Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 01.02.1987, Blaðsíða 10
10 ^z^DT Óliáð flokkadrætti ■I Loftmengun frá Fiskimjöl og Lýsi: Undirskriftirnar gegndu sínu hlutverki —áframhaldandi þrýstingur á fyrir- tækið Vorið 1986 skrifuðu rúmlega 300 bæjarbúar undir skjal þar sem mótmælt var loftmengun eða ,,peningalykt“ frá Fiski- mjöl og Lýsi. Undirskriftirnar voru aðallega frá þeim hlutum bæjarins sem oftast fá óþefinn, en mjög er misskipt í bænum, hvar lyktin liggur, sökum rikj- andi vindáttar. Undirskriftirnar voru afhentar heilbrigðisfulltrúa sem aftur kallaði á Hollustu- vernd Ríkisins. Þessir aðilar hafa verið með málið og gengið úr skugga um að allt mögulegt hefur verið gert til að minnka mengun. Mér er málið skylt, því vil ég upplýsa bæjarbúa um þær SUNDLAUG GRINDAVIKUR Sími 8561 Opið sem hér segir Mánudaga - föstudaga: Böm kl. 16.00 -17.30 Unglingar kl. 17.30 -19.00 Fullorðnir kl. 19.00 - 21.00 Glænýr gufubaðskiefi er opinn sem hér segir: KONUR: Mánud., Miðv.d.,Föstud. kl. 19.00 - 21.00 KARLAR: Þriðjud. og Fimmtud. kl. 19.00 - 21.00 - gerðu þér gott - - syntu reglulega - niðurstöður sem sérfræðingarn- ir hafa komist að. a) Svokölluð hreinsitæki, sem upp voru sett, eru fyrst og síðast til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Hliðarverkun er að minnka mengunarefni og reyk. b) Kælivatn verksmiðjunnar leyfir ekki kælingu reyks niður fyrir 20°. Kælivatnið er um 8-12° en þyrfti að vera mun lægra. Kæling myndi enn minnka mengun mjög. c) Mengunarefni í reyk hafa minnkað 100 falt, en skynfærin í nefi manna nema ekki nema 50% minnkun. Svona verður lyktin og ekkert öðruvísi þar til eitthvað eftirtal- inna atriða gerist. Verksmiðjan framleiðir 2. flokks vöru, sem engin vill kaupa eftir nokkur ár. Stærstu kaupendur vilja ,,heitlofts- þurrkað“ mjöl, en ekki brennt á þann veg sem þessi úrelta verk- smiðja gerir. 1. Verksmiðjan bræðir aðeins í norðanátt þegar stendur af bænum. 2. Verksmiðjan verður flutt austur fyrir Grindavík. Ríkjandi vindáttir eru Aust-suð-austlægar. 3. Verksmiðjan fer að þurrka með heitu lofti eða gufu. Gufu á Hitaveitan nóg af og hefur verið rætt um að skipuleggja iðnaðarsvæði nær Svartsengi. 4. Verksmiðjan lokar. Grindvíkingar þurfa ekki að þola þessa loftmengun. Grind- víkingar skulda þessu fyrirtæki ekkert. Vinnufúsar hendur Grindvíkinga hafa skapað eig- endunum umtalsverðan auð. Okkur kemur ekki við hvort Jón Gröndal. breytingarnar kosta meira eða minna. Það verður að krefjast þess að eigendur komi vinnsl- unni í nútímahorf og framleiði boðlega vöru. , _ .. , , Jon Grondal. Vantar raddir í kórinn Kórstarfið er enn í fullum gangi og gengur vel. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að gefa sig fram því enn er hægt að bæta við nokkr- um söngröddum. ___ Hér eru þeir Emil Páll Jónsson frá Víkurfréttum (t.v.) og Halldór Leví Björnsson (t.h.) frá Reykjanesi að skeggræða útgáfumálin. Samkeppni blaðanna er ótrúlega mikil og ekki laus við að vera brosleg ástundum! Allt kapp er best með for- sjá! ■pastet|Ea' eru: Greiðið á réttum tíma og forðist óþarfa kostnað. Bœjarsjóður Grindavíkur Myndatökur við allra hæfi PANTIÐ TÍMA FYRIR FERMINGARNAR nymynD Hafnargötu 90 Sími 1016

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.