d. héðan úr Grindavík og heyra viðtöl við fólk héðan, ættu að hafa tækin sín á FM 90,1. Þá er Rás 2 á, nema milli 17.30 - 18.30, en á þeim tíma er einmitt Svæðisút- varpið á. Ef ekkert er á Rás 2 né í Svæðisútvarpinu er Rás 1 í loftinu á FM 90,1. G/o GAMLA MYNDIN cxs Þessa mynd tók Guðbrandur Eiríksson veturinn 1952. Lengst til vinstri er Borgargarður, þá Prestshús og Brimnes. Næst okkur, hægra megin á myndinni er Tröð, einnig sést í Garðshorn og fjær grillir í Karlsskála. Óhemjulega mikill snjór var í Grindavík þegar myndin var tekin og kolófært um bæinn fyrir gangandi sem akandi. TRÉ-X byggingarvörur Idavöllum 7, sími 4700 Nú bjóöum viö eftiifarandi vörui □ Eldhús - og bað- innréttingar □ Parket □ Innihurdir □ Vegg - og loft- klœðningar □ Milliveggi □ Útihurðir □ Sólbekki □ Spónaplötur □ Hillueíni □ Hillubera □ Spónlagöar plötur □ Einangrun □ Fotaskópa ■i □ Hurðaskrár og húna □ D-line Hurðahúna og baðáhöld fyrir vandláta Viö erum sveigjanlegir í samning- um og bjóðum allt aö 11 mánaöa greiðslukjör. Húsbyggjendum bjóöum viö sér-

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.