Bæjarbót - 01.02.1987, Side 9

Bæjarbót - 01.02.1987, Side 9
 Óháð flokkadrætti 9 Hópferð til Finnlands og Svíþjóðar —ef þátttaka verður næg Norrœna deildin: Bæjarbót leitaði nýlega til Halldórs Ingvasonar, formanns Norrænu deildarinnar í Grinda- vík og leitaði frétta af því sem væri á döfinni hjá þeim í sumar. „Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur. Stærst er heimsókn hópa frá Rovaniemi í Finnlandi á tímabilinu 20. júlí til 3. ágúst. Líklega kemur hingað kór og dvelur í viku og fótboltalið sem líka verður hér í viku. Hug- myndin er að þessir hópar gisti í heimahúsum hér. Strákarnir í 4. flokki UMFG fara svo til Rovaniemi og dvelja þar í hálf- an mánuð og gista í heimahús- um, þannig að þetta verður mjög ódýrt. Þá er að geta um heimsókn bæjarfulltrúa frá Rovaniemi hingað, en þeir munu dvelja hér í boði bæjar- stjórnar Grindavíkur.“ En geta ekki fleiri farið liéðan en fótboltastrákarnir? „Jú, ef næg þátttaka fæst verður efnt til hálfsmánaðar VG gefur 200 þúsund Stöðugt berast Heimili aldraðra gjafir. Verkalýðsfélag Grindavíkur færði Heimilinu 200 þús. krónur í tilefni af 50 ára afmæli sínu. Það var Katrín Káradóttir sem afhenti Ólafi Þorgeirssyni gjöfina í hófi VG í Festi. hópferðar um Finnland og Svíþjóð í tengslum við leiguflug- ið 20. júlí til Rovaniemi. Það er búið að fá tilboð í ferðatilhögun sem er í stórum dráttum þannig að keyrt verður frá Rovaniemi suður eftir Finnlandi til Helsinki. Þaðan verður farið til Stokkhólms, með viðkomu í Turku og á Álandseyjum! í Stokkhólmi verður dvalið nokkra daga, síðan ekið áleiðis til Luleá í N.-Svíþjóð og flogið þaðan heim. Verði ferðarinnar Halldór Ingvason. verður mjög stillt í hóf og áreið- anlega mjög hagstætt miðað við sambærilegar rútuferðir.“ Halldór gat þess í lokin að þeir sem óskuðu nánari upplýs- inga gætu leitað til sín. Lýsi hf.: Verður lifrarbræðslan flutt hingað? Viðræður hafa staðið yfir ráð fyrir að til þeirrar starfsemi milli Lýsis hf. í Reykjavík og þurfi 7-8 menn. Samkvæmt Grindavíkurbæjar um hvort upplýsingum frá Lýsi hf. fylgir fyrirtækið hafi áhuga á að flytja þeirri starfsemi engin loft- hluta starfsemi sinnar hingað. mengun ef notuð er náttúruleg Ljóst er að Lýsi hf. þarf lík- gufa. Frárennsli, vatnsbland- lega áður en langt um líður að aður heitur grútur gæti orðið flytja lifrarbræðslu sína frá nú- 1000 - 1500 tonn á ári. verandi stað í Reykjavík þar sem nú eru hafnar byggingafram- kvæmdir á 5 stórum íbúða- blokkum handan Grandavegar- ins þar sem verksmiðjan er stað- sett. Af svörum sem borist hafa frá Lýsi hf. má ráða að innan fyrir- tækisins sé mikill vilji fyrir því að flytja lifrarbræðsluna sjálfa hingað, þ.e. framleiðslu meðala og fóðurlýsis úr lifur. Gera má Víkurbraut 2B Til sölu er húsið við Víkurbraut 2B. Endurnýjað að hluta. Laust nú þegar. .Upplýsingar í síma 1659 eftir kl. 5. Eignamiðlun Suðurnesja símar 1700 og 3868 Húseignir í Grindavík # Hugguleg 140 ferm. íbúð við Hellubraut, ásamt eignarhluta í bílskúr. Verð: 1.750.000,- # Skemmtilegt 136 ferm. raðhús við Gerðavelli ásamt bílskúr. Verð: 2.850.000,- # Fallegt 135 - 140 ferm. einbýlishús við Mána- götu, ásamt bílskúr. Mikið endurnýjað. Verð: 3.300.000,- # Gott Viðlagasjóðshús við Suðurvör, ásamt bíl- skúr. Eign með mikla möguleika. Góður staður. Verð: 2.500.000,- # Skemmtileg 104 ferm. sérhæð við Víkurbraut. Mikið endurnýjuð. Skipti á stærri eign. Verð: 1.950.000,- # Huggulegt raðhús við Heiðarhraun, ásamt bdskúr. Verð: 3.000.000,- EignamiQlun Suðurnesja Grindvíkingar! Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiddra útsvara og aðstöðugjalda var 1. febrúar. Dráttarvextir eru reiknaðir 30 dögum frá gjalddaga og eru 2,5% fyrir hvern byrjaðan mánuð. Bæjarsjóður Grindavíkur tk Við auglýsum r I ÖÖRBOg vöxtum, Góðabok,ine f3LV^Uð_—— • ttún er W8& samanburö meðreg rciki''n'4‘1 , iiuntbn tölutrygfða ^aiýorlegaob^ KJÖRBÓKIN er engin smáræðis bók og nú er mr Landsbanki ekkert en! Mk íslands ^ Banki allra landsmanna

x

Bæjarbót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.